Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Sylvía Hall skrifar 12. október 2019 07:56 Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur Xavier Dupont de Ligonnès árið 2011 Vísir/AFP Hinn 58 ára gamli Xavier Dupont de Ligonnès var handtekinn á Glasgow-flugvelli í dag eftir að hann lenti með flugi frá París. Ligonnes hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og fjögur börn þeirra. Sama ár var gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum. Í frétt BBC um málið segir að eftir fingrafaraskoðun hafi hann verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Flugvallarstarfsmenn í París höfðu orðið varir við hann þegar hann var á leið um borð í flug til Glasgow en hann ferðaðist undir fölsku nafni. Í aprílmánuði árið 2011 fundust eiginkona hans og fjögur börn skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Ekkert hafði spurst til fjölskylduföðursins síðan og var meðal annars gerð húsleit í frönsku klaustri eftir að sjónarvottar sögðust hafa séð til Ligonnès íklæddan munkakufli í klaustrinu.Sjá einnig: Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára. Ligonnès er sagður hafa myrt fjölskyldumeðlimi sína á skipulagðan hátt, sem líktist helst aftöku. Hann hafi skotið þau tveimur skotum í hausinn af stuttu færi áður en hann velti þeim upp úr óleskjuðu kalki. Því næst gróf hann þau í garði fjölskyldunnar. Hann hafði áður tilkynnt kennurum barna sinna að þau hygðust flytja til Ástralíu og sagt vinum sínum að hann væri leyniþjónustumaður fyrir Bandaríkin og væri á leið í vitnavernd. Mikil leit var gerð að manninum eftir að lík fjölskyldumeðlimanna fundust og vöktu morðin mikinn óhug í Frakklandi.Uppfært:Maðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Glasgow í gær reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bretland Frakkland Skotland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Hinn 58 ára gamli Xavier Dupont de Ligonnès var handtekinn á Glasgow-flugvelli í dag eftir að hann lenti með flugi frá París. Ligonnes hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og fjögur börn þeirra. Sama ár var gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum. Í frétt BBC um málið segir að eftir fingrafaraskoðun hafi hann verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Flugvallarstarfsmenn í París höfðu orðið varir við hann þegar hann var á leið um borð í flug til Glasgow en hann ferðaðist undir fölsku nafni. Í aprílmánuði árið 2011 fundust eiginkona hans og fjögur börn skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Ekkert hafði spurst til fjölskylduföðursins síðan og var meðal annars gerð húsleit í frönsku klaustri eftir að sjónarvottar sögðust hafa séð til Ligonnès íklæddan munkakufli í klaustrinu.Sjá einnig: Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára. Ligonnès er sagður hafa myrt fjölskyldumeðlimi sína á skipulagðan hátt, sem líktist helst aftöku. Hann hafi skotið þau tveimur skotum í hausinn af stuttu færi áður en hann velti þeim upp úr óleskjuðu kalki. Því næst gróf hann þau í garði fjölskyldunnar. Hann hafði áður tilkynnt kennurum barna sinna að þau hygðust flytja til Ástralíu og sagt vinum sínum að hann væri leyniþjónustumaður fyrir Bandaríkin og væri á leið í vitnavernd. Mikil leit var gerð að manninum eftir að lík fjölskyldumeðlimanna fundust og vöktu morðin mikinn óhug í Frakklandi.Uppfært:Maðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Glasgow í gær reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður.
Bretland Frakkland Skotland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira