Hinn handtekni reyndist ekki vera morðinginn Sylvía Hall skrifar 12. október 2019 18:54 Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur Xavier Dupont de Ligonnès árið 2011 Vísir/AFP Maðurinn sem handtekinn var á Glasgow-flugvelli, grunaður um að vera hinn eftirlýsti Xavier Dupont de Ligonnès, reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bresk lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir atvikið en maðurinn var handtekinn við lendingu. Alþjóðleg handtökuskipun á hendur Ligonnès hefur verið í gildi frá árinu 2011 eftir að eiginkona hans og fjögur börn fundust skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Síðan þá hafa yfirvöld leitað að Ligonnès með litlum árangri.Sjá einnig: Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Í gær bárust fregnir af því að Ligonnès hefði verið handtekinn við komuna til Glasgow og með fingrafaraskoðun hefði verið staðfest að réttur maður væri í haldi. Í raun var þarna á ferð inn portúgalski Guy Joao sem búsettur er í Frakklandi en Joao dvaldi í haldi lögreglu yfir nótt. Skoska lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að manninum hafi verið sleppt úr haldi. Ítarlegri rannsóknir á borð við DNA-próf staðfestu að maðurinn væri ekki hinn eftirlýsti Ligonnès. Fregnir af handtöku Ligonnès komu fyrst fram hjá Le Parisien á föstudagskvöld og birtist skömmu seinna á fréttamiðlinum Agence France-Presse sem hafði fengið staðfest frá fjórum heimildarmönnum innan lögreglunnar að Ligonnès væri í haldi. Le Parisen segist hafa treyst heimildarmönnum sínum og kennir bresku lögreglunni um „farsakenndan misskilning“. Það er því ljóst að átta ára leit að Ligonnès er hvergi nærri lokið en hann hvarf nánast sporlaust eftir að fjölskylda hans fannst myrt. Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára. Frakkland Skotland Tengdar fréttir Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19 Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var á Glasgow-flugvelli, grunaður um að vera hinn eftirlýsti Xavier Dupont de Ligonnès, reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bresk lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir atvikið en maðurinn var handtekinn við lendingu. Alþjóðleg handtökuskipun á hendur Ligonnès hefur verið í gildi frá árinu 2011 eftir að eiginkona hans og fjögur börn fundust skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Síðan þá hafa yfirvöld leitað að Ligonnès með litlum árangri.Sjá einnig: Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Í gær bárust fregnir af því að Ligonnès hefði verið handtekinn við komuna til Glasgow og með fingrafaraskoðun hefði verið staðfest að réttur maður væri í haldi. Í raun var þarna á ferð inn portúgalski Guy Joao sem búsettur er í Frakklandi en Joao dvaldi í haldi lögreglu yfir nótt. Skoska lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að manninum hafi verið sleppt úr haldi. Ítarlegri rannsóknir á borð við DNA-próf staðfestu að maðurinn væri ekki hinn eftirlýsti Ligonnès. Fregnir af handtöku Ligonnès komu fyrst fram hjá Le Parisien á föstudagskvöld og birtist skömmu seinna á fréttamiðlinum Agence France-Presse sem hafði fengið staðfest frá fjórum heimildarmönnum innan lögreglunnar að Ligonnès væri í haldi. Le Parisen segist hafa treyst heimildarmönnum sínum og kennir bresku lögreglunni um „farsakenndan misskilning“. Það er því ljóst að átta ára leit að Ligonnès er hvergi nærri lokið en hann hvarf nánast sporlaust eftir að fjölskylda hans fannst myrt. Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára.
Frakkland Skotland Tengdar fréttir Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19 Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19
Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent