Hætta að selja Tyrkjum vopn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. október 2019 19:15 Tyrkneski herinn nærri Manbij í dag. AP/Ugur Can Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Innrásin hefur vakið litla hrifningu á meðal samherja Tyrkja innan bandalagsins og hafa Bandaríkin til að mynda lagt nýjar viðskiptaþvinganir á Tyrki, eftir að hafa hörfað frá Sýrlandi og þannig rýmt fyrir árásinni. Þjóðverjar, Frakkar og Bretar meðal annars hafa lýst því yfir að ríkin muni ekki selja Tyrkjum vopn. Utanríkismálaráðherra Ítalíu sagði svo á ítalska þinginu í dag að í kjölfar ákvörðunar Evrópusambandsins um að takmarka vopnasölu til Tyrklands sé verðið að endurskoða vopnasölusamninga Ítala við Tyrki. „Af því við viljum grípa til aðgerða strax, og vopnasölubann á vegum Evrópusambandsins myndi taka marga mánuði. Markmiðið er að sýna að Ítalía bíður ekki, hikar ekki og lítur ekki undan. Ítalía hundsar ekki mannfall almennra borgara,“ sagði Luigi di Maio ráðherra.Bitist um Manbij Eftir gerð samkomulags við hersveitir Kúrda er sýrlenski stjórnarherinn nú kominn til Manbij til að verjast innrásinni. Rússar, helstu bandamenn stjórnarliða, segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og stjórnarhersins en ljóst er að Tyrkir hafa augastað á bænum. „Ef guð lofar munum við brátt taka svæðið allt frá Manbij og að landamærum okkar við Írak. Þannig munum við veita fyrst milljón og síðan tveimur milljónum sýrlenskra flóttamanna tækifæri á því að snúa aftur heim ef þeir vilja,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í dag. Átök Kúrda og Tyrkja Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Innrásin hefur vakið litla hrifningu á meðal samherja Tyrkja innan bandalagsins og hafa Bandaríkin til að mynda lagt nýjar viðskiptaþvinganir á Tyrki, eftir að hafa hörfað frá Sýrlandi og þannig rýmt fyrir árásinni. Þjóðverjar, Frakkar og Bretar meðal annars hafa lýst því yfir að ríkin muni ekki selja Tyrkjum vopn. Utanríkismálaráðherra Ítalíu sagði svo á ítalska þinginu í dag að í kjölfar ákvörðunar Evrópusambandsins um að takmarka vopnasölu til Tyrklands sé verðið að endurskoða vopnasölusamninga Ítala við Tyrki. „Af því við viljum grípa til aðgerða strax, og vopnasölubann á vegum Evrópusambandsins myndi taka marga mánuði. Markmiðið er að sýna að Ítalía bíður ekki, hikar ekki og lítur ekki undan. Ítalía hundsar ekki mannfall almennra borgara,“ sagði Luigi di Maio ráðherra.Bitist um Manbij Eftir gerð samkomulags við hersveitir Kúrda er sýrlenski stjórnarherinn nú kominn til Manbij til að verjast innrásinni. Rússar, helstu bandamenn stjórnarliða, segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og stjórnarhersins en ljóst er að Tyrkir hafa augastað á bænum. „Ef guð lofar munum við brátt taka svæðið allt frá Manbij og að landamærum okkar við Írak. Þannig munum við veita fyrst milljón og síðan tveimur milljónum sýrlenskra flóttamanna tækifæri á því að snúa aftur heim ef þeir vilja,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í dag.
Átök Kúrda og Tyrkja Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent