Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2019 12:48 Pierce Brosnan hefur það huggulegt á rúntinum, ef marka má myndbandið sem hann birti í dag á Instagram. Mynd/Samsett Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur Grindavíkurveg. Áfangastaður leikarans verður þó líklega á endanum Húsavík, þar sem tökur á Eurovision-kvikmynd Will Ferrels hefjast á morgun. Í gær sást til Brosnans á Konsúlat-hótelinu í miðbæ Reykjavíkur. „Á rúntinum á Íslandi að hlusta á Kiasmos,“ skrifar Brosnan við myndbandið, sem sýnir íslenskt landslag þjóta hjá undir ómþýðum tónum. Kiasmos er íslensk-færeysk hljómsveit, skipuð íslenska tónlistarmanninum Ólafi Arnalds og hinum færeyska Janus Rasmussen. View this post on InstagramOn the road in Iceland listening to #Kiasmos A post shared by Pierce Brosnan (@piercebrosnanofficial) on Oct 10, 2019 at 3:35am PDT Tökur á Eurovision-kvikmynd Ferrells munu standa yfir um helgina á Húsavík og því má ætla að Brosnan taki á endanum stefnuna þangað. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings staðfesti í tilkynningu á vef sveitarfélagsins í dag að myndin yrði tekin upp í bænum næstu daga og benti jafnframt á að allar myndatökur á tökustað væru bannaðar. Brosnan mun leika föður karakters Ferrels í myndinni, mann að nafni Erik Eickssong. Sá er sagður eiga að vera „myndarlegasti maður Íslands.“ Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson.Fréttin hefur verið uppfærð. Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Íslandsvinir Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Brosnan mun leika myndarlegasta mann Íslands í Eurovision-myndinni Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. 8. ágúst 2019 09:08 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur Grindavíkurveg. Áfangastaður leikarans verður þó líklega á endanum Húsavík, þar sem tökur á Eurovision-kvikmynd Will Ferrels hefjast á morgun. Í gær sást til Brosnans á Konsúlat-hótelinu í miðbæ Reykjavíkur. „Á rúntinum á Íslandi að hlusta á Kiasmos,“ skrifar Brosnan við myndbandið, sem sýnir íslenskt landslag þjóta hjá undir ómþýðum tónum. Kiasmos er íslensk-færeysk hljómsveit, skipuð íslenska tónlistarmanninum Ólafi Arnalds og hinum færeyska Janus Rasmussen. View this post on InstagramOn the road in Iceland listening to #Kiasmos A post shared by Pierce Brosnan (@piercebrosnanofficial) on Oct 10, 2019 at 3:35am PDT Tökur á Eurovision-kvikmynd Ferrells munu standa yfir um helgina á Húsavík og því má ætla að Brosnan taki á endanum stefnuna þangað. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings staðfesti í tilkynningu á vef sveitarfélagsins í dag að myndin yrði tekin upp í bænum næstu daga og benti jafnframt á að allar myndatökur á tökustað væru bannaðar. Brosnan mun leika föður karakters Ferrels í myndinni, mann að nafni Erik Eickssong. Sá er sagður eiga að vera „myndarlegasti maður Íslands.“ Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Íslandsvinir Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Brosnan mun leika myndarlegasta mann Íslands í Eurovision-myndinni Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. 8. ágúst 2019 09:08 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30
Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00
Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. 8. ágúst 2019 11:30
Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06
Brosnan mun leika myndarlegasta mann Íslands í Eurovision-myndinni Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. 8. ágúst 2019 09:08