Myndin með Katrínu Tönju og heimsmeistaranum frumsýnd á kvikmyndahátíð í nóvember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 09:30 Veggspjald myndarinnar með þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Tiu-Clair Toomey og Brooke Wells. Mynd/Instagram Það vakti talsverða athygli í Crossfit heiminum í sumar þegar tvær af stærstu Crossfit konum heimsins, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Tia-Clair Toomey, hættu hjá Reebok og færðu sig yfir til NOBULL. Katrín Tanja fór fyrst yfir en Tia-Clair Toomey fylgdi síðan í kjölfarið. Fyrir hjá NOBULL var Brooke Wells sem er líka hjá Ben Bergeron eins og Katrín Tanja. Þessar þrjár eru síðan í aðalhlutverki í nýrri heimildarmynd á vegum NOBULL sem leggur mikið upp úr að kynna vel nýju risastjörnurnar sínar. Katrín Tanja varð fyrsta konan í sögu CrossFit til að vinna heimsleikana tvö ár í röð en í bæði skiptin lenti Tia-Clair Toomey í öðru sæti. Tia-Clair Toomey vann loksins 2017 og hefur haldið titlinum síðan. Toomey varð fyrsta konan til að vinna þrjú ár í röð fyrr á þessu ári. Þær Katrín og Toomey eru því einu konurnar sem hafa getað kallað sig þá hraustustu í CrossFit heiminum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja lét vita af frumsýningardeginum á Instagram en þessi athyglisverða heimildarmynd um þær Katrínu, Toomey og Wells verður frumsýnd á Fitness Film Festival í Brooklyn í New York 23. nóvember næstkomandi. View this post on Instagram11.23.19 We were working on something pretty special in Austria! Can’t wait to share it with you at the NY Fitness Film festival in Nov! // @fitnessfilmfestival #FitnessFilmFestival A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Oct 13, 2019 at 5:16pm PDT Myndin ber nafnið „Who I’ve Always Been“ eða „Sú sem ég hef alltaf verið“ og fjallar um ferðalag þeirra þriggja í CrossFit og hvernig þeim tókst að ná svo langt í íþróttinni sinni. Í kynningu á myndinni tala þær þrjár um að ferðalag þeirra hafi hafist löngu áður en aðdáendur þeirra fóru að fylgjast með þeim. Það þurfti stífar æfingar og miklar fórnir til að komast í hóp þeirra bestu og fá tækifæri til að keppa á heimsleikunum í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni en þar má sjá þær Katrínu, Toomey og Wells í fjallgöngu í Ölpunum. CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sjá meira
Það vakti talsverða athygli í Crossfit heiminum í sumar þegar tvær af stærstu Crossfit konum heimsins, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Tia-Clair Toomey, hættu hjá Reebok og færðu sig yfir til NOBULL. Katrín Tanja fór fyrst yfir en Tia-Clair Toomey fylgdi síðan í kjölfarið. Fyrir hjá NOBULL var Brooke Wells sem er líka hjá Ben Bergeron eins og Katrín Tanja. Þessar þrjár eru síðan í aðalhlutverki í nýrri heimildarmynd á vegum NOBULL sem leggur mikið upp úr að kynna vel nýju risastjörnurnar sínar. Katrín Tanja varð fyrsta konan í sögu CrossFit til að vinna heimsleikana tvö ár í röð en í bæði skiptin lenti Tia-Clair Toomey í öðru sæti. Tia-Clair Toomey vann loksins 2017 og hefur haldið titlinum síðan. Toomey varð fyrsta konan til að vinna þrjú ár í röð fyrr á þessu ári. Þær Katrín og Toomey eru því einu konurnar sem hafa getað kallað sig þá hraustustu í CrossFit heiminum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja lét vita af frumsýningardeginum á Instagram en þessi athyglisverða heimildarmynd um þær Katrínu, Toomey og Wells verður frumsýnd á Fitness Film Festival í Brooklyn í New York 23. nóvember næstkomandi. View this post on Instagram11.23.19 We were working on something pretty special in Austria! Can’t wait to share it with you at the NY Fitness Film festival in Nov! // @fitnessfilmfestival #FitnessFilmFestival A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Oct 13, 2019 at 5:16pm PDT Myndin ber nafnið „Who I’ve Always Been“ eða „Sú sem ég hef alltaf verið“ og fjallar um ferðalag þeirra þriggja í CrossFit og hvernig þeim tókst að ná svo langt í íþróttinni sinni. Í kynningu á myndinni tala þær þrjár um að ferðalag þeirra hafi hafist löngu áður en aðdáendur þeirra fóru að fylgjast með þeim. Það þurfti stífar æfingar og miklar fórnir til að komast í hóp þeirra bestu og fá tækifæri til að keppa á heimsleikunum í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni en þar má sjá þær Katrínu, Toomey og Wells í fjallgöngu í Ölpunum.
CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sjá meira