Frístund fyrir fötluð ungmenni í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 17. október 2019 09:45 Það er afar ánægjulegt fyrir bæjarfulltrúa og hvað þá þann sem er í minnihluta að sjá að brasið í pólitíkinni geti borið árangur. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum um frístund fyrir fötluð grunnskólaungmenni frá 10 ár aldri er orðin að veruleika í Garðabæ. Úrræðið er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir ungmennin en ekki síður aðstandendur þeirra. Að geta tryggt barninu sínu frístundastarf í nærsamfélaginu í sinni heimabyggð skiptir máli. Líka fyrir fötluð ungmenni. Það var því einstaklega gleðilegt að fá tækifæri til þess að reka inn nefið og sjá hversu bjart og hlýlegt er um að litast og finna hversu vel er unnið að því að búa svo um þessa mikilvægu þjónustu að ungmennunum sé mætt af alúð og af fagmennsku. Að heyra af samstarfi við Garðaskóla er einstaklega ánægjulegt og finna kraftinn sem gustar af þeim sem þarna starfa. Að nýta tækifærið til þess einmitt að gera betur og setja metnað í faglegt og uppbyggilegt starf fyrir fötluð ungmenni er til mikillar eftirbreytni. Gríðarlega mikilvægt og mikið framfaraskref fyrir Garðabæ. Það er síðan án ef allra dýrmætast fyrir einmitt þá sem það reyna að finna í verki að sveitarfélagið sýni dug og bjóði upp á þá þjónustu sem íbúar þess þurfa á að halda. í heimabyggð. Fyrir fötluð ungmenni og aðstandendur þeirra skiptir slík þjónusta miklu máli. Við eigum að vinna að því öll sem eitt þvert á pólitískar línur að búa svo um að sveitarfélagið þjónusti alla íbúa. Og bjóði með þeim hætti alla velkomna í samfélagið og geri þeim kleift að vaxa og dafna á sínum forsendum. Frístund fyrir fötluð ungmenni er svo sannarlega einn liður í þess háttar þjónustu. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Það er afar ánægjulegt fyrir bæjarfulltrúa og hvað þá þann sem er í minnihluta að sjá að brasið í pólitíkinni geti borið árangur. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum um frístund fyrir fötluð grunnskólaungmenni frá 10 ár aldri er orðin að veruleika í Garðabæ. Úrræðið er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir ungmennin en ekki síður aðstandendur þeirra. Að geta tryggt barninu sínu frístundastarf í nærsamfélaginu í sinni heimabyggð skiptir máli. Líka fyrir fötluð ungmenni. Það var því einstaklega gleðilegt að fá tækifæri til þess að reka inn nefið og sjá hversu bjart og hlýlegt er um að litast og finna hversu vel er unnið að því að búa svo um þessa mikilvægu þjónustu að ungmennunum sé mætt af alúð og af fagmennsku. Að heyra af samstarfi við Garðaskóla er einstaklega ánægjulegt og finna kraftinn sem gustar af þeim sem þarna starfa. Að nýta tækifærið til þess einmitt að gera betur og setja metnað í faglegt og uppbyggilegt starf fyrir fötluð ungmenni er til mikillar eftirbreytni. Gríðarlega mikilvægt og mikið framfaraskref fyrir Garðabæ. Það er síðan án ef allra dýrmætast fyrir einmitt þá sem það reyna að finna í verki að sveitarfélagið sýni dug og bjóði upp á þá þjónustu sem íbúar þess þurfa á að halda. í heimabyggð. Fyrir fötluð ungmenni og aðstandendur þeirra skiptir slík þjónusta miklu máli. Við eigum að vinna að því öll sem eitt þvert á pólitískar línur að búa svo um að sveitarfélagið þjónusti alla íbúa. Og bjóði með þeim hætti alla velkomna í samfélagið og geri þeim kleift að vaxa og dafna á sínum forsendum. Frístund fyrir fötluð ungmenni er svo sannarlega einn liður í þess háttar þjónustu. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar