Ráðherra allra barna? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. október 2019 17:00 Nýverið barst inn á borð til okkar sveitarstjórnarfólks erindi þess efnis að ráðgert sé að gerbreyta útreikningum á hlutdeild ríkisins í fjárhæðum NPA-samninga (notendastýrð persónuleg aðstoð). Þetta er gríðarmikill skellur fyrir sveitarfélög sem hafa nú þegar gert NPA samninga samkvæmt núverandi lögum um fjölda samninga með hlutdeild frá ríki. Umrædd breyting samrýmist hvorki gildandi lögum, reglugerðum né viðtekinni framkvæmd við innleiðingu NPA allt frá 2012. Slík aðgerð myndi kollvarpa fjárhagslegum samskiptum vegna verkefnisins enda sætu sveitarfélögin þá uppi með útgjaldaauka sem gæti numið allt að 100 milljónum króna á ári. Eitt hið alvarlegasta við ráðgerðar breytingar er að ráðherra barna telur nú að NPA sé ekki hugsað fyrir börn, en gæti mögulega átt við ungmenni. Slíkt er gríðarlega alvarleg ef rétt reynist. Í öllum álitum og umsögnum til velferðarnefndar Alþingis kemur skýrt fram að réttur til NPA á að vera fyrir alla, hvort sem það eru börn, ungmenni eða fullorðið fólk, hafi þeir einstaklingar fengið það mat um þjónustuþörf sem NPA samningar kveða almennt á um. Það er líka alveg skýrt að það er á hendi sveitarfélagsins að veita samninginn og meta aðstæður einstaklinga og forgangsraða þjónustu. Að sjálfur barnamálaráðherra ætli að gera þeim það erfiðara fyrir er skammarlegt og forkastanlegt. Þessi stórfurðulega ákvörðun kemur á sama tíma og innleiðing samnings er í gangi og heildarmat á fyrirkomulaginu. Er þetta skýr stefna ráðherrans sem valið hefur að bera titilinn barnamálaráðherra? Er inntak þess titils þá fyrst og fremst að hann sé ráðherra sumra barna, en ekki allra? Og eru þá öll þau fögru loforð og sú gríðarlega vinna fagfólks og allra þeirra sem koma að börnum með sértækar stuðningsþarfir eitthvert grín? Málið er einfaldlega grafalvarlegt og með miklum ólíkindum að ráðherra fari áfram með þessum hætti. Börn sem kunna að hafa not fyrir NPA samning eru svo sannarlega börn með mikla þjónustuþörf, það blasir við. Þau eru augljóslega allra viðkvæmasti hópurinn sem nýtur þjónustu í gegnum NPA samninga. Ég krefst þess að ráðherra barna svari fyrir þessa ráðagerð. Hugsanlega hefur hann ruglast tímabundið í rýminu og finnur á ný skýra stefnu sína og ríkisstjórnarinnar til hagsbóta fyrir öll börn. Það getur einfaldlega ekki staðist að hann ætli sér að starfa eingöngu í þágu sumra barna. Sara Dögg Svanhildardóttir Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Nýverið barst inn á borð til okkar sveitarstjórnarfólks erindi þess efnis að ráðgert sé að gerbreyta útreikningum á hlutdeild ríkisins í fjárhæðum NPA-samninga (notendastýrð persónuleg aðstoð). Þetta er gríðarmikill skellur fyrir sveitarfélög sem hafa nú þegar gert NPA samninga samkvæmt núverandi lögum um fjölda samninga með hlutdeild frá ríki. Umrædd breyting samrýmist hvorki gildandi lögum, reglugerðum né viðtekinni framkvæmd við innleiðingu NPA allt frá 2012. Slík aðgerð myndi kollvarpa fjárhagslegum samskiptum vegna verkefnisins enda sætu sveitarfélögin þá uppi með útgjaldaauka sem gæti numið allt að 100 milljónum króna á ári. Eitt hið alvarlegasta við ráðgerðar breytingar er að ráðherra barna telur nú að NPA sé ekki hugsað fyrir börn, en gæti mögulega átt við ungmenni. Slíkt er gríðarlega alvarleg ef rétt reynist. Í öllum álitum og umsögnum til velferðarnefndar Alþingis kemur skýrt fram að réttur til NPA á að vera fyrir alla, hvort sem það eru börn, ungmenni eða fullorðið fólk, hafi þeir einstaklingar fengið það mat um þjónustuþörf sem NPA samningar kveða almennt á um. Það er líka alveg skýrt að það er á hendi sveitarfélagsins að veita samninginn og meta aðstæður einstaklinga og forgangsraða þjónustu. Að sjálfur barnamálaráðherra ætli að gera þeim það erfiðara fyrir er skammarlegt og forkastanlegt. Þessi stórfurðulega ákvörðun kemur á sama tíma og innleiðing samnings er í gangi og heildarmat á fyrirkomulaginu. Er þetta skýr stefna ráðherrans sem valið hefur að bera titilinn barnamálaráðherra? Er inntak þess titils þá fyrst og fremst að hann sé ráðherra sumra barna, en ekki allra? Og eru þá öll þau fögru loforð og sú gríðarlega vinna fagfólks og allra þeirra sem koma að börnum með sértækar stuðningsþarfir eitthvert grín? Málið er einfaldlega grafalvarlegt og með miklum ólíkindum að ráðherra fari áfram með þessum hætti. Börn sem kunna að hafa not fyrir NPA samning eru svo sannarlega börn með mikla þjónustuþörf, það blasir við. Þau eru augljóslega allra viðkvæmasti hópurinn sem nýtur þjónustu í gegnum NPA samninga. Ég krefst þess að ráðherra barna svari fyrir þessa ráðagerð. Hugsanlega hefur hann ruglast tímabundið í rýminu og finnur á ný skýra stefnu sína og ríkisstjórnarinnar til hagsbóta fyrir öll börn. Það getur einfaldlega ekki staðist að hann ætli sér að starfa eingöngu í þágu sumra barna. Sara Dögg Svanhildardóttir Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar