Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 23:45 Kelly hætti sem starfsmannastjóri fyrir að verða ári en segist nú sjá nokkuð eftir því. Vísir/EPA Ummæli Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hann hafi varað Donald Trump Bandaríkjaforseta, við því að hann yrði kærður fyrir embættisbrot réði hann jámann sem eftirmann sinn féllu í grýttan jarðveg á gamla vinnustað hans. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilligáfu“ forsetans. Bandaríkjaþing rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot með þrýstingi sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld um að gera sér pólitískan greiða fyrir forsetakosningar næsta árs. Kelly, sem hætti sem starfsmannastjóri í desember, skellti skuldinni á Mick Mulvaney, eftirmann sinn, og aðra í Hvíta húsinu vegna þess að þeir hafi ekki haft hemil á forsetanum. „Ég sagði, hvað sem þú gerir, og hér vorum við enn að reyna að finna einhvern í staðinn fyrir mig, ég sagði hvað sem þú gerir, ekki ráða „jámann“, einhvern sem segir þér ekki sannleikann, ekki gera það. Vegna þess að ef þú gerir það þá verður þú kærður fyrir embættisbrot,“ sagði Kelly hafa sagt við Trump í viðtali á ráðstefnu sem blaðið Washington Examiner stóð fyrir.Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins í átján mánuði. Undir lokin eru þeir Trump varla sagðir hafa ræðst við.Vísir/GettySér eftir að hafa yfirgefið Hvíta húsið Trump er ekki þekktur fyrir að taka gagnrýni þegjandi og hann gerði enga undantekningu vegna ummæla fyrrverandi starfsmannastjóra hans. „John Kelly sagði þetta aldrei, hann sagði aldrei neitt í líkingu við þetta. Ef hann hefði sagt það hefðu ég látið kasta honum út af skrifstofunni. Hann vill bara komast aftur í slaginn eins og allir aðrir,“ sagði Trump við CNN-fréttastöðina. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, bætti um betur. „Ég vann með John Kelly og hann var algerlega vanbúinn til að takast á við snilligáfu frábæra forsetans okkar,“ sagði Grisham. Kelly sagðist á ráðstefnunni sjá eftir því að vera ekki í Hvíta húsinu því að hann teldi að hann hefði getað komið í veg fyrir atburðina sem leiddu til þess að rannsókn þingsins á Trump hófst. „Það tekur á mig það sem gengur á vegna þess að ég trú því að ef ég væri ennþá þarna eða einhver eins og ég þá væri hann ekki einhvern veginn út um víðan völl,“ sagði Kelly. Þrátt fyrir þau orð Kelly gekk tíð hans sem starfsmannastjóri þó ekki áfallalaust. Þannig áttu að minnsta kosti tvö af vandræðalegustu augnablikum forsetatíðar Trump sér stað á vakt Kelly: annars vegar viðbrögð forsetans við samkomu nýnasista og hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst árið 2017 og hins vegar fundur Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í júlí í fyrra þar sem Trump tók afstöðu með Pútín gegn bandarísku leyniþjónustunni. Mulvaney, sem hefur verið starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því að Kelly hætti, hefur ekki átt auðveldar uppdráttar. Þótti hann koma illa út þegar hann reyndi að verja Trump forseta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þá staðfesti hann að Trump hefði í reynd átt í „kaupum kaups“ við úkraínsk stjórnvöld til að þau rannsökuðu pólitískan andstæðing hans þrátt fyrir að Trump og bandamenn hans hefðu frá upphafi málsins þrætt ákaflega fyrir það. Mulvaney neyddist til að draga orð sín til baka skömmu eftir blaðamannafundinn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Ummæli Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hann hafi varað Donald Trump Bandaríkjaforseta, við því að hann yrði kærður fyrir embættisbrot réði hann jámann sem eftirmann sinn féllu í grýttan jarðveg á gamla vinnustað hans. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilligáfu“ forsetans. Bandaríkjaþing rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot með þrýstingi sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld um að gera sér pólitískan greiða fyrir forsetakosningar næsta árs. Kelly, sem hætti sem starfsmannastjóri í desember, skellti skuldinni á Mick Mulvaney, eftirmann sinn, og aðra í Hvíta húsinu vegna þess að þeir hafi ekki haft hemil á forsetanum. „Ég sagði, hvað sem þú gerir, og hér vorum við enn að reyna að finna einhvern í staðinn fyrir mig, ég sagði hvað sem þú gerir, ekki ráða „jámann“, einhvern sem segir þér ekki sannleikann, ekki gera það. Vegna þess að ef þú gerir það þá verður þú kærður fyrir embættisbrot,“ sagði Kelly hafa sagt við Trump í viðtali á ráðstefnu sem blaðið Washington Examiner stóð fyrir.Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins í átján mánuði. Undir lokin eru þeir Trump varla sagðir hafa ræðst við.Vísir/GettySér eftir að hafa yfirgefið Hvíta húsið Trump er ekki þekktur fyrir að taka gagnrýni þegjandi og hann gerði enga undantekningu vegna ummæla fyrrverandi starfsmannastjóra hans. „John Kelly sagði þetta aldrei, hann sagði aldrei neitt í líkingu við þetta. Ef hann hefði sagt það hefðu ég látið kasta honum út af skrifstofunni. Hann vill bara komast aftur í slaginn eins og allir aðrir,“ sagði Trump við CNN-fréttastöðina. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, bætti um betur. „Ég vann með John Kelly og hann var algerlega vanbúinn til að takast á við snilligáfu frábæra forsetans okkar,“ sagði Grisham. Kelly sagðist á ráðstefnunni sjá eftir því að vera ekki í Hvíta húsinu því að hann teldi að hann hefði getað komið í veg fyrir atburðina sem leiddu til þess að rannsókn þingsins á Trump hófst. „Það tekur á mig það sem gengur á vegna þess að ég trú því að ef ég væri ennþá þarna eða einhver eins og ég þá væri hann ekki einhvern veginn út um víðan völl,“ sagði Kelly. Þrátt fyrir þau orð Kelly gekk tíð hans sem starfsmannastjóri þó ekki áfallalaust. Þannig áttu að minnsta kosti tvö af vandræðalegustu augnablikum forsetatíðar Trump sér stað á vakt Kelly: annars vegar viðbrögð forsetans við samkomu nýnasista og hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst árið 2017 og hins vegar fundur Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í júlí í fyrra þar sem Trump tók afstöðu með Pútín gegn bandarísku leyniþjónustunni. Mulvaney, sem hefur verið starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því að Kelly hætti, hefur ekki átt auðveldar uppdráttar. Þótti hann koma illa út þegar hann reyndi að verja Trump forseta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þá staðfesti hann að Trump hefði í reynd átt í „kaupum kaups“ við úkraínsk stjórnvöld til að þau rannsökuðu pólitískan andstæðing hans þrátt fyrir að Trump og bandamenn hans hefðu frá upphafi málsins þrætt ákaflega fyrir það. Mulvaney neyddist til að draga orð sín til baka skömmu eftir blaðamannafundinn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30
John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57
Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31