Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 12:24 Zelenskíj svaraði spurningum fréttamanna í mathöll í Kænugarði í dag, þar á meðal um samskipti hans og Trump Bandaríkjaforseta. Vísir/EPA Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, fullyrðir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki reynt að beita hann kúgunum í umtöluðu símtali þeirra í júlí. Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka pólitískan andstæðing sinn í símtalinu og Bandaríkjaþing hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum forsetans vegna þess. „Það var engin kúgun. Það var ekki umræðuefni samtals okkar,“ sagði Zelenskíj við fréttamenn í dag. Tilgangur símtalsins hafi verið að koma á fundi þeirra og að hann hafi beðið Hvíta húsið um að breyta orðræðu sinni í garð Úkraínu, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Þrýstingur Trump á Zelenskíj í símtalinu hefur verið settur í samhengi við að bandaríski forsetinn stöðvaði án skýringa hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt skömmu áður. Úkraína reiðir sig meðal annars á stuðning Bandaríkjanna í átökum við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Zelenskíj segir að hann hafi ekki vitað af því að hernaðaraðstoðin hefði verið stöðvuð þegar þeir Trump ræddu saman 25. júlí. Eftir að varnarmálaráðherra hans tjáði honum það síðar hafi hann tekið málið upp við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar þeir hittust í Varsjá í september. Bandaríkjaþing hefur krafið Pence um gögn varðandi þann fund í tengslum við rannsókn þeirra á Trump. Ríkisstjórn Trump afgreiddi aðstoðina við Úkraínu ekki fyrr en í september þegar þingmenn voru byrjaðir að grennslast um hvers vegna hún hefði verið stöðvuð.Segir engin skilyrði hafa verið sett fyrir fundi Staðhæfði Zelenskíj enn fremur að engin skilyrði hefðu verið sett fyrir því að hann fengi fund með Trump, þar á meðal um að úkraínsk yfirvöld rannsökuðu Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs, sem Trump og bandamenn hans hafa sakað um spillingu án sannana. Textaskilaboð sem fóru á milli erindreka Bandaríkjastjórnar í sumar og byrjun hausta benda engu að síður til þess að Trump og bandamenn hans hafi reynt að setja einmitt það sem skilyrði fyrir því að Trump fundaði með Zelenskíj. Skilaboðin urðu opinber eftir að Kurt Volker, fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna átakanna í Úkraínu, afhenti þau þingnefnd á dögunum. Aðalerindreki Bandaríkjanna í Úkraínu lýsti í þeim áhyggjum af því að Bandaríkjastjórn setti rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir hernaðaraðstoð og fundi með Trump. Hvíta húsið birti sjálft samantekt á símtali Trump og Zelenskíj eftir að fréttir bárust af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað formlega undan því að forsetinn hefði mögulega misbeitt valdi sínu í samskiptum sínum við úkraínska starfsbróður hans og að Hvíta húsið hefði reynt að takmarka aðgang að eftirriti símtalsins á óeðlilegan hátt. Sakaði uppljóstrarinn forsetann um að reyna að fá erlenda ríkisstjórn til að skipta sér af bandarískum kosningum. Zelenskíj segist telja að samantekt Hvíta hússins á símtalinu sé í samræmi við eftirrit Úkraínustjórnar. „Ég kannaði það ekki einu sinni en ég held að það passi fullkomlega,“ sagði hann.Trump og Zelenskíj hittust loks á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Úkraínumenn höfðu þá lengi sóst eftir fundi með forsetanum.Vísir/EPASímtalið „sturlað“ Uppljóstrarinn sem kvartaði undan símtali Trump og Zelenskíj byggði kvörtunina á samtölum sem hann hefði átt við embættismenn sem höfðu verið slegnir yfir því sem þar átti sér stað. Síðan þá hefur lögmaður uppljóstrarans sagt að fleiri hafi stigið fram. Embættismaður Hvíta hússins sem uppljóstrarinn segist hafa rætt við á að hafa lýst símtali Trump og Zelenskíj sem „sturluðu“ og að það hafi „algerlega skort innihald sem tengdist þjóðaröryggi“. Uppljóstrarinn segir að embættismaðurinn hafi verið „sjáanlega sleginn“ yfir símtalinu.New York Times segir að í minnisblaði uppljóstrarans komi fram að embættismaður hafi sagt honum að lögfræðingar Hvíta hússins ræddu þegar um hvernig þeir ættu að taka á símtali Trump og Zelenskíj því þeim væri ljóst að forsetinn hefði klárlega framið glæp með því að krefja erlenda ríkisstjórn um að rannsaka bandarískan borgara í því skyni að auka hans eigin líkur á að ná endurkjöri í forsetakosningum á næsta ári. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, fullyrðir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki reynt að beita hann kúgunum í umtöluðu símtali þeirra í júlí. Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka pólitískan andstæðing sinn í símtalinu og Bandaríkjaþing hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum forsetans vegna þess. „Það var engin kúgun. Það var ekki umræðuefni samtals okkar,“ sagði Zelenskíj við fréttamenn í dag. Tilgangur símtalsins hafi verið að koma á fundi þeirra og að hann hafi beðið Hvíta húsið um að breyta orðræðu sinni í garð Úkraínu, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Þrýstingur Trump á Zelenskíj í símtalinu hefur verið settur í samhengi við að bandaríski forsetinn stöðvaði án skýringa hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt skömmu áður. Úkraína reiðir sig meðal annars á stuðning Bandaríkjanna í átökum við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Zelenskíj segir að hann hafi ekki vitað af því að hernaðaraðstoðin hefði verið stöðvuð þegar þeir Trump ræddu saman 25. júlí. Eftir að varnarmálaráðherra hans tjáði honum það síðar hafi hann tekið málið upp við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar þeir hittust í Varsjá í september. Bandaríkjaþing hefur krafið Pence um gögn varðandi þann fund í tengslum við rannsókn þeirra á Trump. Ríkisstjórn Trump afgreiddi aðstoðina við Úkraínu ekki fyrr en í september þegar þingmenn voru byrjaðir að grennslast um hvers vegna hún hefði verið stöðvuð.Segir engin skilyrði hafa verið sett fyrir fundi Staðhæfði Zelenskíj enn fremur að engin skilyrði hefðu verið sett fyrir því að hann fengi fund með Trump, þar á meðal um að úkraínsk yfirvöld rannsökuðu Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs, sem Trump og bandamenn hans hafa sakað um spillingu án sannana. Textaskilaboð sem fóru á milli erindreka Bandaríkjastjórnar í sumar og byrjun hausta benda engu að síður til þess að Trump og bandamenn hans hafi reynt að setja einmitt það sem skilyrði fyrir því að Trump fundaði með Zelenskíj. Skilaboðin urðu opinber eftir að Kurt Volker, fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna átakanna í Úkraínu, afhenti þau þingnefnd á dögunum. Aðalerindreki Bandaríkjanna í Úkraínu lýsti í þeim áhyggjum af því að Bandaríkjastjórn setti rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir hernaðaraðstoð og fundi með Trump. Hvíta húsið birti sjálft samantekt á símtali Trump og Zelenskíj eftir að fréttir bárust af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað formlega undan því að forsetinn hefði mögulega misbeitt valdi sínu í samskiptum sínum við úkraínska starfsbróður hans og að Hvíta húsið hefði reynt að takmarka aðgang að eftirriti símtalsins á óeðlilegan hátt. Sakaði uppljóstrarinn forsetann um að reyna að fá erlenda ríkisstjórn til að skipta sér af bandarískum kosningum. Zelenskíj segist telja að samantekt Hvíta hússins á símtalinu sé í samræmi við eftirrit Úkraínustjórnar. „Ég kannaði það ekki einu sinni en ég held að það passi fullkomlega,“ sagði hann.Trump og Zelenskíj hittust loks á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Úkraínumenn höfðu þá lengi sóst eftir fundi með forsetanum.Vísir/EPASímtalið „sturlað“ Uppljóstrarinn sem kvartaði undan símtali Trump og Zelenskíj byggði kvörtunina á samtölum sem hann hefði átt við embættismenn sem höfðu verið slegnir yfir því sem þar átti sér stað. Síðan þá hefur lögmaður uppljóstrarans sagt að fleiri hafi stigið fram. Embættismaður Hvíta hússins sem uppljóstrarinn segist hafa rætt við á að hafa lýst símtali Trump og Zelenskíj sem „sturluðu“ og að það hafi „algerlega skort innihald sem tengdist þjóðaröryggi“. Uppljóstrarinn segir að embættismaðurinn hafi verið „sjáanlega sleginn“ yfir símtalinu.New York Times segir að í minnisblaði uppljóstrarans komi fram að embættismaður hafi sagt honum að lögfræðingar Hvíta hússins ræddu þegar um hvernig þeir ættu að taka á símtali Trump og Zelenskíj því þeim væri ljóst að forsetinn hefði klárlega framið glæp með því að krefja erlenda ríkisstjórn um að rannsaka bandarískan borgara í því skyni að auka hans eigin líkur á að ná endurkjöri í forsetakosningum á næsta ári.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12
Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30