Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Andri Eysteinsson skrifar 12. október 2019 14:18 Marie Yovanovitch var sendiherra BNA í Kænugarði 2016-2019. Getty/NurPhoto Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. Yovanovitch greindi frá því að hún teldi að um hafi verið að ræða samstillt átak gegn sér, átak sem hafi verið byggt á staðhæfingum sem ekkert ættu skylt við raunveruleikann. Yovanovitch fór fyrir þingnefnd í gær og ræddi hún við þingmenn í yfir níu klukkutíma, þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi bannað henni að mæta. AP greinir frá. Yovanovitch var kölluð heim frá Úkraínu í maí síðastliðnum eftir að hafa starfað sem sendiherra í Kænugarði frá ágústlokum ársins 2016. Á sama tíma er Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta, sagður hafa gert tilraunir til þess að fá úkraínsk stjórnvöld til þess að rannsaka ásakanir um spillingu á hendur fyrrum varaforsetanum Joe Biden og syni hans Hunter sem starfaði með olíufyrirtæki í landinu.Kastað fyrir úlfana þar sem hún stóð í vegi fyrir Trump Einn þingmannanna sem sátu yfir vitnisburði Yovanovitch var demókratinn Sean Patrick Maloney, Maloney segir Yovanovitch hafa þurft að gera hlé á máli sínu þegar hún minntist þess hvernig henni var „kastað fyrir úlfana.“ „Fyrir mér er það morgunljóst að henni var vikið úr starfi vegna þess að hún var þyrnir í auga þeirra sem sóttust eftir því að nýta sér úkraínsk stjórnvöld til eigin hagsmuna. Trump forseti er þar með talinn,“ sagði Maloney. Annar demókrata, Denny Heck frá Washington-ríki, sagði í samtali við fjölmiðla að vitnisburður Yovanovitch hafi verið áhrifaríkur, honum þætti það vera heiður að fá að heyra hennar sögu. Viðstaddir Repúblikanar gagnrýndu hins vegar ferlið, lögmenn Bandaríkjaforseta ættu að fá að spyrja sinna spurninga, Jim Jordan þingmaður frá Ohio varði brottvikningu Yovanovitch og sagði að forsetinn hefði rétt á að skipa hvern sem hann vildi sem sendiherra. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Hann segist ekki hafa vitað af því að Trump hefði stöðvað hernaðaraðstoð fyrr en eftir símtal þeirra sem hratt af stað rannsókn Bandaríkjaþings á Trump. 10. október 2019 12:24 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. Yovanovitch greindi frá því að hún teldi að um hafi verið að ræða samstillt átak gegn sér, átak sem hafi verið byggt á staðhæfingum sem ekkert ættu skylt við raunveruleikann. Yovanovitch fór fyrir þingnefnd í gær og ræddi hún við þingmenn í yfir níu klukkutíma, þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi bannað henni að mæta. AP greinir frá. Yovanovitch var kölluð heim frá Úkraínu í maí síðastliðnum eftir að hafa starfað sem sendiherra í Kænugarði frá ágústlokum ársins 2016. Á sama tíma er Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta, sagður hafa gert tilraunir til þess að fá úkraínsk stjórnvöld til þess að rannsaka ásakanir um spillingu á hendur fyrrum varaforsetanum Joe Biden og syni hans Hunter sem starfaði með olíufyrirtæki í landinu.Kastað fyrir úlfana þar sem hún stóð í vegi fyrir Trump Einn þingmannanna sem sátu yfir vitnisburði Yovanovitch var demókratinn Sean Patrick Maloney, Maloney segir Yovanovitch hafa þurft að gera hlé á máli sínu þegar hún minntist þess hvernig henni var „kastað fyrir úlfana.“ „Fyrir mér er það morgunljóst að henni var vikið úr starfi vegna þess að hún var þyrnir í auga þeirra sem sóttust eftir því að nýta sér úkraínsk stjórnvöld til eigin hagsmuna. Trump forseti er þar með talinn,“ sagði Maloney. Annar demókrata, Denny Heck frá Washington-ríki, sagði í samtali við fjölmiðla að vitnisburður Yovanovitch hafi verið áhrifaríkur, honum þætti það vera heiður að fá að heyra hennar sögu. Viðstaddir Repúblikanar gagnrýndu hins vegar ferlið, lögmenn Bandaríkjaforseta ættu að fá að spyrja sinna spurninga, Jim Jordan þingmaður frá Ohio varði brottvikningu Yovanovitch og sagði að forsetinn hefði rétt á að skipa hvern sem hann vildi sem sendiherra.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Hann segist ekki hafa vitað af því að Trump hefði stöðvað hernaðaraðstoð fyrr en eftir símtal þeirra sem hratt af stað rannsókn Bandaríkjaþings á Trump. 10. október 2019 12:24 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12
Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46
Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Hann segist ekki hafa vitað af því að Trump hefði stöðvað hernaðaraðstoð fyrr en eftir símtal þeirra sem hratt af stað rannsókn Bandaríkjaþings á Trump. 10. október 2019 12:24
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15