Segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér með Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 15:51 „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump. AP/Evan Vucci Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. Forsetinn sagði einnig að ef ríkisstjórn Sýrlands myndi vilja ná landi sínu til baka væri það á milli þeirra og Tyrkland. „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni. Innrásin væri ekki vandamál Bandaríkjanna og sagði hann að sýrlenskir Kúrdar væru engir englar. Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að yfirgefa þessa bandamenn Bandaríkjanna sem misstu á annan tug þúsunda manna gegn Íslamska ríkinu.Mike Pence, varaforseti, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, munu ferðast til Tyrklands í dag með því markmiði að ræða við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um mögulegt vopnahlé. Tyrkir hófu innrás í Sýrland í síðustu viku eftir að Trump ræddi við Erdogan í síma. Í kjölfar símtalsins gaf Trump út yfirlýsingu um að bandarískir hermenn myndu fara af svæðinu og Tyrkir myndu gera innrás. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTrump sagði einnig að staðan í Sýrlandi núna væri glæsileg, með tilliti til hernaðarkænsku. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Með brottför bandarískra hermanna gerðu sýrlenskir Kúrdar samkomulag við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem studdur er af Rússlandi og Íran. Rússneskir hermenn hafa birt myndir og myndbönd af sér í herstöðvum sem Bandaríkjamenn hafa yfirgefið. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. Forsetinn sagði einnig að ef ríkisstjórn Sýrlands myndi vilja ná landi sínu til baka væri það á milli þeirra og Tyrkland. „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni. Innrásin væri ekki vandamál Bandaríkjanna og sagði hann að sýrlenskir Kúrdar væru engir englar. Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að yfirgefa þessa bandamenn Bandaríkjanna sem misstu á annan tug þúsunda manna gegn Íslamska ríkinu.Mike Pence, varaforseti, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, munu ferðast til Tyrklands í dag með því markmiði að ræða við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um mögulegt vopnahlé. Tyrkir hófu innrás í Sýrland í síðustu viku eftir að Trump ræddi við Erdogan í síma. Í kjölfar símtalsins gaf Trump út yfirlýsingu um að bandarískir hermenn myndu fara af svæðinu og Tyrkir myndu gera innrás. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTrump sagði einnig að staðan í Sýrlandi núna væri glæsileg, með tilliti til hernaðarkænsku. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Með brottför bandarískra hermanna gerðu sýrlenskir Kúrdar samkomulag við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem studdur er af Rússlandi og Íran. Rússneskir hermenn hafa birt myndir og myndbönd af sér í herstöðvum sem Bandaríkjamenn hafa yfirgefið.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira