Hver er gráðugur? Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. október 2019 07:30 Verktakar hafa tekið sig saman og stefnt Reykjavíkurborg vegna svokallaðra innviðagjalda sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Gjaldið telja verktakarnir ólögmætt. Fjárhæðirnar nema milljörðum. Gjaldið skiptir almenning máli því það hefur áhrif til hækkunar á byggingarkostnaði sem aftur hefur áhrif til hækkunar fasteignaverðs, getur dregið úr framboði og rýrt hlut kaupenda, seljenda og leigjenda þegar á hólminn er komið. Borgin hefur innheimt þessi tilteknu gjöld í ýmsu formi og undir ýmsum nöfnum undanfarin ár. Oft er óljóst hvaða forsendur liggja að baki ákvörðun um upphæð gjaldsins hverju sinni. Upphæðin er ólík milli svæða. Gjaldið hefur líka verið innheimt við uppbyggingu á svokölluðum þéttingarreitum – þar sem fyrir er enginn skortur á innviðum! Vitaskuld vekur slíkt spurningar um innheimtu gjaldsins og hvert fjármunirnir renna í raun. Í stað þess að svara gagnrýni málefnalega, segir borgarstjóri boðað dómsmál til marks um eitthvað sem hann kallar „verktakagræðgi“. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að „stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa“. Gott og vel. Sennilega hafa báðir eitthvað til síns máls. En þótt hagsmunaaðilar höfði dómsmálið má það ekki villa okkur sýn. Það er brýnt fyrir almenning að úr óvissunni um lögmæti gjaldsins sé skorið. Sem dæmi má nefna að innviðagjald á hvern fermetra í hinni nýju og um margt glæsilegu Vogabyggð er um 23 þúsund krónur. Það gerir 2,3 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð. Í Vogabyggð nemur þessi skattstofn borgarinnar um fimm milljörðum króna. Munar um minna. Frumskógarlögmál ríkir á húsnæðismarkaði. Kallað hefur verið eftir að stjórnvöld bregðist við. Hlutur sveitarfélaganna er þar mestur. Innviðagjaldið er enn lagt á uppbyggingarverkefni í borginni. Á næstu árum eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar. Hvað sem meintu ólögmæti innviðagjalds líður, er það staðreynd að meirihlutinn í borginni hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í rekstri. Til að bregðast við því heldur borgin ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hækkar tekjustofna með ýmsum kúnstum, sem innviðagjaldið virðist vera skólabókardæmi um. Að minnsta kosti hlýtur að teljast ólíklegt að stétt verktaka sé gráðugri en annað fólk. Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka, í stað lausnamiðaðrar nálgunar á hvernig skuli leysa sjálfskapaðan bráðavanda á húsnæðismarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Ólöf Skaftadóttir Reykjavík Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Verktakar hafa tekið sig saman og stefnt Reykjavíkurborg vegna svokallaðra innviðagjalda sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Gjaldið telja verktakarnir ólögmætt. Fjárhæðirnar nema milljörðum. Gjaldið skiptir almenning máli því það hefur áhrif til hækkunar á byggingarkostnaði sem aftur hefur áhrif til hækkunar fasteignaverðs, getur dregið úr framboði og rýrt hlut kaupenda, seljenda og leigjenda þegar á hólminn er komið. Borgin hefur innheimt þessi tilteknu gjöld í ýmsu formi og undir ýmsum nöfnum undanfarin ár. Oft er óljóst hvaða forsendur liggja að baki ákvörðun um upphæð gjaldsins hverju sinni. Upphæðin er ólík milli svæða. Gjaldið hefur líka verið innheimt við uppbyggingu á svokölluðum þéttingarreitum – þar sem fyrir er enginn skortur á innviðum! Vitaskuld vekur slíkt spurningar um innheimtu gjaldsins og hvert fjármunirnir renna í raun. Í stað þess að svara gagnrýni málefnalega, segir borgarstjóri boðað dómsmál til marks um eitthvað sem hann kallar „verktakagræðgi“. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að „stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa“. Gott og vel. Sennilega hafa báðir eitthvað til síns máls. En þótt hagsmunaaðilar höfði dómsmálið má það ekki villa okkur sýn. Það er brýnt fyrir almenning að úr óvissunni um lögmæti gjaldsins sé skorið. Sem dæmi má nefna að innviðagjald á hvern fermetra í hinni nýju og um margt glæsilegu Vogabyggð er um 23 þúsund krónur. Það gerir 2,3 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð. Í Vogabyggð nemur þessi skattstofn borgarinnar um fimm milljörðum króna. Munar um minna. Frumskógarlögmál ríkir á húsnæðismarkaði. Kallað hefur verið eftir að stjórnvöld bregðist við. Hlutur sveitarfélaganna er þar mestur. Innviðagjaldið er enn lagt á uppbyggingarverkefni í borginni. Á næstu árum eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar. Hvað sem meintu ólögmæti innviðagjalds líður, er það staðreynd að meirihlutinn í borginni hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í rekstri. Til að bregðast við því heldur borgin ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hækkar tekjustofna með ýmsum kúnstum, sem innviðagjaldið virðist vera skólabókardæmi um. Að minnsta kosti hlýtur að teljast ólíklegt að stétt verktaka sé gráðugri en annað fólk. Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka, í stað lausnamiðaðrar nálgunar á hvernig skuli leysa sjálfskapaðan bráðavanda á húsnæðismarkaði.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar