Viltu nýja stjórnarskrá eða þá gömlu? Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 10. október 2019 09:37 Nú er ég einn af þeim sem er mjög ósáttur við að þingið hafi ekki klárað stjórnarskrármálið á sínum tíma og að við séum ekki komin með nýja stjórnarskrá í dag. Ég hefði líka kosið að það opna ferli sem núna hefur verið sett af stað snerist um að endurbæta nýju stjórnarskrána fremur en þá gömlu. Þannig að ég skil pirringinn gagnvart stöðunni. En svona er staðan í dag. Sú gamla er enn í gildi og það er ekki að fara að breytast í bráð. Að minnsta kosti ekki á meðan það er ekki meirihluti á Alþingi fyrir að innleiða nýju stjórnarskrána. Nú er forsætisráðherrann okkar búin að leggja gífurlega vinnu í þennan málaflokk, þegar hún hefði getað látið þetta liggja ofan í skúffu eins og þær stjórnir sem hafa verið við völd síðan við vorum síðast í ríkisstjórn. Enda er vinna að nýrri stjórnarskrá áríðandi verkefni í hugum Vinstri grænna. Nýja stjórnarskráin væri einfaldlega ekki til ef ekki hefði verið fyrir þá vinnu sem átti sér stað í stjórnartíð Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og vilja þeirra til þess að láta almenningi í té tækifæri til þess að skapa sér sína eigin stjórnarskrá. Forsætisráðuneytið hefur sett á fót samráðsvef um stjórnarskrána í samráði við Íbúa ses. og rannsóknarhóp öndvegisverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands. Þegar við blasir að nýrri stjórnarskrá verður ekki komið í gegn á núverandi þingi, þá er þeim mun mikilvægara að berjast fyrir þeim aðkallandi breytingum sem þarf að gera á gömlu stjórnarskránni. Nú höfum við þessa opnu gátt, til að setja fram hugmyndir, ræða þær og mæla með og á móti. Þarna er búið að leggja margt inn og ræða. Auðlindaákvæði og náttúruvernd, breytingar á breytingarákvæði stjórnarskrár, umræða um stöðu forsetaembættisins (meðal annars aldursákvæðið) og kjördæmaskipan. Því meiri umræða og gagnrýni sem fram fer á þessum vef, því meiri vigt hefur þetta ferli. Það á eftir að skila sér í vinnunni sem er framundan en hefur líka þau áhrif að ýta við stjórnvöldum til að nota aðferðir sem þessar til þess að ná til almennings, sérstaklega í málum er varða okkur öll. Tökum þátt, hvort sem það felst í að leggja orð í belg eða látum duga að kjósa upp það sem okkur hugnast og niður það sem okkur líst alls ekki á! Samráðsvefinn finnið þið hérVefurinn er virkur til 20. október.Höfundur er ritari Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Stjórnarskrá Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú er ég einn af þeim sem er mjög ósáttur við að þingið hafi ekki klárað stjórnarskrármálið á sínum tíma og að við séum ekki komin með nýja stjórnarskrá í dag. Ég hefði líka kosið að það opna ferli sem núna hefur verið sett af stað snerist um að endurbæta nýju stjórnarskrána fremur en þá gömlu. Þannig að ég skil pirringinn gagnvart stöðunni. En svona er staðan í dag. Sú gamla er enn í gildi og það er ekki að fara að breytast í bráð. Að minnsta kosti ekki á meðan það er ekki meirihluti á Alþingi fyrir að innleiða nýju stjórnarskrána. Nú er forsætisráðherrann okkar búin að leggja gífurlega vinnu í þennan málaflokk, þegar hún hefði getað látið þetta liggja ofan í skúffu eins og þær stjórnir sem hafa verið við völd síðan við vorum síðast í ríkisstjórn. Enda er vinna að nýrri stjórnarskrá áríðandi verkefni í hugum Vinstri grænna. Nýja stjórnarskráin væri einfaldlega ekki til ef ekki hefði verið fyrir þá vinnu sem átti sér stað í stjórnartíð Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og vilja þeirra til þess að láta almenningi í té tækifæri til þess að skapa sér sína eigin stjórnarskrá. Forsætisráðuneytið hefur sett á fót samráðsvef um stjórnarskrána í samráði við Íbúa ses. og rannsóknarhóp öndvegisverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands. Þegar við blasir að nýrri stjórnarskrá verður ekki komið í gegn á núverandi þingi, þá er þeim mun mikilvægara að berjast fyrir þeim aðkallandi breytingum sem þarf að gera á gömlu stjórnarskránni. Nú höfum við þessa opnu gátt, til að setja fram hugmyndir, ræða þær og mæla með og á móti. Þarna er búið að leggja margt inn og ræða. Auðlindaákvæði og náttúruvernd, breytingar á breytingarákvæði stjórnarskrár, umræða um stöðu forsetaembættisins (meðal annars aldursákvæðið) og kjördæmaskipan. Því meiri umræða og gagnrýni sem fram fer á þessum vef, því meiri vigt hefur þetta ferli. Það á eftir að skila sér í vinnunni sem er framundan en hefur líka þau áhrif að ýta við stjórnvöldum til að nota aðferðir sem þessar til þess að ná til almennings, sérstaklega í málum er varða okkur öll. Tökum þátt, hvort sem það felst í að leggja orð í belg eða látum duga að kjósa upp það sem okkur hugnast og niður það sem okkur líst alls ekki á! Samráðsvefinn finnið þið hérVefurinn er virkur til 20. október.Höfundur er ritari Vinstri grænna í Reykjavík.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun