Upplýst ákvarðanataka Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 25. október 2019 11:30 Á dögunum samþykkti bæjarstjórn Kópavogs umdeilt samkomulag um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, en við Píratar vorum eini flokkurinn sem studdi það ekki í atvæðagreiðslu bæjarstjórnar. Samkomulagið fjallar um uppbyggingu samgönguinnviða næstu fimmtán árin, bæði áætlun um framkvæmdir og fjármögnun þeirra – en það er einmitt það síðarnefnda sem helsta gagnrýnin snýr að. Í upphafi nefni ég að okkur öllum þykir helstu markmið samkomulagsins góð. Þau taka á lífsnauðsynlegu umferðaröryggi, eflingu almenningssamgangna og styttingu ferðatíma svo fátt eitt sé nefnt. Allt markmið að bættu samfélagi, auknum lífsgæðum og auknu frelsi, og stóra atriðið er auðvitað að við hreinlega verðum að ráðast í markvissar aðgerðir til þess að breyta ferðavenjum og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Loftslagið okkar má alls ekki við áframhaldandi sinnuleysi og óbreyttu ástandi í samgöngumálum. Eitt af yfirlýstum markmiðum samkomulagsins varðar einmitt kolefnishlutlaust samfélag, en raunar er það umdeilanlegt hvort innihald sáttmálans sé í takt við umhverfissjónarmið almennt. Er það ekki hrópandi mótsögn að setja rúmlega sexfalt meira fjármagn í að greiða fyrir bílaumferð heldur en að bæta stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi? Aðgerðir eins og að setja vegi í stokk og fjölga akreinum eru nefnilega alls ekki til þess fallnar að draga úr umferð, þvert á móti. Jú, vissulega stefnum við á orkuskipti í bílaflotanum og rafbílar menga mikið minna en en bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti. Þeir auka þó umferðina jafnmikið, spæna upp vegina og valda þannig bæði loftmengun og töfum. Það hvernig samkomulagið var kynnt vakti strax efasemdir og tortyggni, enda var það komið á það stig að vera tilbúið til undirritunar þegar kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum fengu loks kynningu á innihaldi þess. Er það ekki skrýtið að hvorki hinn almenni bæjarfulltrúi, né fulltrúar í umhverfis- og samgöngunefndum sveitarstjórnanna sem eiga aðkomu að samkomulaginu, hafi fengið kost á að koma með athugasemdir sem yrðu svo teknar til greina einhversstaðar í ferlinu? Þetta er hluti af þeirri menningu sem ríkir í pólitík á Íslandi að einungis þeir sem efstu stöðurnar hafa koma að vinnu samkomulagsins og hafa þannig áhrif á komandi kynslóðir til frambúðar. Þetta meirihlutaræði er óháð flokkum og sést það best á því hverjir gagnrýna samkomulagið mest. Það fer ekki eftir flokkslínum heldur meirihlutum. Það er því skýrt að þetta er menning, eða öllu réttara ómenning, sem þarf að uppræta. Opnara ferli hefði gefið fleirum tækifæri á aðkomu, sem hefði líklega leitt til betri afurðar ásamt því að auka traust, bæði til samkomulagsins og stjórnmála í heild. Við Píratar í Kópavogi höfðum mikið samráð við grasrót flokksins í aðdraganda afgreiðslu í bæjarstjórn. Við héldum félagsfundi, ræddum við Pírata í borg og á þingi og rýndum og ræddum samkomulagið í þaula. Að lokum buðum við félagsmönnum að kjósa um afstöðu til þess í kosningakerfi okkar og ljóst var að ekki var stuðningur fyrir því. Öll eru sammála um að samkomulagið fjalli um nauðsynlegar samgönguúrbætur en óvissan um hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér er þess valdandi að okkur þótti ekki tækt að samþykkja það. Í ljósi þess að samkomulagið hefur nú verið samþykkt er mikilvægt að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið sjálft var. Mestu máli skiptir að í þeirri útfærslu verði hvorki vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífs. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Samgöngur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Tengdar fréttir Loðin stefna sjálfstæðismanna Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 24. október 2019 14:15 Loðin stefna Pírata Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 23. október 2019 13:00 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Sjá meira
Á dögunum samþykkti bæjarstjórn Kópavogs umdeilt samkomulag um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, en við Píratar vorum eini flokkurinn sem studdi það ekki í atvæðagreiðslu bæjarstjórnar. Samkomulagið fjallar um uppbyggingu samgönguinnviða næstu fimmtán árin, bæði áætlun um framkvæmdir og fjármögnun þeirra – en það er einmitt það síðarnefnda sem helsta gagnrýnin snýr að. Í upphafi nefni ég að okkur öllum þykir helstu markmið samkomulagsins góð. Þau taka á lífsnauðsynlegu umferðaröryggi, eflingu almenningssamgangna og styttingu ferðatíma svo fátt eitt sé nefnt. Allt markmið að bættu samfélagi, auknum lífsgæðum og auknu frelsi, og stóra atriðið er auðvitað að við hreinlega verðum að ráðast í markvissar aðgerðir til þess að breyta ferðavenjum og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Loftslagið okkar má alls ekki við áframhaldandi sinnuleysi og óbreyttu ástandi í samgöngumálum. Eitt af yfirlýstum markmiðum samkomulagsins varðar einmitt kolefnishlutlaust samfélag, en raunar er það umdeilanlegt hvort innihald sáttmálans sé í takt við umhverfissjónarmið almennt. Er það ekki hrópandi mótsögn að setja rúmlega sexfalt meira fjármagn í að greiða fyrir bílaumferð heldur en að bæta stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi? Aðgerðir eins og að setja vegi í stokk og fjölga akreinum eru nefnilega alls ekki til þess fallnar að draga úr umferð, þvert á móti. Jú, vissulega stefnum við á orkuskipti í bílaflotanum og rafbílar menga mikið minna en en bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti. Þeir auka þó umferðina jafnmikið, spæna upp vegina og valda þannig bæði loftmengun og töfum. Það hvernig samkomulagið var kynnt vakti strax efasemdir og tortyggni, enda var það komið á það stig að vera tilbúið til undirritunar þegar kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum fengu loks kynningu á innihaldi þess. Er það ekki skrýtið að hvorki hinn almenni bæjarfulltrúi, né fulltrúar í umhverfis- og samgöngunefndum sveitarstjórnanna sem eiga aðkomu að samkomulaginu, hafi fengið kost á að koma með athugasemdir sem yrðu svo teknar til greina einhversstaðar í ferlinu? Þetta er hluti af þeirri menningu sem ríkir í pólitík á Íslandi að einungis þeir sem efstu stöðurnar hafa koma að vinnu samkomulagsins og hafa þannig áhrif á komandi kynslóðir til frambúðar. Þetta meirihlutaræði er óháð flokkum og sést það best á því hverjir gagnrýna samkomulagið mest. Það fer ekki eftir flokkslínum heldur meirihlutum. Það er því skýrt að þetta er menning, eða öllu réttara ómenning, sem þarf að uppræta. Opnara ferli hefði gefið fleirum tækifæri á aðkomu, sem hefði líklega leitt til betri afurðar ásamt því að auka traust, bæði til samkomulagsins og stjórnmála í heild. Við Píratar í Kópavogi höfðum mikið samráð við grasrót flokksins í aðdraganda afgreiðslu í bæjarstjórn. Við héldum félagsfundi, ræddum við Pírata í borg og á þingi og rýndum og ræddum samkomulagið í þaula. Að lokum buðum við félagsmönnum að kjósa um afstöðu til þess í kosningakerfi okkar og ljóst var að ekki var stuðningur fyrir því. Öll eru sammála um að samkomulagið fjalli um nauðsynlegar samgönguúrbætur en óvissan um hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér er þess valdandi að okkur þótti ekki tækt að samþykkja það. Í ljósi þess að samkomulagið hefur nú verið samþykkt er mikilvægt að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið sjálft var. Mestu máli skiptir að í þeirri útfærslu verði hvorki vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífs. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Loðin stefna sjálfstæðismanna Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 24. október 2019 14:15
Loðin stefna Pírata Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 23. október 2019 13:00
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun