Öfundsýki eða innblástur? Þitt er valið Friðrik Agni skrifar 10. október 2019 12:06 Af gefnu tilefni og umræðum síðustu daga: Sleppum samanburðinum og eltumst við okkar eigið líf! Ég skoða mikið af svona uppbyggjandi síðum á samfélagsmiðlum ásamt því að vera með Friðrik Agni síðuna og það virðist vera sem að megininntak skilaboða á mörgum innleggjum þessa dagana sé það sama: Afbrýðisemi og samkeppni á milli fólks. Semsagt fjalla þau um að við ættum að hætta að bera okkur saman alltaf hreint og hætta að finna til afbrýðisemi gagnvart hvort öðru. Eitt innleggið var á þennan veg: Þú verður að hunsa það sem allir aðrir eru að gera og áorka. Lífið þitt snýst um að brjóta niður þína eigin veggi og takmarkanir til að geta orðið besta útgáfan af sjálfri/um þér. Þú ert ekki í keppni við neinn. Reyndu að skara fram úr fortíðinni þinni - ekki öðru fólki. - Höf. ókunnugur. Þetta hittir örugglega eitthvað í mark er það ekki? En það er eins og við þurfum stöðugt að minna okkur á að bara vera við. Eitthvað sem ætti að vera svo eðlilegt. Ég hugsa að mörg okkar séum sek um að einblína á hvað aðrir eru að gera í stað þess að setja fókusinn á okkur sjálf. Við lifum fyrir okkur og engan annann. Með því að einblína alltaf á aðra þá erum við líka að stuðla að samkeppni á milli okkar og ýta undir gremju og öfund. Afbrýðisemi er að mínu mati eitruð tilfinning sem þjónar engum tilgangi. Manneskjan sem þú ert að öfunda finnur ekkert fyrir því og er sennilega bara að lifa sínu lífi og þú ert bara að grafa þig í einhverja holu. Og hver vill hanga í einhverri gryfju biturleika einn síns liðs? Ekki ég. Með því að sleppa tökunum á stöðugum samanburði þá erum við um leið að sleppa takinu af þessari afbrýðisemi. Við getum einblínt okkur að okkar eigin markmiðum. Það getur hins vegar stundum reynst erfitt að sleppa tökunum á þessum samanburði og keppni því við erum stöðugt umkringd sigrum og hæfileikum annarra, eins og á samfélagsmiðlum. Það deila flestir sigursögum, smá monti eða ástinni þar. En ekki hvað? Hver nennir að lesa um hve lífið er ömurlegt. Því við vitum það öll að lífið getur verið ömurlegt inn á milli. Við þurfum ekki að vera minna hvort annað á það líka. Þannig þetta er spurning hvernig við bregðumst við. Ég persónulega elska að fylgjast með og umkringja mig duglegu og hæfileikaríku fólki. Mér finnst það hvetjandi. Þegar einhver náinn mér fær frábært tækifæri í einhverju sem hann eða hún hefur unnið lengi að, jafnvel þó ég vilji það sama að þá er það svo ótrúlega góð tilfinning að samgleðjast. Og líka að minna sig á að fyrst þetta gerðist fyrir þessa manneskju þá get ég þetta líka. Nú þarf ég bara að læra, þróa og prófa mig áfram. Við erum öll á okkar eigin tímalínu. MINN TÍMI MUN KOMA sagði ein þekkt Jóhanna einu sinni. Lærum að nota velgengis sögur annarra sem innblástur í stað þess að láta þær brjóta okkur niður. Fyrir um sex árum þá lenti ég akkúrat í svona tímabili þar sem varð einhver vendipunktur. Búinn að ganga í gegnum tíma þar sem mér fannst ekkert ganga og allir í kringum mig að fá einhver geggjuð tækifæri sem mér fannst allt eins að ég ætti skilið. Þessi hugsunarháttur er svo rangur. Eitthvað gerðist og ég fór bara meðvitað að brjóta þessa hugsun niður. Og guð hvað það er og hefur verið frelsandi. Því ég áttaði mig líka á að með velgengni vina minna þá hvatti það mig til að vera enn skipulagðari og veitti innblástur. Með því að styðja við aðra, hoppa um borð í þeirra gleðivagn og fagna þeirra sigrum fóru mín eigin hjól að snúast. Ég fann fyrir aukinni einbeitingu á að gera mína hluti vel og eina samkeppnin sem ég á í er við sjálfan mig. Og það er allt í lagi því það heldur mér á tánum og skipulögðum gagnvart mínum markmiðum. Sleppum tökunum á samanburðinum, afbrýðiseminni og gremjunni og finnum kraftinn í okkar eigin lífi. Breytum öfund í innblástur. Því við komumst ekkert áfram á því græna skýi. Ástin yfir og út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Tengdar fréttir Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08 Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Af gefnu tilefni og umræðum síðustu daga: Sleppum samanburðinum og eltumst við okkar eigið líf! Ég skoða mikið af svona uppbyggjandi síðum á samfélagsmiðlum ásamt því að vera með Friðrik Agni síðuna og það virðist vera sem að megininntak skilaboða á mörgum innleggjum þessa dagana sé það sama: Afbrýðisemi og samkeppni á milli fólks. Semsagt fjalla þau um að við ættum að hætta að bera okkur saman alltaf hreint og hætta að finna til afbrýðisemi gagnvart hvort öðru. Eitt innleggið var á þennan veg: Þú verður að hunsa það sem allir aðrir eru að gera og áorka. Lífið þitt snýst um að brjóta niður þína eigin veggi og takmarkanir til að geta orðið besta útgáfan af sjálfri/um þér. Þú ert ekki í keppni við neinn. Reyndu að skara fram úr fortíðinni þinni - ekki öðru fólki. - Höf. ókunnugur. Þetta hittir örugglega eitthvað í mark er það ekki? En það er eins og við þurfum stöðugt að minna okkur á að bara vera við. Eitthvað sem ætti að vera svo eðlilegt. Ég hugsa að mörg okkar séum sek um að einblína á hvað aðrir eru að gera í stað þess að setja fókusinn á okkur sjálf. Við lifum fyrir okkur og engan annann. Með því að einblína alltaf á aðra þá erum við líka að stuðla að samkeppni á milli okkar og ýta undir gremju og öfund. Afbrýðisemi er að mínu mati eitruð tilfinning sem þjónar engum tilgangi. Manneskjan sem þú ert að öfunda finnur ekkert fyrir því og er sennilega bara að lifa sínu lífi og þú ert bara að grafa þig í einhverja holu. Og hver vill hanga í einhverri gryfju biturleika einn síns liðs? Ekki ég. Með því að sleppa tökunum á stöðugum samanburði þá erum við um leið að sleppa takinu af þessari afbrýðisemi. Við getum einblínt okkur að okkar eigin markmiðum. Það getur hins vegar stundum reynst erfitt að sleppa tökunum á þessum samanburði og keppni því við erum stöðugt umkringd sigrum og hæfileikum annarra, eins og á samfélagsmiðlum. Það deila flestir sigursögum, smá monti eða ástinni þar. En ekki hvað? Hver nennir að lesa um hve lífið er ömurlegt. Því við vitum það öll að lífið getur verið ömurlegt inn á milli. Við þurfum ekki að vera minna hvort annað á það líka. Þannig þetta er spurning hvernig við bregðumst við. Ég persónulega elska að fylgjast með og umkringja mig duglegu og hæfileikaríku fólki. Mér finnst það hvetjandi. Þegar einhver náinn mér fær frábært tækifæri í einhverju sem hann eða hún hefur unnið lengi að, jafnvel þó ég vilji það sama að þá er það svo ótrúlega góð tilfinning að samgleðjast. Og líka að minna sig á að fyrst þetta gerðist fyrir þessa manneskju þá get ég þetta líka. Nú þarf ég bara að læra, þróa og prófa mig áfram. Við erum öll á okkar eigin tímalínu. MINN TÍMI MUN KOMA sagði ein þekkt Jóhanna einu sinni. Lærum að nota velgengis sögur annarra sem innblástur í stað þess að láta þær brjóta okkur niður. Fyrir um sex árum þá lenti ég akkúrat í svona tímabili þar sem varð einhver vendipunktur. Búinn að ganga í gegnum tíma þar sem mér fannst ekkert ganga og allir í kringum mig að fá einhver geggjuð tækifæri sem mér fannst allt eins að ég ætti skilið. Þessi hugsunarháttur er svo rangur. Eitthvað gerðist og ég fór bara meðvitað að brjóta þessa hugsun niður. Og guð hvað það er og hefur verið frelsandi. Því ég áttaði mig líka á að með velgengni vina minna þá hvatti það mig til að vera enn skipulagðari og veitti innblástur. Með því að styðja við aðra, hoppa um borð í þeirra gleðivagn og fagna þeirra sigrum fóru mín eigin hjól að snúast. Ég fann fyrir aukinni einbeitingu á að gera mína hluti vel og eina samkeppnin sem ég á í er við sjálfan mig. Og það er allt í lagi því það heldur mér á tánum og skipulögðum gagnvart mínum markmiðum. Sleppum tökunum á samanburðinum, afbrýðiseminni og gremjunni og finnum kraftinn í okkar eigin lífi. Breytum öfund í innblástur. Því við komumst ekkert áfram á því græna skýi. Ástin yfir og út.
Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar