Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2019 11:15 Rick Perry var staddur á Íslandi í tengslum við Hringborð norðurslóða í síðustu viku. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Donald Trump forseti hafi skipað honum og öðrum embættismönnum að vinna með Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni hans, áður en hann gæti fallist á fund með forseta Úkraínu. Allir tóku þeir þátt í að þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að rannsaka pólitískan andstæðing Trump. Í viðtali við Wall Street Journal (WSJ) lýsir Perry, sem hefur verið einn helsti tengiliður ríkisstjórnar Trump við Úkraínu, hvernig hann hefði rætt við Giuliani að skipan Trump forseta í vor. Það hefði hann gert til að liðka fyrir fundi á milli Trump og Volodomír Zelenskíj, nýs forseta Úkraínu, sem Perry taldi nauðsynlegan til að sýna stuðning Bandaríkjastjórnar við nýju stjórnina til að vega upp á móti áhrifum Rússa í landinu. Úkraínsk stjórnvöld berjast við aðskilnaðarsinna sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Trump var þó ekki tilbúinn að hitta Zelenskíj nema Perry ræddi við Giuliani sem myndi skýra frekar hvers vegna. Á fundi með Perry og fleiri embættismönnum í Hvíta húsinu í maí sagði forsetinn að þeir þyrftu að vinna með Giuliani að því að greiða úr áhyggjum hans áður en af fundi gæti orðið. Frásögn Perry skýrir frekar aðkomu Giuliani, sem er nú til sakamálarannsóknar ásamt nokkrum samverkamönnum vegna umsvifa hans í Úkraínu, að þrýstingsherferð Trump til að krefja nýja ríkisstjórn Úkraínu um persónulegan pólitískan greiða. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot og misbeitt valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á þessu ári. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar kvartaði undan mögulegu misferli í símtali Trump og Zelenskíj sem átti sér stað 25. júlí. Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti opinberlega um símtalið í kjölfarið kom fram að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótherja Trump í forsetakosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu um að úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, hafi haft afskipti af kosningum árið 2016. Trump og bandamenn hans hafa sakað Biden og son hans Hunter um spillingu í Úkraínu án nokkurra sannana.Giuliani segist aðeins hafa varað Perry að gæta sín í samskiptum við Zelenskíj Úkraínuforseta.AP/Charles Krupa„Ég veit ekki hvort þetta var della“ Eftir fundinn í Hvíta húsinu í maí þar sem Trump sagði Perry og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa Bandaríkjanna gagnvart átökunum í Austur-Úkraínu, að vinna með Giuliani áður en hægt yrði að koma á fundi hans og Zelenskíj segist Perry hafa hringt í lögmanninn. Í símtalinu segir Perry að Giuliani hafi þulið upp nokkur atriði sem þeir Trump væru ósáttir við varðandi Úkraínu. Þau vörðuðu stoðlausa samsæriskenningu um aðilar í Úkraínu hafi reynt að skemma fyrir framboði Trump árið 2016 og að þeir hafi komið sökinni á rússnesk stjórnvöld. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump en forsetinn hefur ítrekað lýst efasemdum um það mat og jafnvel tekið undir mótbárur Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í þeim efnum. „Sjáðu til, forsetinn hefur raunverulegar áhyggjur af því að það sé fólk í Úkraínu sem reyndi að sigra hann í forsetakosningunum. Hann telur að það sé spillt og að það sé enn fólk þar sem er virkt og er algerlega spillt,“ segir Perry að Giuliani hafi sagt við sig. Giuliani hafi þó ekki gert neinar ákveðnar kröfur í símtalinu. Hann hafi aðeins lýst hvers vegna Trump vildi ekki hitta Zelenskíj. „Ég veit ekki hvort það var della eða hvað en ég er bara að segja að það voru þrír hlutir sem hann sagði. Það er ástæðan fyrir að forsetinn treystir þessum gaurum ekki,“ segir Perry við WSJ.George Kent bar vitni um að honum hefði verið ýtt til hliðar í málefnum Úkraínu þrátt fyrir að hann fari með þau hjá utanríkisráðuneytinu.AP/Manuel Balce CenetaTrump handvaldi fulltrúa sína gagnvart Úkraínu Um svipað leyti og Perry og Volker funduðu með Trump í Hvíta húsinu ýtti forsetinn Marie Yovanovitch, sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, úr embætti. Hún bar vitni fyrir þingnefnd í síðustu viku og sagði meðal annars að Giuliani og samverkamenn hans hafi borið á hana ósannindi um að hún væri Trump óholl. George Kent, varaaðstoðarutanríkisráðherra sem fer með málefni Úkraínu, sagði þingnefnd á þriðjudag að honum hefði verið sagt að halda sig utan við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í Úkraínu því að Perry, Volker og Gordon Sondland, sendiherra gagnvart Evrópusambandinu, stýrðu þeim nú. Í samræmi við það voru það þeir Perry, Sondland og Volker sem voru viðstaddir embættistöku Zelenskíj í Kænugarði í maí. Upphaflega átti Mike Pence, varaforseti, að fara fyrir bandarísku sendinefndinni en Trump skipaði honum að aflýsa og að Perry skyldi fara í staðinn. Í ferðinni til Úkraínu sagði Volker öðrum fulltrúum í sendinefndinni frá því að Giuliani væri búinn að vinna að því að fá úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsóknir á Biden og samsæriskenningu þeirra. Það hafi komið öðrum í sendinefndinni á óvart. Þegar heim var komið hittu Perry og Volker forsetann í Hvíta húsinu sem sagði þeim þá að vinna með Giuliani áður en hann gæti fallist á fund með Zelenskíj.Sjá einnig:Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Perry, Sondland og Volker funduðu í júlí með þjóðaröryggis- og varnarmálaráðherra Úkraínu í Hvíta húsinu. John Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var einnig viðstaddur. Fiona Hill, þáverandi ráðgjafi Trump um málefni Rússlands og Evrópu, bar vitni í vikunni um að Bolton hafi verið svo sleginn yfir því sem þremenningarnir, sem Sondland nefndi „vinina þrjá“, ræddu að hann fól Hill að tilkynna það til lögfræðinga Hvíta hússins. Bolton hætti eða var rekinn í september, eftir því hvort honum eða Trump forseta sé trúað.Trump fól Sondland (t.h.) að fara með mál sem tengjast Úkraínu þrátt fyrir að hann sé sendiherrann gagnvart Evrópusambandinu. Úkraína er ekki hluti af sambandinu.AP/Pablo Martinez MonsivaisSondland kemur fyrir þingnefnd í dag Skilaboð sem fóru á milli Volker, Sondland, Bills Taylor, hæst setta fulltrúa Bandaríkjanna í sendiráðinu í Kænugarði eftir að Yovanovitch sendiherra var sparkað, og nánasta ráðgjafa Zelenskíj benda til þess að þeir hafi talið að Trump hefði sett það sem skilyrði fyrir því að hitta Zelenskíj að hann lofaði að rannsaka Biden. Taylor virðist einnig hafa talið að um 400 milljón dollara hernaðaraðstoð sem Trump hélt eftir í sumar hafi tengst þrýstingnum á að Úkraínumenn gerðu Trump pólitískan greiða. Sondland hafnaði því í skilaboðunum að Trump gerði kröfu um „kaup kaups“ í Úkraínu. Sondland kemur fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump í dag. Búist er við því að hann beri vitni um að þau skilaboð til Taylor hafi komið beint frá Trump. Sondland viti ekki sjálfur hvort að þau séu sannleikanum samkvæm. Hann kemur fyrir nefndina þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi ákveðið að veita rannsókn þingsins enga samvinnu og utanríkisráðuneytið hafi skipað starfsmönnum sínum að bera ekki vitni eða afhenda gögn. Michael McKinley, eitt helsti ráðgjafi Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sem sagði af sér í síðustu viku, sagði þingnefnd í gær að hann hefði meðal annars hætt vegna áhyggna sinna af því að ríkisstjórnin reyndi að fá erlend stjórnvöld til að afla skaðlegra upplýsinga um pólitíska andstæðinga. Nú hafa fjórir samverkamenn Giuliani verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi tekið þátt í að þvætta fjármuni sem ónefndur rússneskur auðkýfingur hafi gefið til Repúblikanaflokksins og pólitískrar aðgerðanefndar sem styður Trump. Fjármál og viðskiptagjörningar Giuliani er einnig sagðir til rannsóknar. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18 Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Einn af helstu lögfræðingum Hvíta hússins sem ákvað að takmarka aðgang að símtali Trump og Zelenskíj Úkraínuforseta er sagður í miðju rannsóknarinnar. 16. október 2019 11:04 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Donald Trump forseti hafi skipað honum og öðrum embættismönnum að vinna með Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni hans, áður en hann gæti fallist á fund með forseta Úkraínu. Allir tóku þeir þátt í að þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að rannsaka pólitískan andstæðing Trump. Í viðtali við Wall Street Journal (WSJ) lýsir Perry, sem hefur verið einn helsti tengiliður ríkisstjórnar Trump við Úkraínu, hvernig hann hefði rætt við Giuliani að skipan Trump forseta í vor. Það hefði hann gert til að liðka fyrir fundi á milli Trump og Volodomír Zelenskíj, nýs forseta Úkraínu, sem Perry taldi nauðsynlegan til að sýna stuðning Bandaríkjastjórnar við nýju stjórnina til að vega upp á móti áhrifum Rússa í landinu. Úkraínsk stjórnvöld berjast við aðskilnaðarsinna sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Trump var þó ekki tilbúinn að hitta Zelenskíj nema Perry ræddi við Giuliani sem myndi skýra frekar hvers vegna. Á fundi með Perry og fleiri embættismönnum í Hvíta húsinu í maí sagði forsetinn að þeir þyrftu að vinna með Giuliani að því að greiða úr áhyggjum hans áður en af fundi gæti orðið. Frásögn Perry skýrir frekar aðkomu Giuliani, sem er nú til sakamálarannsóknar ásamt nokkrum samverkamönnum vegna umsvifa hans í Úkraínu, að þrýstingsherferð Trump til að krefja nýja ríkisstjórn Úkraínu um persónulegan pólitískan greiða. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot og misbeitt valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á þessu ári. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar kvartaði undan mögulegu misferli í símtali Trump og Zelenskíj sem átti sér stað 25. júlí. Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti opinberlega um símtalið í kjölfarið kom fram að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótherja Trump í forsetakosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu um að úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, hafi haft afskipti af kosningum árið 2016. Trump og bandamenn hans hafa sakað Biden og son hans Hunter um spillingu í Úkraínu án nokkurra sannana.Giuliani segist aðeins hafa varað Perry að gæta sín í samskiptum við Zelenskíj Úkraínuforseta.AP/Charles Krupa„Ég veit ekki hvort þetta var della“ Eftir fundinn í Hvíta húsinu í maí þar sem Trump sagði Perry og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa Bandaríkjanna gagnvart átökunum í Austur-Úkraínu, að vinna með Giuliani áður en hægt yrði að koma á fundi hans og Zelenskíj segist Perry hafa hringt í lögmanninn. Í símtalinu segir Perry að Giuliani hafi þulið upp nokkur atriði sem þeir Trump væru ósáttir við varðandi Úkraínu. Þau vörðuðu stoðlausa samsæriskenningu um aðilar í Úkraínu hafi reynt að skemma fyrir framboði Trump árið 2016 og að þeir hafi komið sökinni á rússnesk stjórnvöld. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump en forsetinn hefur ítrekað lýst efasemdum um það mat og jafnvel tekið undir mótbárur Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í þeim efnum. „Sjáðu til, forsetinn hefur raunverulegar áhyggjur af því að það sé fólk í Úkraínu sem reyndi að sigra hann í forsetakosningunum. Hann telur að það sé spillt og að það sé enn fólk þar sem er virkt og er algerlega spillt,“ segir Perry að Giuliani hafi sagt við sig. Giuliani hafi þó ekki gert neinar ákveðnar kröfur í símtalinu. Hann hafi aðeins lýst hvers vegna Trump vildi ekki hitta Zelenskíj. „Ég veit ekki hvort það var della eða hvað en ég er bara að segja að það voru þrír hlutir sem hann sagði. Það er ástæðan fyrir að forsetinn treystir þessum gaurum ekki,“ segir Perry við WSJ.George Kent bar vitni um að honum hefði verið ýtt til hliðar í málefnum Úkraínu þrátt fyrir að hann fari með þau hjá utanríkisráðuneytinu.AP/Manuel Balce CenetaTrump handvaldi fulltrúa sína gagnvart Úkraínu Um svipað leyti og Perry og Volker funduðu með Trump í Hvíta húsinu ýtti forsetinn Marie Yovanovitch, sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, úr embætti. Hún bar vitni fyrir þingnefnd í síðustu viku og sagði meðal annars að Giuliani og samverkamenn hans hafi borið á hana ósannindi um að hún væri Trump óholl. George Kent, varaaðstoðarutanríkisráðherra sem fer með málefni Úkraínu, sagði þingnefnd á þriðjudag að honum hefði verið sagt að halda sig utan við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í Úkraínu því að Perry, Volker og Gordon Sondland, sendiherra gagnvart Evrópusambandinu, stýrðu þeim nú. Í samræmi við það voru það þeir Perry, Sondland og Volker sem voru viðstaddir embættistöku Zelenskíj í Kænugarði í maí. Upphaflega átti Mike Pence, varaforseti, að fara fyrir bandarísku sendinefndinni en Trump skipaði honum að aflýsa og að Perry skyldi fara í staðinn. Í ferðinni til Úkraínu sagði Volker öðrum fulltrúum í sendinefndinni frá því að Giuliani væri búinn að vinna að því að fá úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsóknir á Biden og samsæriskenningu þeirra. Það hafi komið öðrum í sendinefndinni á óvart. Þegar heim var komið hittu Perry og Volker forsetann í Hvíta húsinu sem sagði þeim þá að vinna með Giuliani áður en hann gæti fallist á fund með Zelenskíj.Sjá einnig:Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Perry, Sondland og Volker funduðu í júlí með þjóðaröryggis- og varnarmálaráðherra Úkraínu í Hvíta húsinu. John Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var einnig viðstaddur. Fiona Hill, þáverandi ráðgjafi Trump um málefni Rússlands og Evrópu, bar vitni í vikunni um að Bolton hafi verið svo sleginn yfir því sem þremenningarnir, sem Sondland nefndi „vinina þrjá“, ræddu að hann fól Hill að tilkynna það til lögfræðinga Hvíta hússins. Bolton hætti eða var rekinn í september, eftir því hvort honum eða Trump forseta sé trúað.Trump fól Sondland (t.h.) að fara með mál sem tengjast Úkraínu þrátt fyrir að hann sé sendiherrann gagnvart Evrópusambandinu. Úkraína er ekki hluti af sambandinu.AP/Pablo Martinez MonsivaisSondland kemur fyrir þingnefnd í dag Skilaboð sem fóru á milli Volker, Sondland, Bills Taylor, hæst setta fulltrúa Bandaríkjanna í sendiráðinu í Kænugarði eftir að Yovanovitch sendiherra var sparkað, og nánasta ráðgjafa Zelenskíj benda til þess að þeir hafi talið að Trump hefði sett það sem skilyrði fyrir því að hitta Zelenskíj að hann lofaði að rannsaka Biden. Taylor virðist einnig hafa talið að um 400 milljón dollara hernaðaraðstoð sem Trump hélt eftir í sumar hafi tengst þrýstingnum á að Úkraínumenn gerðu Trump pólitískan greiða. Sondland hafnaði því í skilaboðunum að Trump gerði kröfu um „kaup kaups“ í Úkraínu. Sondland kemur fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump í dag. Búist er við því að hann beri vitni um að þau skilaboð til Taylor hafi komið beint frá Trump. Sondland viti ekki sjálfur hvort að þau séu sannleikanum samkvæm. Hann kemur fyrir nefndina þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi ákveðið að veita rannsókn þingsins enga samvinnu og utanríkisráðuneytið hafi skipað starfsmönnum sínum að bera ekki vitni eða afhenda gögn. Michael McKinley, eitt helsti ráðgjafi Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sem sagði af sér í síðustu viku, sagði þingnefnd í gær að hann hefði meðal annars hætt vegna áhyggna sinna af því að ríkisstjórnin reyndi að fá erlend stjórnvöld til að afla skaðlegra upplýsinga um pólitíska andstæðinga. Nú hafa fjórir samverkamenn Giuliani verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi tekið þátt í að þvætta fjármuni sem ónefndur rússneskur auðkýfingur hafi gefið til Repúblikanaflokksins og pólitískrar aðgerðanefndar sem styður Trump. Fjármál og viðskiptagjörningar Giuliani er einnig sagðir til rannsóknar.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18 Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Einn af helstu lögfræðingum Hvíta hússins sem ákvað að takmarka aðgang að símtali Trump og Zelenskíj Úkraínuforseta er sagður í miðju rannsóknarinnar. 16. október 2019 11:04 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30
Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18
Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Einn af helstu lögfræðingum Hvíta hússins sem ákvað að takmarka aðgang að símtali Trump og Zelenskíj Úkraínuforseta er sagður í miðju rannsóknarinnar. 16. október 2019 11:04
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent