Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. október 2019 08:00 Erdogan er enn kokhraustur. Nordicphotos/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. Bandaríkjamenn vilja vopnahlé á svæðinu og hafa hótað að beita Tyrki efnahagsþvingunum en Erdogan segir að Tyrkir óttist þær ekki. Hann segir að ekki komi til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Ýmir þjóðarleiðtogar hafa reynt að miðla málum, enda telja margir aukna hættu á að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið rísi upp á ný vegna innrásar Tyrkja í Sýrland og brottflutnings bandarískra hermanna þaðan. Erdogan sagði í gær að hann hygðist halda innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands áfram þar til takmarkinu væri náð, að búa til öruggt 32 kílómetra svæði við landamærin. „Við höfum lagt fram tilboð um að ef allir hryðjuverkamenn leggja niður vopn, fjarlægja gildrur sínar og yfirgefa svæðið verði innrásin stöðvuð,“ sagði Erdogan á fundi með þingflokki sínum, AKP. Ekki hefur enn fengist upp gefið hvort Tyrklandsher stoppi við mörk öryggissvæðisins eða haldi áfram innrásinni til suðurs, í átt að höfuðstaðnum Raqqa. Rússar halda áfram að blandast í átökin. Um helgina höfðu þeir milligöngu um samning á milli Sýrlandsstjórnar og Kúrda um svæðin í kringum borgirnar Manbij og Kobani. Nú hafa Rússar sjálfir tekið að sér að vakta landamærin við borgina Manbij til að koma í veg fyrir átök. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. Bandaríkjamenn vilja vopnahlé á svæðinu og hafa hótað að beita Tyrki efnahagsþvingunum en Erdogan segir að Tyrkir óttist þær ekki. Hann segir að ekki komi til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Ýmir þjóðarleiðtogar hafa reynt að miðla málum, enda telja margir aukna hættu á að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið rísi upp á ný vegna innrásar Tyrkja í Sýrland og brottflutnings bandarískra hermanna þaðan. Erdogan sagði í gær að hann hygðist halda innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands áfram þar til takmarkinu væri náð, að búa til öruggt 32 kílómetra svæði við landamærin. „Við höfum lagt fram tilboð um að ef allir hryðjuverkamenn leggja niður vopn, fjarlægja gildrur sínar og yfirgefa svæðið verði innrásin stöðvuð,“ sagði Erdogan á fundi með þingflokki sínum, AKP. Ekki hefur enn fengist upp gefið hvort Tyrklandsher stoppi við mörk öryggissvæðisins eða haldi áfram innrásinni til suðurs, í átt að höfuðstaðnum Raqqa. Rússar halda áfram að blandast í átökin. Um helgina höfðu þeir milligöngu um samning á milli Sýrlandsstjórnar og Kúrda um svæðin í kringum borgirnar Manbij og Kobani. Nú hafa Rússar sjálfir tekið að sér að vakta landamærin við borgina Manbij til að koma í veg fyrir átök.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira