Sjálfbær ferðaþjónusta þýðir sjálfbær laun Drífa Snædal skrifar 11. október 2019 15:45 Það er undarlegt að sitja undir þeim málflutningi að hár launakostnaður á Íslandi stefni fyrirtækjum í voða, sérstaklega í ferðaþjónustunni. Hér eru vissulega há laun á heimsmælikvarða en það er líka dýrt að lifa eins og allir þekkja sem einhvern tímann hafa farið út í búð eða staðið undir húsnæðiskostnaði. En þegar atvinnurekendur gagnrýna há laun liggur í loftinu að þau eigi að vera lægri, undirliggjandi er frekjuleg krafa um að fólk eigi að komast af með minna. Sama er uppi á teningnum þegar Íslendingar kvarta yfir háu verði á vöru og þjónustu. Nýjasta dæmið í vikunni var það sem einhverjir telja háan leigubílakostnað. Ef leigubílstjórar væru að maka krókinn langt umfram annað vinnandi fólk á Íslandi myndi ég skilja gagnrýnina, en svo er sannarlega ekki. Við búum við góð lífsgæði og þau kosta! Við eigum að vera stolt af okkar lífsgæðum og gera betur, eins og lönd sem eru fremst í flokki. Þau hafa aldrei sætt sig við að vera góð í alþjóðlegum samanburði heldur stefnt hærra. Við markaðssetjum okkur gagnvart túristum sem sjálfbært land sem býður upp á sjálfbærar ferðir. Í því hlýtur að felast að greiða líka laun sem má lifa af, góðar vinnuaðstæður og skynsaman vinnutíma. Annars fer sjálfbærnin fyrir lítið. Hluti af því að vera stolt af landinu okkar og samfélagi er því að greiða laun yfir kjarasamningum, uppræta launaþjófnað, tryggja jafnrétti og jöfnuð og sterka velferð fyrir alla. Það á einfaldlega að vera hluti af því sem við bjóðum gestum uppá. Leiðsögumenn sem ég hef rætt við telja ferðamenn ekki síður heillaða af samfélagslegum áherslum en náttúru undrum. Stöndum undir þeirri hrifningu! Njótið helgarinnar, Drífa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er undarlegt að sitja undir þeim málflutningi að hár launakostnaður á Íslandi stefni fyrirtækjum í voða, sérstaklega í ferðaþjónustunni. Hér eru vissulega há laun á heimsmælikvarða en það er líka dýrt að lifa eins og allir þekkja sem einhvern tímann hafa farið út í búð eða staðið undir húsnæðiskostnaði. En þegar atvinnurekendur gagnrýna há laun liggur í loftinu að þau eigi að vera lægri, undirliggjandi er frekjuleg krafa um að fólk eigi að komast af með minna. Sama er uppi á teningnum þegar Íslendingar kvarta yfir háu verði á vöru og þjónustu. Nýjasta dæmið í vikunni var það sem einhverjir telja háan leigubílakostnað. Ef leigubílstjórar væru að maka krókinn langt umfram annað vinnandi fólk á Íslandi myndi ég skilja gagnrýnina, en svo er sannarlega ekki. Við búum við góð lífsgæði og þau kosta! Við eigum að vera stolt af okkar lífsgæðum og gera betur, eins og lönd sem eru fremst í flokki. Þau hafa aldrei sætt sig við að vera góð í alþjóðlegum samanburði heldur stefnt hærra. Við markaðssetjum okkur gagnvart túristum sem sjálfbært land sem býður upp á sjálfbærar ferðir. Í því hlýtur að felast að greiða líka laun sem má lifa af, góðar vinnuaðstæður og skynsaman vinnutíma. Annars fer sjálfbærnin fyrir lítið. Hluti af því að vera stolt af landinu okkar og samfélagi er því að greiða laun yfir kjarasamningum, uppræta launaþjófnað, tryggja jafnrétti og jöfnuð og sterka velferð fyrir alla. Það á einfaldlega að vera hluti af því sem við bjóðum gestum uppá. Leiðsögumenn sem ég hef rætt við telja ferðamenn ekki síður heillaða af samfélagslegum áherslum en náttúru undrum. Stöndum undir þeirri hrifningu! Njótið helgarinnar, Drífa.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar