Landsliðshlutabréfin hækkuðu hjá þessum sex um helgina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2019 11:30 Kári Kristján átti eftirminnilega endurkomu í landsliðið um helgina. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti því sænska í tveimur vináttulandsleikjum í Svíþjóð um helgina.Ísland vann fyrri leikinn í Kristianstad, 26-27, en tapaði þeim seinni í Karlskrona, 35-31. Sterka leikmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsson, Arnór Þór Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson vantaði í íslenska liðið í leikjunum tveimur og því fengu aðrir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Framundan er Evrópumótið í Austurríki, Noregi og Svíþjóð og nokkrir leikmenn bönkuðu fastar en aðrir á landsliðsdyrnar um helgina og juku möguleika sína á að komast í EM-hópinn. Landsliðshlutabréf eftirtalinna sex leikmanna hækkuðu eftir leikina gegn Svíþjóð:Kári Kristján Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki í tæp tvö ár. Guðmundur óskaði eftir meiri sóknarþunga á línunni og Kári kom með hann. Eyjamaðurinn skoraði samtals sjö mörk í leikjunum tveimur og var sérstaklega öflugur í þeim fyrri. Miðað við frammistöðuna gegn Svíum er líklegt að Kári fari með á EM.Haukur Þrastarson Selfyssingurinn var frábær í leikjunum tveimur og nýtti sitt tækifæri vel. Stýrði spilinu af öryggi og var ógnandi. Skoraði sex mörk úr sjö skotum. Hlýtur að vera í EM-hópnum.Sveinn Jóhannsson Spilaði nánast allan tímann í miðri vörninni í báðum leikjunum. Var frábær í fyrri leiknum en átti í erfiðleikum í þeim seinni. Jók samt möguleika sína á að fara með á EM með frammistöðunni um helgina.Viggó Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki um helgina en spilaði ekki eins og nýliði. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu í fyrri leiknum og fékk brottvísun en lék vel eftir það. Afar vel spilandi og skynsamur leikmaður sem getur spilað vörn. Gæti komist í EM-hópinn, sérstaklega ef Ómar Ingi Magnússon verður lengur frá.Gísli Þorgeir Kristjánsson Lék ekkert í fyrri leiknum en átti frábæra innkomu í þann seinni. Er farinn að geta skotið á markið og nýtti fyrstu þrjú skotin sín. Gaf nokkuð eftir í seinni hálfleik í seinni leiknum enda kannski ekki í mikilli leikæfingu.Viktor Gísli Hallgrímsson Var fínn í fyrri hálfleik í fyrri leiknum. Varði vel í fyrri hálfleiknum og kom svo inn á undir lokin og varði síðustu tvö skot Svía. Var í fullt af skotum en vantaði stundum herslumuninn. Náði sér ekki á strik í seinni leiknum enda fékk hann oft erfið skot á sig úr góðum færum. Guðmundur getur heilt yfir verið ánægður með leikina tvo og ekki er hægt að segja að neinn leikmaður hafi beint spilað sig út úr landsliðsmyndinni. Aron Pálmarsson, Ólafur Guðmundsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Ýmir Örn Gíslason og Sigvaldi Guðjónsson verða alltaf í EM-hópnum og Teitur Örn Einarsson og Ágúst Elí Björgvinsson fara að öllum líkindum með til Malmö þar sem riðill Íslands á EM verður leikinn. Íslendingar eru í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússum og Ungverjum. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Danmörku 11. janúar. EM 2020 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45 Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti því sænska í tveimur vináttulandsleikjum í Svíþjóð um helgina.Ísland vann fyrri leikinn í Kristianstad, 26-27, en tapaði þeim seinni í Karlskrona, 35-31. Sterka leikmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsson, Arnór Þór Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson vantaði í íslenska liðið í leikjunum tveimur og því fengu aðrir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Framundan er Evrópumótið í Austurríki, Noregi og Svíþjóð og nokkrir leikmenn bönkuðu fastar en aðrir á landsliðsdyrnar um helgina og juku möguleika sína á að komast í EM-hópinn. Landsliðshlutabréf eftirtalinna sex leikmanna hækkuðu eftir leikina gegn Svíþjóð:Kári Kristján Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki í tæp tvö ár. Guðmundur óskaði eftir meiri sóknarþunga á línunni og Kári kom með hann. Eyjamaðurinn skoraði samtals sjö mörk í leikjunum tveimur og var sérstaklega öflugur í þeim fyrri. Miðað við frammistöðuna gegn Svíum er líklegt að Kári fari með á EM.Haukur Þrastarson Selfyssingurinn var frábær í leikjunum tveimur og nýtti sitt tækifæri vel. Stýrði spilinu af öryggi og var ógnandi. Skoraði sex mörk úr sjö skotum. Hlýtur að vera í EM-hópnum.Sveinn Jóhannsson Spilaði nánast allan tímann í miðri vörninni í báðum leikjunum. Var frábær í fyrri leiknum en átti í erfiðleikum í þeim seinni. Jók samt möguleika sína á að fara með á EM með frammistöðunni um helgina.Viggó Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki um helgina en spilaði ekki eins og nýliði. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu í fyrri leiknum og fékk brottvísun en lék vel eftir það. Afar vel spilandi og skynsamur leikmaður sem getur spilað vörn. Gæti komist í EM-hópinn, sérstaklega ef Ómar Ingi Magnússon verður lengur frá.Gísli Þorgeir Kristjánsson Lék ekkert í fyrri leiknum en átti frábæra innkomu í þann seinni. Er farinn að geta skotið á markið og nýtti fyrstu þrjú skotin sín. Gaf nokkuð eftir í seinni hálfleik í seinni leiknum enda kannski ekki í mikilli leikæfingu.Viktor Gísli Hallgrímsson Var fínn í fyrri hálfleik í fyrri leiknum. Varði vel í fyrri hálfleiknum og kom svo inn á undir lokin og varði síðustu tvö skot Svía. Var í fullt af skotum en vantaði stundum herslumuninn. Náði sér ekki á strik í seinni leiknum enda fékk hann oft erfið skot á sig úr góðum færum. Guðmundur getur heilt yfir verið ánægður með leikina tvo og ekki er hægt að segja að neinn leikmaður hafi beint spilað sig út úr landsliðsmyndinni. Aron Pálmarsson, Ólafur Guðmundsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Ýmir Örn Gíslason og Sigvaldi Guðjónsson verða alltaf í EM-hópnum og Teitur Örn Einarsson og Ágúst Elí Björgvinsson fara að öllum líkindum með til Malmö þar sem riðill Íslands á EM verður leikinn. Íslendingar eru í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússum og Ungverjum. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Danmörku 11. janúar.
EM 2020 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45 Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45
Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti