Aukin verðmætasköpun með samfélagsábyrgð Eva Magnúsdóttir skrifar 14. október 2019 14:47 „Ef Sameinuðu þjóðirnar setja markmið fyrir heiminn þá hljóta þau að eiga við um Skaftárhrepp líka. Þó við séum pínulítið samfélag þá berum við jafnmikla ábyrgð og allir aðrir í heiminum.“ Þetta sagði oddviti Skaftárhrepps, Eva Björk Harðardóttir, í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Tilefni þessara orða voru þau að sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur mótað stefnu í aðalskipulagi sínu í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að gerð aðalskipulags á þennan hátt og innleiðing er framundan. Sveitarfélagið ætlar að leggja áherslu á sjálfbærni, verndun náttúrunnar, framleiðni í atvinnulífinu með fjölbreyttum tækninýjungum og hvetja til nýsköpunar í þjónustu við ferðamenn auk þess að mæla árangur. Orð eru til alls fyrst og fleiri þurfa að feta í fótspor hins smáa en ábyrga samfélags. Ég er svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að leiða stefnumótun í sveitarfélaginu í anda heimsmarkmiðanna og hef sjaldan orðið vör við svo mikinn einlægan áhuga og metnað til þess að gera vel fyrir landið okkar. Það er krísa og hún er alþjóðleg – við viljum að börnin okkar erfi landið óskaðað. Nú er kominn tími á aðgerðir og eingöngu með samhentu átaki getum við tekist á við verkefni tengd loftslagsvánni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru ágæt leið til mælinga en þau eru 17 talsins með 169 undirmarkmiðum og ná bæði til alþjóðasamstarfs og innanríkismála á sviði efnahags, félags- sem og umhverfisþátta. Framsýn sveitarfélög eins og Skaftárhreppur sjá mikilvægi þess að sveitarfélög leggi sitt af mörkum til þeirra lífsgæða sem því fylgja. Mikilvægasta verkefni sveitarfélaga sem fá það hlutverk að gæta hinnar dásamlegu náttúru okkar, er varðveisla hennar. Án hennar eru engir ferðamenn og ekkert líf á hinu fallega landi okkar. Mikilvægt er að sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman um að vinna í anda heimsmarkmiðanna þar sem þau eru hjálpartæki við að mæla hvernig hvernig þjóðir hlúa að sjálfbærni og hagsæld til framtíðar. Það skiptir máli að innleiða nýjar áherslur í stefnu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, þar sem umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru greindir og mældir samhliða fjárhagslegum þáttum. Þannig er hægt að tryggja aukna verðmætasköpun og tryggja velferð samfélagsins til framtíðar. Hugur þinn hjálpar þér við að finna lausnir vandamálanna og móta stefnuna. Hendur þínar hafa hæfileikana sem þarf til þess að takast á við áskoranirnar nýrra verkefna. Í hjartanu felst oft hin mesta áskorun en jafnframt sú mikilvægasta; að finna von og kjark til þess að halda áfram, og virkja aðra til athafna. Að taka fyrsta skrefið strax er mikilvægt og að mæla árangurinn er nauðsynlegt. Að gera ekkert er ekki í boði.Höfundur er framkvæmdastjóri og ráðgjafi í samfélagslegri ábyrgð hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ef Sameinuðu þjóðirnar setja markmið fyrir heiminn þá hljóta þau að eiga við um Skaftárhrepp líka. Þó við séum pínulítið samfélag þá berum við jafnmikla ábyrgð og allir aðrir í heiminum.“ Þetta sagði oddviti Skaftárhrepps, Eva Björk Harðardóttir, í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Tilefni þessara orða voru þau að sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur mótað stefnu í aðalskipulagi sínu í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að gerð aðalskipulags á þennan hátt og innleiðing er framundan. Sveitarfélagið ætlar að leggja áherslu á sjálfbærni, verndun náttúrunnar, framleiðni í atvinnulífinu með fjölbreyttum tækninýjungum og hvetja til nýsköpunar í þjónustu við ferðamenn auk þess að mæla árangur. Orð eru til alls fyrst og fleiri þurfa að feta í fótspor hins smáa en ábyrga samfélags. Ég er svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að leiða stefnumótun í sveitarfélaginu í anda heimsmarkmiðanna og hef sjaldan orðið vör við svo mikinn einlægan áhuga og metnað til þess að gera vel fyrir landið okkar. Það er krísa og hún er alþjóðleg – við viljum að börnin okkar erfi landið óskaðað. Nú er kominn tími á aðgerðir og eingöngu með samhentu átaki getum við tekist á við verkefni tengd loftslagsvánni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru ágæt leið til mælinga en þau eru 17 talsins með 169 undirmarkmiðum og ná bæði til alþjóðasamstarfs og innanríkismála á sviði efnahags, félags- sem og umhverfisþátta. Framsýn sveitarfélög eins og Skaftárhreppur sjá mikilvægi þess að sveitarfélög leggi sitt af mörkum til þeirra lífsgæða sem því fylgja. Mikilvægasta verkefni sveitarfélaga sem fá það hlutverk að gæta hinnar dásamlegu náttúru okkar, er varðveisla hennar. Án hennar eru engir ferðamenn og ekkert líf á hinu fallega landi okkar. Mikilvægt er að sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman um að vinna í anda heimsmarkmiðanna þar sem þau eru hjálpartæki við að mæla hvernig hvernig þjóðir hlúa að sjálfbærni og hagsæld til framtíðar. Það skiptir máli að innleiða nýjar áherslur í stefnu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, þar sem umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru greindir og mældir samhliða fjárhagslegum þáttum. Þannig er hægt að tryggja aukna verðmætasköpun og tryggja velferð samfélagsins til framtíðar. Hugur þinn hjálpar þér við að finna lausnir vandamálanna og móta stefnuna. Hendur þínar hafa hæfileikana sem þarf til þess að takast á við áskoranirnar nýrra verkefna. Í hjartanu felst oft hin mesta áskorun en jafnframt sú mikilvægasta; að finna von og kjark til þess að halda áfram, og virkja aðra til athafna. Að taka fyrsta skrefið strax er mikilvægt og að mæla árangurinn er nauðsynlegt. Að gera ekkert er ekki í boði.Höfundur er framkvæmdastjóri og ráðgjafi í samfélagslegri ábyrgð hjá Podium ehf.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar