Árásin á bænahús gyðinga sögð hægriöfgahryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 15:25 Göt eftir byssukúlur eru sjáanleg á útidyrahurð bænahússins í Halle an der Saale eftir skotárásina á mánudag. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Þýskalands segir að skotárásin við bænahús gyðinga í borginni Halle á mánudag hafi verið hægriöfgahryðjuverk. Vopnaður maður skaut tvo til bana og særði nokkra til viðbótar í árásinni sem virðist hafa verið innblásin af gyðingahatri. Árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, er sagður hafa verið með um fjögur kíló af sprengiefni í bíl sínum. Peter Frank, ríkissaksóknari Þýskalands, segir að maðurinn hafi lagt á ráðin um fjöldamorð. Hann verður ákærður fyrir tvö morð og níu tilraunir til manndráps, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar telja jafnframt að fyrir manninum hafi vakað að hafa áhrif á heimsbyggðina með því að apa eftir fjöldamorðingja sem myrtu á sjötta tug manna í tveimur moskum á Nýja-Sjálandi fyrr á þessu ári. Árásarmaðurinn er sagður hafa streymt beint frá árásinni á bænahúsið líkt og öfgamaðurinn á Nýja-Sjálandi. Myndbandið hefur síðan verið fjarlægt af streymisforritinu Twitch. Maðurinn skaut konu úti á götu og karlmann sem sat á kebabstað í nágrenni bænahússins þegar honum mistókst að komast inn í það. Vitni hafa sagt að maðurinn hafi verið þungvopnaður og frásagnir hafa borist af því að hann hafi reynt að kveikja í sprengiefninu við bænahúsið. Um sextíu manns voru við guðsþjónustu í bænahúsinu í tilefni af Yom Kippur, árlegrar föstu gyðinga. Talsmenn samtaka gyðinga í Þýskalandi hafa deilt hart á lögregluna fyrir að hafa ekki verið með viðbúnað við bænahús vegna hátíðarinnar. Þeir telja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina hefðu lögreglumenn verið staðsettir við bænahúsið. Þýskaland Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40 Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. 9. október 2019 17:29 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Innanríkisráðherra Þýskalands segir að skotárásin við bænahús gyðinga í borginni Halle á mánudag hafi verið hægriöfgahryðjuverk. Vopnaður maður skaut tvo til bana og særði nokkra til viðbótar í árásinni sem virðist hafa verið innblásin af gyðingahatri. Árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, er sagður hafa verið með um fjögur kíló af sprengiefni í bíl sínum. Peter Frank, ríkissaksóknari Þýskalands, segir að maðurinn hafi lagt á ráðin um fjöldamorð. Hann verður ákærður fyrir tvö morð og níu tilraunir til manndráps, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar telja jafnframt að fyrir manninum hafi vakað að hafa áhrif á heimsbyggðina með því að apa eftir fjöldamorðingja sem myrtu á sjötta tug manna í tveimur moskum á Nýja-Sjálandi fyrr á þessu ári. Árásarmaðurinn er sagður hafa streymt beint frá árásinni á bænahúsið líkt og öfgamaðurinn á Nýja-Sjálandi. Myndbandið hefur síðan verið fjarlægt af streymisforritinu Twitch. Maðurinn skaut konu úti á götu og karlmann sem sat á kebabstað í nágrenni bænahússins þegar honum mistókst að komast inn í það. Vitni hafa sagt að maðurinn hafi verið þungvopnaður og frásagnir hafa borist af því að hann hafi reynt að kveikja í sprengiefninu við bænahúsið. Um sextíu manns voru við guðsþjónustu í bænahúsinu í tilefni af Yom Kippur, árlegrar föstu gyðinga. Talsmenn samtaka gyðinga í Þýskalandi hafa deilt hart á lögregluna fyrir að hafa ekki verið með viðbúnað við bænahús vegna hátíðarinnar. Þeir telja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina hefðu lögreglumenn verið staðsettir við bænahúsið.
Þýskaland Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40 Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. 9. október 2019 17:29 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í Halle Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag. 9. október 2019 11:40
Gyðingahatur talið hafa ráðið för í Halle Alríkissaksóknarar hafa tekið yfir rannsókn skotárásar í Halle í Þýskalandi þar sem minnst tveir létu lífið og tveir eru særðir. 9. október 2019 17:29