Valdefling á tímum hamfarahlýnunar Katrín Magnúsdóttir skrifar 10. október 2019 07:30 No one is too small to make a difference er heiti bókar sem inniheldur samansafn af ræðum Gretu Thunberg sem hefur vakið mikla athygli undanfarið. Titill bókarinnar inniheldur brýn skilaboð: Ekkert okkar er of lítið til að hafa áhrif. Áreitið er mikið í samfélaginu í dag og á okkur dynja upplýsingar úr öllum áttum. Umhverfismál hvers konar, s.s. hamfarahlýnun, eru áberandi í allri umræðu. Um raunverulegar ógnir er að ræða og því brýnt að grípa í taumana eigi að takast að sporna við þessari þróun. Það getur hins vegar verið flókið fyrir börn og ungmenni að henda reiður á öllum þessum upplýsingum. Hvað þýðir þetta allt og verða af leiðingarnar raunverulega eins slæmar og talað er um? Það er auðvelt að fyllast kvíða og vonleysi yfir framtíðinni við þessar aðstæður og finnast maður lítils megnugur. Valdefling og nemendalýðræði eru lykilþættir í alþjóðlega verkefninu Skólum á grænni grein (Grænfánaverkefninu) sem er fyrir nemendur á öllum skólastigum. Landvernd hefur rekið verkefnið hér á landi frá árinu 2001 og taka nú um 200 íslenskir skólar þátt. Skólar á grænni grein starfa eftir hugmyndafræði sjálfbærnimenntunar og hefur verið lýst af Sameinuðu þjóðunum sem einu helsta innleiðingartæki sjálfbærnimenntunar í heiminum í dag. Í Skólum á grænni grein eru nemendur því hluti af umhverfisnefnd skólans, sjá um að meta stöðu umhverfismála og setja skólanum markmið til að bæta það sem þeim þykir brýnast. Þeir fylgja markmiðunum eftir með hjálp samnemenda og starfsmanna skólans og helst með þátttöku nærsamfélagsins. Auk þess fá allir nemendur skólans fræðslu um þau þemu eða markmið sem tekin eru fyrir hverju sinni. Nemendur eru þannig virkjaðir til áhrifa innan síns skóla og nærsamfélags og er lýðræðislegum aðferðum beitt til að sem flestir komi að borðinu. Þannig er nemendum kennt að þeir geti beitt áhrifum sínum til að stuðla að breytingum í sínu nærumhverfi. Ekkert okkar er of lítið til að hafa áhrif eru því orð sem eiga vel við í allri umhverfisumræðu – við getum öll haft áhrif!Höfundur er verkefnisstjóri Skólar á grænni grein / Grænfáninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
No one is too small to make a difference er heiti bókar sem inniheldur samansafn af ræðum Gretu Thunberg sem hefur vakið mikla athygli undanfarið. Titill bókarinnar inniheldur brýn skilaboð: Ekkert okkar er of lítið til að hafa áhrif. Áreitið er mikið í samfélaginu í dag og á okkur dynja upplýsingar úr öllum áttum. Umhverfismál hvers konar, s.s. hamfarahlýnun, eru áberandi í allri umræðu. Um raunverulegar ógnir er að ræða og því brýnt að grípa í taumana eigi að takast að sporna við þessari þróun. Það getur hins vegar verið flókið fyrir börn og ungmenni að henda reiður á öllum þessum upplýsingum. Hvað þýðir þetta allt og verða af leiðingarnar raunverulega eins slæmar og talað er um? Það er auðvelt að fyllast kvíða og vonleysi yfir framtíðinni við þessar aðstæður og finnast maður lítils megnugur. Valdefling og nemendalýðræði eru lykilþættir í alþjóðlega verkefninu Skólum á grænni grein (Grænfánaverkefninu) sem er fyrir nemendur á öllum skólastigum. Landvernd hefur rekið verkefnið hér á landi frá árinu 2001 og taka nú um 200 íslenskir skólar þátt. Skólar á grænni grein starfa eftir hugmyndafræði sjálfbærnimenntunar og hefur verið lýst af Sameinuðu þjóðunum sem einu helsta innleiðingartæki sjálfbærnimenntunar í heiminum í dag. Í Skólum á grænni grein eru nemendur því hluti af umhverfisnefnd skólans, sjá um að meta stöðu umhverfismála og setja skólanum markmið til að bæta það sem þeim þykir brýnast. Þeir fylgja markmiðunum eftir með hjálp samnemenda og starfsmanna skólans og helst með þátttöku nærsamfélagsins. Auk þess fá allir nemendur skólans fræðslu um þau þemu eða markmið sem tekin eru fyrir hverju sinni. Nemendur eru þannig virkjaðir til áhrifa innan síns skóla og nærsamfélags og er lýðræðislegum aðferðum beitt til að sem flestir komi að borðinu. Þannig er nemendum kennt að þeir geti beitt áhrifum sínum til að stuðla að breytingum í sínu nærumhverfi. Ekkert okkar er of lítið til að hafa áhrif eru því orð sem eiga vel við í allri umhverfisumræðu – við getum öll haft áhrif!Höfundur er verkefnisstjóri Skólar á grænni grein / Grænfáninn.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar