Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 14:15 Giuliani naut fulltingis Parnas og Fruman við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem hann vildi að fyndu skaðlegar upplýsingar um Joe Biden. AP/Andrew Harnik Bandarísk yfirvöld handtóku í gær tvo bandamenn Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Tvímenningarnir aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta. Mennirnir tveir hafa verið fjárhagslegir styrktaraðilar Repúblikanaflokksins og pólitískra aðgerðanefnda sem tengjast Trump forseta. Wall Street Journal segir að þeir eigi að koma fyrir dómara í Virginíu í dag. Báðir mennirnir eru bandarískir borgarar frá Flórída en fæddust í fyrrum Sovétlýðveldum. Þeir eru sagðir hafa verið til rannsóknar hjá alríkissaksóknara í Manhattan. AP-fréttastofan sagði frá því fyrr í vikunni að þeir Lev Parnas og Igor Fruman hefðu reynt að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki á sama tíma og þeir aðstoðuðu Giuliani við að koma á fundum með úkraínskum embættismönnum til að þrýsta á þá að rannsaka Biden. Giuliani og Trump hafa sakað Biden um spillingu í Úkraínu án sannana. Þeir Parnas og Fruman eru báðir skjólstæðingar Giuliani. Þeir hafa gefið jafnvirði milljóna íslenskra króna í sjóði repúblikana og hópa sem eru hliðhollir Trump. Wall Street Journal segir að ekki liggi fyrir um hvað ákærurnar á hendur þeim snúast nákvæmlega.Washington Post segir að mennirnir séu ákærðir fyrir að leggja á ráðin um að „fara í kringum alríkislög sem banna erlend áhrif með því að eiga í ráðabruggi um að koma erlendum fjármunum til frambjóðenda til alríkis- og ríkisembætta til þess að sakborningarnir gætu mögulega haft áhrif á frambjóðendurna, framboðin og ríkisstjórnir frambjóðendanna“. John Dowd, sem fór fyrir lögfræðingateymi Trump forseta, til vorsins 2018 er lögmaður mannanna. Hann svaraði ekki fyrirspurnum WSJ. Blaðið segir að félagasamtök sem berjast fyrir gegnsæi hafi hvatt Alríkiskjörnefnd Bandaríkjanna (FEC) til að rannsaka hvort Parnas og Fruman hefðu brotið kosningalög þegar þeir notuðu einkahlutafélög til að fela uppruna fjárframlaga þeirra til repúblikana og aðgerðanefnda sem tengjast Trump.Skjáskot af Facebook-færslu Parnas frá því í maí. Á myndina sést hann sjálfur (2.f.h.) með Fruman (lengst til hægri), Donald Trump yngri, syni Trump forseta (lengst til vinstri) og Tommy Hicks yngri, varaformanni landsnefndar Repúblikanaflokksins.Vísir/APNew York Times segir að tveir aðrir menn hafi verið ákærðir með Parnas og Fruman, þeir David Correia og Andrei Kukusjkin. Blaðið segir að þeir Parnas og Kukusjkin séu fæddir í Úkraínu en Fruman hafi fæðst í Hvíta-Rússlandi en síðar orðið bandarískur ríkisborgari. Correia sé fæddur í Bandaríkjunum. Correia hafi verið handtekinn í Kaliforníu í dag en Kukusjkin gangi enn laus. Parnas og Fruman eru sagði stjórnendur orkufyrirtæki á Suður-Flórída sem hafi gefið 325.000 dollara í pólitíska aðgerðanefnd sem styður Trump í fyrra. Giuliani var spurður út í rannsókn á tvímenningum vegna mögulegra kosningalagabrota í síðasta mánuði. „Ég vísaði þeim á sérfræðing í fjármálum stjórnmálaframboða sem leysti þetta eiginlega bara,“ sagði Giuliani þá. Nicholas Fandos, þingfréttaritari New York Times, bendir á að Parnas hafi átt að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í tengslum við samskipti hans við úkraínsk yfirvöld. Fruman hafi átt að koma fyrir nefndina á morgun. Ekki hafi þó verið búist við því að þeir kæmu sjálfviljugir fyrir nefndina sem hafi lagt drög að stefnu á hendur þeim.Parnas was supposed to be headed to Capitol Hill right now for a deposition with House impeachment investigators. Fruman was to be tomorrow.They helped Giuliani on the ground in Ukraine as he tried to gin up inquiries into the Bidens and a conspiracy about the 2016 election https://t.co/6kcE9Eh8d9— Nicholas Fandos (@npfandos) October 10, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Bandarísk yfirvöld handtóku í gær tvo bandamenn Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Tvímenningarnir aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta. Mennirnir tveir hafa verið fjárhagslegir styrktaraðilar Repúblikanaflokksins og pólitískra aðgerðanefnda sem tengjast Trump forseta. Wall Street Journal segir að þeir eigi að koma fyrir dómara í Virginíu í dag. Báðir mennirnir eru bandarískir borgarar frá Flórída en fæddust í fyrrum Sovétlýðveldum. Þeir eru sagðir hafa verið til rannsóknar hjá alríkissaksóknara í Manhattan. AP-fréttastofan sagði frá því fyrr í vikunni að þeir Lev Parnas og Igor Fruman hefðu reynt að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki á sama tíma og þeir aðstoðuðu Giuliani við að koma á fundum með úkraínskum embættismönnum til að þrýsta á þá að rannsaka Biden. Giuliani og Trump hafa sakað Biden um spillingu í Úkraínu án sannana. Þeir Parnas og Fruman eru báðir skjólstæðingar Giuliani. Þeir hafa gefið jafnvirði milljóna íslenskra króna í sjóði repúblikana og hópa sem eru hliðhollir Trump. Wall Street Journal segir að ekki liggi fyrir um hvað ákærurnar á hendur þeim snúast nákvæmlega.Washington Post segir að mennirnir séu ákærðir fyrir að leggja á ráðin um að „fara í kringum alríkislög sem banna erlend áhrif með því að eiga í ráðabruggi um að koma erlendum fjármunum til frambjóðenda til alríkis- og ríkisembætta til þess að sakborningarnir gætu mögulega haft áhrif á frambjóðendurna, framboðin og ríkisstjórnir frambjóðendanna“. John Dowd, sem fór fyrir lögfræðingateymi Trump forseta, til vorsins 2018 er lögmaður mannanna. Hann svaraði ekki fyrirspurnum WSJ. Blaðið segir að félagasamtök sem berjast fyrir gegnsæi hafi hvatt Alríkiskjörnefnd Bandaríkjanna (FEC) til að rannsaka hvort Parnas og Fruman hefðu brotið kosningalög þegar þeir notuðu einkahlutafélög til að fela uppruna fjárframlaga þeirra til repúblikana og aðgerðanefnda sem tengjast Trump.Skjáskot af Facebook-færslu Parnas frá því í maí. Á myndina sést hann sjálfur (2.f.h.) með Fruman (lengst til hægri), Donald Trump yngri, syni Trump forseta (lengst til vinstri) og Tommy Hicks yngri, varaformanni landsnefndar Repúblikanaflokksins.Vísir/APNew York Times segir að tveir aðrir menn hafi verið ákærðir með Parnas og Fruman, þeir David Correia og Andrei Kukusjkin. Blaðið segir að þeir Parnas og Kukusjkin séu fæddir í Úkraínu en Fruman hafi fæðst í Hvíta-Rússlandi en síðar orðið bandarískur ríkisborgari. Correia sé fæddur í Bandaríkjunum. Correia hafi verið handtekinn í Kaliforníu í dag en Kukusjkin gangi enn laus. Parnas og Fruman eru sagði stjórnendur orkufyrirtæki á Suður-Flórída sem hafi gefið 325.000 dollara í pólitíska aðgerðanefnd sem styður Trump í fyrra. Giuliani var spurður út í rannsókn á tvímenningum vegna mögulegra kosningalagabrota í síðasta mánuði. „Ég vísaði þeim á sérfræðing í fjármálum stjórnmálaframboða sem leysti þetta eiginlega bara,“ sagði Giuliani þá. Nicholas Fandos, þingfréttaritari New York Times, bendir á að Parnas hafi átt að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í tengslum við samskipti hans við úkraínsk yfirvöld. Fruman hafi átt að koma fyrir nefndina á morgun. Ekki hafi þó verið búist við því að þeir kæmu sjálfviljugir fyrir nefndina sem hafi lagt drög að stefnu á hendur þeim.Parnas was supposed to be headed to Capitol Hill right now for a deposition with House impeachment investigators. Fruman was to be tomorrow.They helped Giuliani on the ground in Ukraine as he tried to gin up inquiries into the Bidens and a conspiracy about the 2016 election https://t.co/6kcE9Eh8d9— Nicholas Fandos (@npfandos) October 10, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu bar vitni fyrir þingnefnd í dag. Hann segist hafa varað við því að ásakanir gegn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, ættu ekki við rök að styðjast. 3. október 2019 23:45