Öryggi skerðist verði Hólasandsvegur ekki mokaður í vetur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2019 11:41 Vegagerðin segist þurfa að mæta hallarekstri Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.Í fréttum RÚV um helginakom fram að Vegagerðin ætli sér ekki að sinna vetrarþjónustu á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur. Mæta þurfi halla á vetrarþjónustu síðasta árs. Hólasandsvegur tengir saman Mývatnssveit og Húsavík og eru sjúkraflutningamenn HSN í Þingeyjarsýslum með bækistöð á Húsavík.Leiðin frá Húsavík í Reykjahlíð i Mývatnssveit er 54 kílómetrar um Húsavík en 76 kílómetrar um Aðaldal, Reykjadal og Mývatnssheiði. Í bréfi sem forsvarsmenn HSN hafa sent Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að þannig muni viðbragðstími viðbragðsaðila geta lengst um fimmtán mínútur yfir veturinn, sé miðað við bestu mögulegu færð.Leiðin um Hólasandsveg á korti:Kuldinn geti bitið „Það sem er sárast er að þetta er ekki með þeim hætti að það sé verið að minnka mokstur heldur ætla þeir, eins og þessu er lýst fyrir okkur, þegar fyrsti snjór leggst yfir veginn þá verður honum bara lokað og ekki opnaður aftur fyrr en í vor,“ segir Eysteinn Kristjánsson, yfirmaður sjúkraflutninga HSN í Þingeyjarsýslum í samtali við Vísi.Í bréfi HSN til Vegagerðarinnar er fyrirætlunum Vegagerðarinnar um skerðingu á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi mótmælt í ljósi öryggissjónarmiða. Verði slys á svæðinu sem krefjist snarlegrar, sérhæfðrar fyrstuhjálparþjónustu að vetri til skipti hver mínúta máli.„Ef við að setjum upp dæmi að það velti bíll á Mývatnsöræfum eða eitthvað svoleiðis, það þarf ekkert endilega að vera alvarlega slasaður einstaklingur, en þegar bíllinn er orðinn gluggalaus og það er kalt vetrarveður þá er kuldinn farinn að ógna alveg gríðarlega. Það er það sem getur gengið nærri sjúklingnum. Umfram kannski einverja áverka sem hann hlaut í slysinu,“ segir Eysteinn. Þannig muni um fimmtán mínúturnar sem leiðin lengist um, verði ekki hægt að aka eftir Hólasandsvegi frá Húsavík til Mývatnssveitar, og öfugt. „Fimmtán mínútur miðast við bestu mögulegu aðstæður þar sem þú getur haldið leyfilegum hámarkshraða. Svo getur komið skafrenningur og snjókoma og þá lengist þetta. Þá er þetta kannski komið upp í 20-25 mínútur sem er bara verið að bæta við þetta,“ segir Eysteinn. Er því farið fram á það við Vegagerðina að vetrarþjónusta á veginum haldist óbreytt en vegurinn, sem nýlega var byggður upp og bundinn slitlagi, hefur verið mokaður ekki sjaldnar en tvisvar í viku undanfarin ár. Heilbrigðismál Norðurþing Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.Í fréttum RÚV um helginakom fram að Vegagerðin ætli sér ekki að sinna vetrarþjónustu á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur. Mæta þurfi halla á vetrarþjónustu síðasta árs. Hólasandsvegur tengir saman Mývatnssveit og Húsavík og eru sjúkraflutningamenn HSN í Þingeyjarsýslum með bækistöð á Húsavík.Leiðin frá Húsavík í Reykjahlíð i Mývatnssveit er 54 kílómetrar um Húsavík en 76 kílómetrar um Aðaldal, Reykjadal og Mývatnssheiði. Í bréfi sem forsvarsmenn HSN hafa sent Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að þannig muni viðbragðstími viðbragðsaðila geta lengst um fimmtán mínútur yfir veturinn, sé miðað við bestu mögulegu færð.Leiðin um Hólasandsveg á korti:Kuldinn geti bitið „Það sem er sárast er að þetta er ekki með þeim hætti að það sé verið að minnka mokstur heldur ætla þeir, eins og þessu er lýst fyrir okkur, þegar fyrsti snjór leggst yfir veginn þá verður honum bara lokað og ekki opnaður aftur fyrr en í vor,“ segir Eysteinn Kristjánsson, yfirmaður sjúkraflutninga HSN í Þingeyjarsýslum í samtali við Vísi.Í bréfi HSN til Vegagerðarinnar er fyrirætlunum Vegagerðarinnar um skerðingu á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi mótmælt í ljósi öryggissjónarmiða. Verði slys á svæðinu sem krefjist snarlegrar, sérhæfðrar fyrstuhjálparþjónustu að vetri til skipti hver mínúta máli.„Ef við að setjum upp dæmi að það velti bíll á Mývatnsöræfum eða eitthvað svoleiðis, það þarf ekkert endilega að vera alvarlega slasaður einstaklingur, en þegar bíllinn er orðinn gluggalaus og það er kalt vetrarveður þá er kuldinn farinn að ógna alveg gríðarlega. Það er það sem getur gengið nærri sjúklingnum. Umfram kannski einverja áverka sem hann hlaut í slysinu,“ segir Eysteinn. Þannig muni um fimmtán mínúturnar sem leiðin lengist um, verði ekki hægt að aka eftir Hólasandsvegi frá Húsavík til Mývatnssveitar, og öfugt. „Fimmtán mínútur miðast við bestu mögulegu aðstæður þar sem þú getur haldið leyfilegum hámarkshraða. Svo getur komið skafrenningur og snjókoma og þá lengist þetta. Þá er þetta kannski komið upp í 20-25 mínútur sem er bara verið að bæta við þetta,“ segir Eysteinn. Er því farið fram á það við Vegagerðina að vetrarþjónusta á veginum haldist óbreytt en vegurinn, sem nýlega var byggður upp og bundinn slitlagi, hefur verið mokaður ekki sjaldnar en tvisvar í viku undanfarin ár.
Heilbrigðismál Norðurþing Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira