Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 18:30 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. Nýjasta ákæran er frá því fyrr í mánuðinum en þar er lögreglumaður af landsbyggðinni sakaður um brot í starfi með því að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann ákærður fyrir að hafa flett um máli sonar sínar í LÖKE. Lögreglumaðurinn starfar hjá lögregluembætti úti á landi. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðarsaksóknari. Hann vildi ekki greina frekar frá efni ákærunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi frá því embætti héraðssaksóknara var stofnað árið 2016. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Þrír hafa verið ákærðir á hverju þessara ára en árið 2019 hafa tveir verið ákærðir. Sakfellt hefur verið í átta málum og sýknað í einu. Tveimur málum er enn ólokið. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir það koma sér á óvart hve margir lögreglumenn hafi verið ákærðir fyrir brot í starfi. „Mér finnst þetta virkilega há tala en það þarf að taka hvert brot og skoða út af fyrir sig. Hvers eðlis þau eru,“ segir Arinbjörn en málin eru misalvarleg. Í nokkrum þeirra er ákært bæði fyrir brot í starfi og fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Þá fagnar Arinbjörn því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar sem muni koma til með að hjálpa til í málum sem þessum. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. Nýjasta ákæran er frá því fyrr í mánuðinum en þar er lögreglumaður af landsbyggðinni sakaður um brot í starfi með því að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann ákærður fyrir að hafa flett um máli sonar sínar í LÖKE. Lögreglumaðurinn starfar hjá lögregluembætti úti á landi. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðarsaksóknari. Hann vildi ekki greina frekar frá efni ákærunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi frá því embætti héraðssaksóknara var stofnað árið 2016. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Þrír hafa verið ákærðir á hverju þessara ára en árið 2019 hafa tveir verið ákærðir. Sakfellt hefur verið í átta málum og sýknað í einu. Tveimur málum er enn ólokið. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir það koma sér á óvart hve margir lögreglumenn hafi verið ákærðir fyrir brot í starfi. „Mér finnst þetta virkilega há tala en það þarf að taka hvert brot og skoða út af fyrir sig. Hvers eðlis þau eru,“ segir Arinbjörn en málin eru misalvarleg. Í nokkrum þeirra er ákært bæði fyrir brot í starfi og fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Þá fagnar Arinbjörn því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar sem muni koma til með að hjálpa til í málum sem þessum.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15