Grundvallarmál um skyldur lögmanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. október 2019 06:45 Berglind tekur undir úrskurð Landsréttar. Mynd/aðsend Í nýlegum dómi Landsréttar var ekki fallist á með héraðsdómi að lögmaður áfrýjanda hefði brugðist lagalegum eða siðferðilegum skyldum sínum og ekki var heldur fallist á að það væru lagaskilyrði til þess að lækka gjafsóknarkostnað, þar með talið þóknun lögmannanna með vísan til þeirra forsendna. Lögmannafélagið tekur undir niðurstöðu Landsréttar í málinu en Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki geta svarað því hvort málinu sé þar með lokið. „Við höfum ekki sent Dómarafélaginu neinar formlegar athugasemdir að svo stöddu en málið hefur verið mikið rætt á meðal lögmanna,“ segir hún. Málið er barnaverndarmál þar sem lögmennirnir Oddgeir Einarsson og Flosi Hrafn Sigurðsson gættu réttinda foreldranna sem nutu lögbundinnar gjafsóknar. Í úrskurðinum var sá kostnaður lækkaður og vísað til þess að málið hefði ekki átt að fara svona langt vegna hagsmuna barnsins og að gjafsóknarkostnaður væri greiddur úr ríkissjóði sem fjármagnaður væri með skattfé vinnandi fólks. Gefið var í skyn að þeir væru að skara eld að eigin köku. Oddgeir áfrýjaði málinu fyrir skjólstæðing sinn og var niðurstöðunni breytt að því er varðaði gjafsóknarkostnaðinn. Berglind segist ekki muna eftir að hafa séð það áður í dómi að lögmönnum sé borið það svona harkalega á brýn að hafa gengið of langt í hagsmunagæslu. „Sama hvað dómaranum kann að finnast þá ber lögmönnum skylda til að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda og beita öllum lögmætum úrræðum til þess, samkvæmt þeim lögum og siðareglum sem við vinnum eftir,“ segir hún og í grundvallaratriðum snúist málið um hverjar séu skyldur lögmanna. Jafnframt að nálgun héraðsdóms hafi gengið þvert gegn þessum reglum. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í nýlegum dómi Landsréttar var ekki fallist á með héraðsdómi að lögmaður áfrýjanda hefði brugðist lagalegum eða siðferðilegum skyldum sínum og ekki var heldur fallist á að það væru lagaskilyrði til þess að lækka gjafsóknarkostnað, þar með talið þóknun lögmannanna með vísan til þeirra forsendna. Lögmannafélagið tekur undir niðurstöðu Landsréttar í málinu en Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki geta svarað því hvort málinu sé þar með lokið. „Við höfum ekki sent Dómarafélaginu neinar formlegar athugasemdir að svo stöddu en málið hefur verið mikið rætt á meðal lögmanna,“ segir hún. Málið er barnaverndarmál þar sem lögmennirnir Oddgeir Einarsson og Flosi Hrafn Sigurðsson gættu réttinda foreldranna sem nutu lögbundinnar gjafsóknar. Í úrskurðinum var sá kostnaður lækkaður og vísað til þess að málið hefði ekki átt að fara svona langt vegna hagsmuna barnsins og að gjafsóknarkostnaður væri greiddur úr ríkissjóði sem fjármagnaður væri með skattfé vinnandi fólks. Gefið var í skyn að þeir væru að skara eld að eigin köku. Oddgeir áfrýjaði málinu fyrir skjólstæðing sinn og var niðurstöðunni breytt að því er varðaði gjafsóknarkostnaðinn. Berglind segist ekki muna eftir að hafa séð það áður í dómi að lögmönnum sé borið það svona harkalega á brýn að hafa gengið of langt í hagsmunagæslu. „Sama hvað dómaranum kann að finnast þá ber lögmönnum skylda til að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda og beita öllum lögmætum úrræðum til þess, samkvæmt þeim lögum og siðareglum sem við vinnum eftir,“ segir hún og í grundvallaratriðum snúist málið um hverjar séu skyldur lögmanna. Jafnframt að nálgun héraðsdóms hafi gengið þvert gegn þessum reglum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira