Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2019 13:17 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir málið vera mikið áhyggjuefni. Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir að bæjaryfirvöld muni á næstu dögum ræða við íbúa Grímseyjar og taka ákvarðanir í framhaldi af því. „Við munum fyrst ræða við hverja og eina fjölskyldu og væntanlega blása til íbúafundar. Þá sjáum við betur hver vilji íbúanna er og hvað við gerum í framhaldinu,“ segir Halla Björk. Hingað til hefur þessi nyrsta mannabyggð Íslands byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Aðspurð hvort endurskoða þurfi atvinnumál eyjunnar segir Halla Björk. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð akkúrat núna en það hefur þarna aðeins verið að þróast þarna ferðaþjónusta og það er spurning hvaða tækifæri við sjáum í því í framhaldinu og eins með sjávarútveginn, hvað verður núna næstu mánuði.“ Er eitthvað sem bæjaryfirvöld geta gert til að bregðast við stöðunni? „Það er ýmislegt sem við getum gert. Við höfum verið að vinna í þessu verkefni brotthættar byggðir með byggðastofnun og þar hafa komið fram ýmsar hugmyndir sem hefur verið unnið að á síðustu árum. Í framhaldinu getum við brugðist við með ýmsum hætti en fyrst og fremst þurfum við náttúrulega að heyra hver vilji íbúanna er.“ „Þetta er vissulega áhyggjuefni. Við sem bæjarstjórn, höfum áhyggjur af stöðunni en eins og ég hef sagt áður að öllum breytingum fylgja einhver tækifæri og við verðum bara að horfa á þau og bregðast síðan við.“ Akureyri Grímsey Sjávarútvegur Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Klósettkrísa í Grímsey Íbúar í Grímsey vilja úrbætur á salernismálum. 29. maí 2018 13:09 Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. 10. mars 2018 20:35 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir að bæjaryfirvöld muni á næstu dögum ræða við íbúa Grímseyjar og taka ákvarðanir í framhaldi af því. „Við munum fyrst ræða við hverja og eina fjölskyldu og væntanlega blása til íbúafundar. Þá sjáum við betur hver vilji íbúanna er og hvað við gerum í framhaldinu,“ segir Halla Björk. Hingað til hefur þessi nyrsta mannabyggð Íslands byggt afkomu sína á sjávarútvegi. Aðspurð hvort endurskoða þurfi atvinnumál eyjunnar segir Halla Björk. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð akkúrat núna en það hefur þarna aðeins verið að þróast þarna ferðaþjónusta og það er spurning hvaða tækifæri við sjáum í því í framhaldinu og eins með sjávarútveginn, hvað verður núna næstu mánuði.“ Er eitthvað sem bæjaryfirvöld geta gert til að bregðast við stöðunni? „Það er ýmislegt sem við getum gert. Við höfum verið að vinna í þessu verkefni brotthættar byggðir með byggðastofnun og þar hafa komið fram ýmsar hugmyndir sem hefur verið unnið að á síðustu árum. Í framhaldinu getum við brugðist við með ýmsum hætti en fyrst og fremst þurfum við náttúrulega að heyra hver vilji íbúanna er.“ „Þetta er vissulega áhyggjuefni. Við sem bæjarstjórn, höfum áhyggjur af stöðunni en eins og ég hef sagt áður að öllum breytingum fylgja einhver tækifæri og við verðum bara að horfa á þau og bregðast síðan við.“
Akureyri Grímsey Sjávarútvegur Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Klósettkrísa í Grímsey Íbúar í Grímsey vilja úrbætur á salernismálum. 29. maí 2018 13:09 Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. 10. mars 2018 20:35 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00
Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. 10. mars 2018 20:35