Frístund fyrir fötluð ungmenni í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 17. október 2019 09:45 Það er afar ánægjulegt fyrir bæjarfulltrúa og hvað þá þann sem er í minnihluta að sjá að brasið í pólitíkinni geti borið árangur. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum um frístund fyrir fötluð grunnskólaungmenni frá 10 ár aldri er orðin að veruleika í Garðabæ. Úrræðið er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir ungmennin en ekki síður aðstandendur þeirra. Að geta tryggt barninu sínu frístundastarf í nærsamfélaginu í sinni heimabyggð skiptir máli. Líka fyrir fötluð ungmenni. Það var því einstaklega gleðilegt að fá tækifæri til þess að reka inn nefið og sjá hversu bjart og hlýlegt er um að litast og finna hversu vel er unnið að því að búa svo um þessa mikilvægu þjónustu að ungmennunum sé mætt af alúð og af fagmennsku. Að heyra af samstarfi við Garðaskóla er einstaklega ánægjulegt og finna kraftinn sem gustar af þeim sem þarna starfa. Að nýta tækifærið til þess einmitt að gera betur og setja metnað í faglegt og uppbyggilegt starf fyrir fötluð ungmenni er til mikillar eftirbreytni. Gríðarlega mikilvægt og mikið framfaraskref fyrir Garðabæ. Það er síðan án ef allra dýrmætast fyrir einmitt þá sem það reyna að finna í verki að sveitarfélagið sýni dug og bjóði upp á þá þjónustu sem íbúar þess þurfa á að halda. í heimabyggð. Fyrir fötluð ungmenni og aðstandendur þeirra skiptir slík þjónusta miklu máli. Við eigum að vinna að því öll sem eitt þvert á pólitískar línur að búa svo um að sveitarfélagið þjónusti alla íbúa. Og bjóði með þeim hætti alla velkomna í samfélagið og geri þeim kleift að vaxa og dafna á sínum forsendum. Frístund fyrir fötluð ungmenni er svo sannarlega einn liður í þess háttar þjónustu. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Það er afar ánægjulegt fyrir bæjarfulltrúa og hvað þá þann sem er í minnihluta að sjá að brasið í pólitíkinni geti borið árangur. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum um frístund fyrir fötluð grunnskólaungmenni frá 10 ár aldri er orðin að veruleika í Garðabæ. Úrræðið er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir ungmennin en ekki síður aðstandendur þeirra. Að geta tryggt barninu sínu frístundastarf í nærsamfélaginu í sinni heimabyggð skiptir máli. Líka fyrir fötluð ungmenni. Það var því einstaklega gleðilegt að fá tækifæri til þess að reka inn nefið og sjá hversu bjart og hlýlegt er um að litast og finna hversu vel er unnið að því að búa svo um þessa mikilvægu þjónustu að ungmennunum sé mætt af alúð og af fagmennsku. Að heyra af samstarfi við Garðaskóla er einstaklega ánægjulegt og finna kraftinn sem gustar af þeim sem þarna starfa. Að nýta tækifærið til þess einmitt að gera betur og setja metnað í faglegt og uppbyggilegt starf fyrir fötluð ungmenni er til mikillar eftirbreytni. Gríðarlega mikilvægt og mikið framfaraskref fyrir Garðabæ. Það er síðan án ef allra dýrmætast fyrir einmitt þá sem það reyna að finna í verki að sveitarfélagið sýni dug og bjóði upp á þá þjónustu sem íbúar þess þurfa á að halda. í heimabyggð. Fyrir fötluð ungmenni og aðstandendur þeirra skiptir slík þjónusta miklu máli. Við eigum að vinna að því öll sem eitt þvert á pólitískar línur að búa svo um að sveitarfélagið þjónusti alla íbúa. Og bjóði með þeim hætti alla velkomna í samfélagið og geri þeim kleift að vaxa og dafna á sínum forsendum. Frístund fyrir fötluð ungmenni er svo sannarlega einn liður í þess háttar þjónustu. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar