Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. október 2019 08:00 Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Fréttablaðið/Ernir Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna.Ísland fellur úr fyrsta sætinu niður í það fimmta á lista yfir þau lönd þar sem konur njóta jafnréttis og öryggis. Listinn var unninn af Georgetown-háskóla og Friðarrannsóknarstofnun Oslóborgar og nær til 167 landa. Síðasti listi var birtur árið 2017. Noregur er nú besta land heims fyrir konur að búa í, en þar á eftir koma Sviss, Danmörk og Finnland.Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, segir of snemmt að fullyrða að bakslag sé komið í jafnréttisbaráttuna. Ísland sé lítið flöktandi mengi og breytingar séu fljótar að hafa áhrif á heildarniðurstöður. Þegar hafi verið tekin stór skref í jafnréttismálum sem ekki sé auðveldlega hægt að taka til baka. „Þetta er þó áminning um að við þurfum að vera vakandi,“ segir hann.Þegar rýnt er í tölurnar eru það einkum þrír þættir sem draga Ísland niður. Atvinnuþátttaka kvenna, öryggi og hlutfall á þjóðþingi.Atvinnuþátttakan sem endurspeglar atvinnutækifæri kvenna, hrynur úr 77,2 prósentum niður í 68,6 en mælt er hlutfall allra kvenna 25 ára og eldri. Rímar þetta nokkuð við nýlega rannsókn félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar um að konur yfir fimmtugu fari í auknum mæli á örorku. Þrátt fyrir þetta hrap er Ísland enn ofarlega á lista meðal þróaðra ríkja.Öryggið fellur einnig skarplega niður um tæp 10 prósent, úr 79,6 í 69,9. Þessi tala var fengin úr könnun Gallup þar sem konur og stúlkur, eldri en 15 ára, voru spurðar hvort þeim fyndist þær öruggar einar á gangi um nótt nálægt heimili sínu. Í þessum flokki er Ísland tæpum 20 prósentum á eftir Svisslendingum, þar sem öryggið mældist mest á Vesturlöndum.Hvað öryggið varðar dettur Tryggva einna helst í hug að samfélagsumræðan haf i áhrif og #metoo-byltingin á vissan hátt. Ekki sé óhugsandi að einstök mál, eins og morðið á Birnu Brjánsdóttur sem lagði undir sig fjölmiðlaumfjöllun á löngum tíma, hafi áhrif. „Þetta er vísan til áhyggna kvenna af að verða fyrir ofbeldi. Við getum gert miklu betur í úrvinnslukerfinu og rétti brotaþola til að sækja mál. Út frá þessu mætti spyrja hvort konur séu farnar að vantreysta réttarkerfinu og u og réttarvörslukerfinu,“ segir Tryggvi.Þriðja þáttinn má skýra af alþingiskosningunum árið 2017 þegar konum fækkaði um sex, úr 30 í 24.Merkjanlegur munur varð í tveimur öðrum þáttum rannsóknarinnar. Farsímanotkun íslenskra kvenna minnkaði úr 98,7 prósentum í 93,9, en hún er er talin nauðsynleg fyrir efnahagslega, stjórnmálalega og samfélagslega þátttöku. Sá hluti sem kom best út fyrir íslenskar konur var efling jafnréttislöggjafar. Telja þar inn í bæði reglur um jafnlaunavottun og löggjöf um bann við mismunun á vinnumarkaði og í þjónustu. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna.Ísland fellur úr fyrsta sætinu niður í það fimmta á lista yfir þau lönd þar sem konur njóta jafnréttis og öryggis. Listinn var unninn af Georgetown-háskóla og Friðarrannsóknarstofnun Oslóborgar og nær til 167 landa. Síðasti listi var birtur árið 2017. Noregur er nú besta land heims fyrir konur að búa í, en þar á eftir koma Sviss, Danmörk og Finnland.Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, segir of snemmt að fullyrða að bakslag sé komið í jafnréttisbaráttuna. Ísland sé lítið flöktandi mengi og breytingar séu fljótar að hafa áhrif á heildarniðurstöður. Þegar hafi verið tekin stór skref í jafnréttismálum sem ekki sé auðveldlega hægt að taka til baka. „Þetta er þó áminning um að við þurfum að vera vakandi,“ segir hann.Þegar rýnt er í tölurnar eru það einkum þrír þættir sem draga Ísland niður. Atvinnuþátttaka kvenna, öryggi og hlutfall á þjóðþingi.Atvinnuþátttakan sem endurspeglar atvinnutækifæri kvenna, hrynur úr 77,2 prósentum niður í 68,6 en mælt er hlutfall allra kvenna 25 ára og eldri. Rímar þetta nokkuð við nýlega rannsókn félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar um að konur yfir fimmtugu fari í auknum mæli á örorku. Þrátt fyrir þetta hrap er Ísland enn ofarlega á lista meðal þróaðra ríkja.Öryggið fellur einnig skarplega niður um tæp 10 prósent, úr 79,6 í 69,9. Þessi tala var fengin úr könnun Gallup þar sem konur og stúlkur, eldri en 15 ára, voru spurðar hvort þeim fyndist þær öruggar einar á gangi um nótt nálægt heimili sínu. Í þessum flokki er Ísland tæpum 20 prósentum á eftir Svisslendingum, þar sem öryggið mældist mest á Vesturlöndum.Hvað öryggið varðar dettur Tryggva einna helst í hug að samfélagsumræðan haf i áhrif og #metoo-byltingin á vissan hátt. Ekki sé óhugsandi að einstök mál, eins og morðið á Birnu Brjánsdóttur sem lagði undir sig fjölmiðlaumfjöllun á löngum tíma, hafi áhrif. „Þetta er vísan til áhyggna kvenna af að verða fyrir ofbeldi. Við getum gert miklu betur í úrvinnslukerfinu og rétti brotaþola til að sækja mál. Út frá þessu mætti spyrja hvort konur séu farnar að vantreysta réttarkerfinu og u og réttarvörslukerfinu,“ segir Tryggvi.Þriðja þáttinn má skýra af alþingiskosningunum árið 2017 þegar konum fækkaði um sex, úr 30 í 24.Merkjanlegur munur varð í tveimur öðrum þáttum rannsóknarinnar. Farsímanotkun íslenskra kvenna minnkaði úr 98,7 prósentum í 93,9, en hún er er talin nauðsynleg fyrir efnahagslega, stjórnmálalega og samfélagslega þátttöku. Sá hluti sem kom best út fyrir íslenskar konur var efling jafnréttislöggjafar. Telja þar inn í bæði reglur um jafnlaunavottun og löggjöf um bann við mismunun á vinnumarkaði og í þjónustu.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira