Laxeldi í sjó helsta ógn við villtan lax Sveinn Arnarsson skrifar 15. október 2019 06:00 Frá laxeldi í Patreksfirði. Vísir/Einar Sleppifiskur úr laxeldi, laxalús og sýkingar sem tengjast laxeldi eru stærstu ógnir af mannavöldum við norskan villtan lax. Núverandi mótvægisaðgerðir í Noregi eru ekki nægjanlegar til að draga úr þessum ógnum. Þetta er mat þrettán vísindamanna við sjö vísindastofnanir í Noregi. Fjöldi villtra laxa sem skilar sér úr hafi í norskar ár á hverju ári er nú innan við helmingur þess sem var á níunda áratug síðustu aldar. Ástæður fækkunar eru að mati vísindamanna af mannavöldum ásamt minni lífmassa í sjó. Minnkandi stofnstærð vegna laxalúsar mun gera það erfitt að viðhalda sjálfbærum veiðum, sér í lagi í Vestur-Noregi frá Rogalandi í suðri til Mæris og Raumsdals í norðri. Vísindaráð þessara þrettán vísindamanna er stofnað af umhverfisstofnun Norðmanna. Í því sitja aðeins óháðir vísindamenn. Það metur stöðu villta laxastofnsins og mögulegar ógnir og veitir stjórnvöldum ráðgjöf varðandi laxeldi. Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, hafði ekki lesið skýrsluna er Fréttablaðið ræddi við hann. Hins vegar sagði hann ekki ástæðu til að óttast að það sama gerist á Íslandi. „Tölur um sleppifisk á Íslandi eru lágar og sama má segja um lús og sýkingar,“ sagði Einar. „Aðstæður í Noregi og á Íslandi eru að mörgu leyti ólíkar. Búið er að búa svo um hnútana með reglugerð að fiskeldi fer fram fjarri okkar helstu ám þannig að aðstæðurnar eru í samanburði mjög ólíkar.“ Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir sömu hættur vera hér og í Noregi. „Hér er talsvert um nýrnaveiki og laxalús þar sem menn eru að baða fyrir lúsinni. Einnig sést það á sjóbirtingi og silungi í kringum eldið að miklu meiri sýkingar er að finna í þeim fiski en annars staðar,“ segir Björn. „Þá eru litlu stofnarnir á suðurfjörðum Vestfjarða farnir að sýna merki erfðamengunar. Búið er svo að tilkynna um tvö sleppislys af fiski í sumar sem mun sjást líkast til á næsta ári í ám hér við land.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. 1. október 2019 07:00 Fiskeldið er orðin kærkomin búbót Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. 24. september 2019 07:00 Íslensk sérþekking á sjóeldi í nýju Alþjóðabankaverkefni í Indónesíu Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. 16. september 2019 15:45 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Sleppifiskur úr laxeldi, laxalús og sýkingar sem tengjast laxeldi eru stærstu ógnir af mannavöldum við norskan villtan lax. Núverandi mótvægisaðgerðir í Noregi eru ekki nægjanlegar til að draga úr þessum ógnum. Þetta er mat þrettán vísindamanna við sjö vísindastofnanir í Noregi. Fjöldi villtra laxa sem skilar sér úr hafi í norskar ár á hverju ári er nú innan við helmingur þess sem var á níunda áratug síðustu aldar. Ástæður fækkunar eru að mati vísindamanna af mannavöldum ásamt minni lífmassa í sjó. Minnkandi stofnstærð vegna laxalúsar mun gera það erfitt að viðhalda sjálfbærum veiðum, sér í lagi í Vestur-Noregi frá Rogalandi í suðri til Mæris og Raumsdals í norðri. Vísindaráð þessara þrettán vísindamanna er stofnað af umhverfisstofnun Norðmanna. Í því sitja aðeins óháðir vísindamenn. Það metur stöðu villta laxastofnsins og mögulegar ógnir og veitir stjórnvöldum ráðgjöf varðandi laxeldi. Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, hafði ekki lesið skýrsluna er Fréttablaðið ræddi við hann. Hins vegar sagði hann ekki ástæðu til að óttast að það sama gerist á Íslandi. „Tölur um sleppifisk á Íslandi eru lágar og sama má segja um lús og sýkingar,“ sagði Einar. „Aðstæður í Noregi og á Íslandi eru að mörgu leyti ólíkar. Búið er að búa svo um hnútana með reglugerð að fiskeldi fer fram fjarri okkar helstu ám þannig að aðstæðurnar eru í samanburði mjög ólíkar.“ Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir sömu hættur vera hér og í Noregi. „Hér er talsvert um nýrnaveiki og laxalús þar sem menn eru að baða fyrir lúsinni. Einnig sést það á sjóbirtingi og silungi í kringum eldið að miklu meiri sýkingar er að finna í þeim fiski en annars staðar,“ segir Björn. „Þá eru litlu stofnarnir á suðurfjörðum Vestfjarða farnir að sýna merki erfðamengunar. Búið er svo að tilkynna um tvö sleppislys af fiski í sumar sem mun sjást líkast til á næsta ári í ám hér við land.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. 1. október 2019 07:00 Fiskeldið er orðin kærkomin búbót Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. 24. september 2019 07:00 Íslensk sérþekking á sjóeldi í nýju Alþjóðabankaverkefni í Indónesíu Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. 16. september 2019 15:45 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. 1. október 2019 07:00
Íslensk sérþekking á sjóeldi í nýju Alþjóðabankaverkefni í Indónesíu Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. 16. september 2019 15:45