Aufúsugestir að austan Arnar Steinn Þorsteinsson skrifar 30. október 2019 10:00 Ég stundaði nám við Zhongshan Háskóla í Guangzhou í Kína á árunum 2001 til 2006. Þegar heim kom til Íslands haustið 2006 hóf ég störf í ferðaþjónustu, með áherslu á komu kínverskra og asískra ferðamanna til landins og hef starfað í ferðaþjónustunni meira og minna allar götur síðan. Námsárin í Kína voru hreint út sagt ótrúlegur tími. Þegar ég flutti út 23 ára að aldri, kunni ég aðeins tvö orð í kínversku: „ni hao” – góðan daginn, og „bingdao” – Ísland. Ég varð þó ekki fyrir miklu menningarsjokki, enda forvitinn að eðlisfari og með mikla aðlögunarhæfni. Ég var því fljótur að drekka í mig allt sem fyrir augu og eyru bar og tileinka mér lifnaðarhætti og þau lífsviðhorf sem innfæddir höfðu í hávegum á þeim tíma. Þessi ár mótuðu mig sem einstakling og fengu mig til að meta lífið að mörgu leyti upp á nýtt, sérstaklega hvað varðaði fast mótaðar hugmyndir um samskipti, virðingu gagnvart öðru fólki, menningarheimum og lífsgildi. Eitt af því sem snerti mig hvað dýpst var sú virðing sem borin er fyrir eldra fólki í Kína og hversu mikilvægan sess fjölskyldan skipar í lífi fólks. Í Kína er ekki óalgengt að þrjár kynslóðir búi saman undir einu þaki og með því myndast djúp tengsl milli barna á heimilum og ömmum og öfum sem iðulega eyða mun meiri tíma með þeim heldur en foreldarnir, sem oft vinna langa og stranga vinnudaga.Við árbakkann í Shanghai með skýjakljúfana í baksýn.Öll þessi reynsla gerði mig að mörgu leyti vel í stakk búinn að hefja störf í íslenskri ferðaþjónustu sem var þá að taka sín fyrstu skref inn á Asíumarkað og skorti tilfinnanlega þekkingu á þessum mörkuðum. Fyrstu árin sem ég starfaði við að selja og markaðssetja ferðir til Íslands fyrir kínverska ferðamenn var heildarfjöldi ferðamanna til Íslands á bilinu 400 – 500.000 á ári, og þar af ekki nema tæplega 10.000 kínverskir ferðamenn. Reyndar voru þeir sennilega mun færri, þar sem inni í þessum tölum voru líka kínverskir verkamenn sem komu til landsins vegna Kárahnjúkavirkjunar og byggingu Hörpunnar. En með árunum hefur komum kínverskra ferðamanna til landsins fjölgað jafnt og þétt og er nú svo komið að kínverskir ferðamann eru sjötti stærsti hópurinn sem sækir Ísland heim. Það sem af er þessu ári hefur þeim m.a.s. fjölgað um 12% milli ára, á meðan að fjöldi ferðamanna frá Bandaríkjunum hefur dregist saman um 30% á sama tímabili. Í mínum huga er enginn vafi að kínverskum ferðamönnum á Íslandi muni halda áfram að fjölga á komandi árum, enda er Ísland mjög áhugaverður áfangastaður fyrir svo margar sakir. Kínverjar eru að mörgu leyti virkilega góðir ferðamenn fyrir Ísland. Þeir koma ekki bara á sumrin, heldur dreifast komur þeirra yfir allt árið. Kínverskir ferðamenn sem hingað koma eru iðulega vel efnaðir og eyða hlutfallslega meira heldur en flestir aðrir ferðamenn sem heimsækja Ísland. Þá er samsetning kínverska ferðamanna í dag mjög athyglisverð. Þegar horft er til baka, þá voru fyrstu kínversku hóparnir sem heimsóttu Ísland iðulega opinberir starfsmenn sem komu í tækniheimsóknir. Svo þegar Ísland fékk svokallað ADS (Approved Destination Status) frá Kína, þá máttu venjulegir ferðamannahópar byrja að heimsækja Ísland. Þá fórum við að sjá stærri hópa í hringferðum um landið á sumrin og í styttri ferðum á veturna, einkum á suðvesturhorninu og á suðurlandi. En á síðustu árum hefur aukningin frá Kína helst verið sjálfstæðari ferðamenn sem bóka sínar ferðir sjálfir, bóka gistingu og bílaleigubíla og ferðast á eigin vegum um landið. Er þar yfirleitt um efnameira og ferðavanara fólk frá stórborgum Kína að ræða sem þykir í dag ekkert tiltökumál að koma til Íslands um hávetur, leigja sér góðan fjórhjóladrifinn jeppa og leggja á vit ævintýranna. Þá er einnig athyglisvert að í þessum hóp kínverska ferðamanna eru konur í töluverðum meirihluta! Vissulega hefur þessari aukningu fylgt ákveðinn núningur og jafnvel pirringur í íslenskri ferðaþjónustu. Kínverski menningarheimurinn er að mörgu leyti ólíkur okkar heimi og það er oft mikill munur á því hvernig fólk kemur fram, á hverju það á von, hvers konar þjónustu það fær og hvernig fólk leysir úr ágreiningsmálum. Kínverjar eru vanir því að ferðast í heimalandi sínu og í Suðaustur-Asíu hvar verðlag er lágt og þjónustustig að sama skapi mjög hátt. Á Íslandi er þessu ansi oft öfugt farið: verð eru mjög há og þjónustustig oft í lægri kantinum. Þessu átta Íslendingar sig oft ekki á og telja sig auðvitað vera að gera mjög vel við sína gesti, en staðreyndin er einfaldlega sú að Kínverjar eru ef til vill að greiða meira fyrir bændagistingu á Íslandi heldur en fyrir 5 stjörnu hótel í stórborg í Asíu. Hins vegar held ég að þessi núningur, sem oft byggist á misskilningi og ákveðnu þekkingar- og reynsluleysi í samskiptum við Kínverja, muni smám saman hverfa. Bæði eru kínverskir ferðamenn í dag orðnir mun ferðavanari og sýna aukna aðlögunarhæfni í framandi löndum, og þá hefur íslenska ferðaþjónustan sýnt áhuga á að læra meira um þessa verðmætu gesti. Það hefur hún gert með því að sækja viðburði og náms skeið sem haldin eru regulega gagngert til þess að fræða ferðaþjónustuna um kínverska ferðamenn og hvernig betur megi þjónusta þá. Þetta er gífurlega mikilvægt, því að samkvæmt könnunum sem gerðar voru árið 2018 kom fram að meirihluti kínverskra ferðamanna sem höfðu ferðast um á Vesturlöndum upplifðu sig sem annars flokks ferðamenn, að ekki væri komið eins fram við þá og aðra ferðamenn. Viðhorf okkar, viðmót og viðleitni í ferðaþjónustunni skipta gríðarlegu máli í samskiptum Íslands og Kína, því við erum öll að vissu leyti fulltrúar Íslands, andlit lands og þjóðar út á við og það er augljóst að áframhaldandi vöxtur kínverska ferðamanna til Íslands verður sífellt mikilvægari, ekki síst nú þegar samdráttur hefur orðið í greininni.Höfundur er með BA gráðu í kínversku og kínverskum fræðum og er sölustjóri Nonni Travel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Kína Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Ég stundaði nám við Zhongshan Háskóla í Guangzhou í Kína á árunum 2001 til 2006. Þegar heim kom til Íslands haustið 2006 hóf ég störf í ferðaþjónustu, með áherslu á komu kínverskra og asískra ferðamanna til landins og hef starfað í ferðaþjónustunni meira og minna allar götur síðan. Námsárin í Kína voru hreint út sagt ótrúlegur tími. Þegar ég flutti út 23 ára að aldri, kunni ég aðeins tvö orð í kínversku: „ni hao” – góðan daginn, og „bingdao” – Ísland. Ég varð þó ekki fyrir miklu menningarsjokki, enda forvitinn að eðlisfari og með mikla aðlögunarhæfni. Ég var því fljótur að drekka í mig allt sem fyrir augu og eyru bar og tileinka mér lifnaðarhætti og þau lífsviðhorf sem innfæddir höfðu í hávegum á þeim tíma. Þessi ár mótuðu mig sem einstakling og fengu mig til að meta lífið að mörgu leyti upp á nýtt, sérstaklega hvað varðaði fast mótaðar hugmyndir um samskipti, virðingu gagnvart öðru fólki, menningarheimum og lífsgildi. Eitt af því sem snerti mig hvað dýpst var sú virðing sem borin er fyrir eldra fólki í Kína og hversu mikilvægan sess fjölskyldan skipar í lífi fólks. Í Kína er ekki óalgengt að þrjár kynslóðir búi saman undir einu þaki og með því myndast djúp tengsl milli barna á heimilum og ömmum og öfum sem iðulega eyða mun meiri tíma með þeim heldur en foreldarnir, sem oft vinna langa og stranga vinnudaga.Við árbakkann í Shanghai með skýjakljúfana í baksýn.Öll þessi reynsla gerði mig að mörgu leyti vel í stakk búinn að hefja störf í íslenskri ferðaþjónustu sem var þá að taka sín fyrstu skref inn á Asíumarkað og skorti tilfinnanlega þekkingu á þessum mörkuðum. Fyrstu árin sem ég starfaði við að selja og markaðssetja ferðir til Íslands fyrir kínverska ferðamenn var heildarfjöldi ferðamanna til Íslands á bilinu 400 – 500.000 á ári, og þar af ekki nema tæplega 10.000 kínverskir ferðamenn. Reyndar voru þeir sennilega mun færri, þar sem inni í þessum tölum voru líka kínverskir verkamenn sem komu til landsins vegna Kárahnjúkavirkjunar og byggingu Hörpunnar. En með árunum hefur komum kínverskra ferðamanna til landsins fjölgað jafnt og þétt og er nú svo komið að kínverskir ferðamann eru sjötti stærsti hópurinn sem sækir Ísland heim. Það sem af er þessu ári hefur þeim m.a.s. fjölgað um 12% milli ára, á meðan að fjöldi ferðamanna frá Bandaríkjunum hefur dregist saman um 30% á sama tímabili. Í mínum huga er enginn vafi að kínverskum ferðamönnum á Íslandi muni halda áfram að fjölga á komandi árum, enda er Ísland mjög áhugaverður áfangastaður fyrir svo margar sakir. Kínverjar eru að mörgu leyti virkilega góðir ferðamenn fyrir Ísland. Þeir koma ekki bara á sumrin, heldur dreifast komur þeirra yfir allt árið. Kínverskir ferðamenn sem hingað koma eru iðulega vel efnaðir og eyða hlutfallslega meira heldur en flestir aðrir ferðamenn sem heimsækja Ísland. Þá er samsetning kínverska ferðamanna í dag mjög athyglisverð. Þegar horft er til baka, þá voru fyrstu kínversku hóparnir sem heimsóttu Ísland iðulega opinberir starfsmenn sem komu í tækniheimsóknir. Svo þegar Ísland fékk svokallað ADS (Approved Destination Status) frá Kína, þá máttu venjulegir ferðamannahópar byrja að heimsækja Ísland. Þá fórum við að sjá stærri hópa í hringferðum um landið á sumrin og í styttri ferðum á veturna, einkum á suðvesturhorninu og á suðurlandi. En á síðustu árum hefur aukningin frá Kína helst verið sjálfstæðari ferðamenn sem bóka sínar ferðir sjálfir, bóka gistingu og bílaleigubíla og ferðast á eigin vegum um landið. Er þar yfirleitt um efnameira og ferðavanara fólk frá stórborgum Kína að ræða sem þykir í dag ekkert tiltökumál að koma til Íslands um hávetur, leigja sér góðan fjórhjóladrifinn jeppa og leggja á vit ævintýranna. Þá er einnig athyglisvert að í þessum hóp kínverska ferðamanna eru konur í töluverðum meirihluta! Vissulega hefur þessari aukningu fylgt ákveðinn núningur og jafnvel pirringur í íslenskri ferðaþjónustu. Kínverski menningarheimurinn er að mörgu leyti ólíkur okkar heimi og það er oft mikill munur á því hvernig fólk kemur fram, á hverju það á von, hvers konar þjónustu það fær og hvernig fólk leysir úr ágreiningsmálum. Kínverjar eru vanir því að ferðast í heimalandi sínu og í Suðaustur-Asíu hvar verðlag er lágt og þjónustustig að sama skapi mjög hátt. Á Íslandi er þessu ansi oft öfugt farið: verð eru mjög há og þjónustustig oft í lægri kantinum. Þessu átta Íslendingar sig oft ekki á og telja sig auðvitað vera að gera mjög vel við sína gesti, en staðreyndin er einfaldlega sú að Kínverjar eru ef til vill að greiða meira fyrir bændagistingu á Íslandi heldur en fyrir 5 stjörnu hótel í stórborg í Asíu. Hins vegar held ég að þessi núningur, sem oft byggist á misskilningi og ákveðnu þekkingar- og reynsluleysi í samskiptum við Kínverja, muni smám saman hverfa. Bæði eru kínverskir ferðamenn í dag orðnir mun ferðavanari og sýna aukna aðlögunarhæfni í framandi löndum, og þá hefur íslenska ferðaþjónustan sýnt áhuga á að læra meira um þessa verðmætu gesti. Það hefur hún gert með því að sækja viðburði og náms skeið sem haldin eru regulega gagngert til þess að fræða ferðaþjónustuna um kínverska ferðamenn og hvernig betur megi þjónusta þá. Þetta er gífurlega mikilvægt, því að samkvæmt könnunum sem gerðar voru árið 2018 kom fram að meirihluti kínverskra ferðamanna sem höfðu ferðast um á Vesturlöndum upplifðu sig sem annars flokks ferðamenn, að ekki væri komið eins fram við þá og aðra ferðamenn. Viðhorf okkar, viðmót og viðleitni í ferðaþjónustunni skipta gríðarlegu máli í samskiptum Íslands og Kína, því við erum öll að vissu leyti fulltrúar Íslands, andlit lands og þjóðar út á við og það er augljóst að áframhaldandi vöxtur kínverska ferðamanna til Íslands verður sífellt mikilvægari, ekki síst nú þegar samdráttur hefur orðið í greininni.Höfundur er með BA gráðu í kínversku og kínverskum fræðum og er sölustjóri Nonni Travel.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun