Ég sakna mín Friðrik Agni Árnason skrifar 26. október 2019 08:00 Það er einhver hluti af okkur þegar við vorum unglingar og ungmenni sem við týnum einhversstaðar á lífsleiðinni. Við gætum hugsað: Já ég var bara barn og vissi ekki neitt um lífið og lét eins og einhver vitleysingur. En er það virkilega? Vorum við kannski alveg með okkur sjálf á hreinu þegar við vorum átján ára? Verðum við heflaðri í hegðun eftir því sem við eldumst? Nær það hámarki á þrítugsaldrinum en fer svo aftur að skína í eitthvað öryggi þegar fer að líða að miðaldri? Við nennum ekki lengur að fara eftir ramma samfélagsins. Verðum aftur hömlulaus og óafsakanlega við sjálf. „Ég gekk andspænis sjálfum mér 18 ára á einn morguninn á Laugaveginum um daginn. Ég var klæddur risastórri hettupeysu og sólgleraugum sem þöktu hálft andlitið. Ég var í dansskóm með hælum, þröngum gallabuxum með tuðru hangandi um öxlina. Ég mætti mér á ógnarhraða. Hinn 18 ára ég veitti mér engan gaum heldur gekk beint áfram eins og eftir trommutakti og krafðist athygli allra í návist okkar. Hann nálgaðist og rétt þegar hann gekk framhjá mátti sjá á bakvið gleraugun glitta í dularfullt augnaráð sem starði beint til mín í eitt sekúndubrot. Óheflað göngulagið, augnaráðið, ákveðnin og öryggið. Hann var á leiðinni eitthvað.” Hafið þið einhverntímann hugsað til baka? Örugglega. Hvað hugsið þið þegar þið yngri útgáfan af ykkur kemur upp í hugann? Ég velti því stundum fyrir mér hvað varð um þennan óheflaða unga einstakling með risa drauma og beittan vilja til að gera bara nákvæmlega það sem honum þóknaðist. Það hljómar kannski eins og vandræði að ungur einstaklingur geri það sem honum þóknast. Það er einhver millivegur þarna. Eina sem ég veit er að í dag er ég miklu varkárari og meðvitaðri um ásetninginn minn í lífinu. Það er meiri efi og meiri hógværð. Það er gott að hafa hógværð og það er gott að vera varkár. En ekki ef það er ávallt að koma í veg fyrir að fólk geri það sem það dreymir um að gera. Það getur fylgt ungdóminum að dreyma stórt, sækjast í tækifærin og svífast einskis. Ég sakna þess. Á einhverjum tímapunkti þá hvarf öryggið og efinn tók við. Álit annarra fór að skipta meira máli og orðsporið. Ekki misskilja mig. Ég er ekki með þráhyggju gagnvart hinum 18 ára mér. Ég var duglegur að koma mér í vandræði og gerði hluti án þess að hugleiða afleiðingarnar. En ég get ekki annað en hugsað: Hvaðan kom þetta öryggi og „attitude”? Og af hverju er ég ekki með það lengur? Það gæti verið að maður einfaldlega þroskist upp úr öllum ýktum hegðunarmynstrum en ég tel að sumt sem einkenndi okkur sem unglingar/ungmenni séu einkenni sem við megum ekki sleppa alveg. Undanfarið hef ég verið að kafa svolítið til baka og reyna að finna þennan einstakling sem var svo fullur af orku og öryggi. Ég var örugglega óþolandi fyrir suma en ég held að það sé allt í lagi að vera bara pínu óþolandi fyrir suma svo lengi sem maður er að fylgja hjartanu og eltast við sína drauma. Því til þess að komast nær sínum markmiðum þá verður maður að fara svolítið blátt áfram, eins og sem börn, unglingar og ungmenni gera. Það er einmitt þetta sem maður er að sjá í ungu fólki í dag, framkvæmdagleðin og þvílíkan eldmóð gagnvart því sem það hefur ástríðu fyrir. Ég er að finna hann aftur, mjög meðvitað að sjálfsögðu, í dag. Ég er rólega en örugglega að ganga á móti átján ára mér með lófann á lofti. Í næstu viku ætla ég svo sannarlega út fyrir rammann og gera hluti á sýningu sem átján ára ég hefði ekki átt í neinum vandræðum með. Ef þið fólk vill komast að því hvað það er þá er hægt að mæta á Hard Rock í Halloween danspartý næsta fimmtudag kl. 20. Þá er svo sannarlega tækifæri fyrir alla að seilast eftir sínum innri hömlulausa karakter - því ef ekki núna - þá hvenær?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er einhver hluti af okkur þegar við vorum unglingar og ungmenni sem við týnum einhversstaðar á lífsleiðinni. Við gætum hugsað: Já ég var bara barn og vissi ekki neitt um lífið og lét eins og einhver vitleysingur. En er það virkilega? Vorum við kannski alveg með okkur sjálf á hreinu þegar við vorum átján ára? Verðum við heflaðri í hegðun eftir því sem við eldumst? Nær það hámarki á þrítugsaldrinum en fer svo aftur að skína í eitthvað öryggi þegar fer að líða að miðaldri? Við nennum ekki lengur að fara eftir ramma samfélagsins. Verðum aftur hömlulaus og óafsakanlega við sjálf. „Ég gekk andspænis sjálfum mér 18 ára á einn morguninn á Laugaveginum um daginn. Ég var klæddur risastórri hettupeysu og sólgleraugum sem þöktu hálft andlitið. Ég var í dansskóm með hælum, þröngum gallabuxum með tuðru hangandi um öxlina. Ég mætti mér á ógnarhraða. Hinn 18 ára ég veitti mér engan gaum heldur gekk beint áfram eins og eftir trommutakti og krafðist athygli allra í návist okkar. Hann nálgaðist og rétt þegar hann gekk framhjá mátti sjá á bakvið gleraugun glitta í dularfullt augnaráð sem starði beint til mín í eitt sekúndubrot. Óheflað göngulagið, augnaráðið, ákveðnin og öryggið. Hann var á leiðinni eitthvað.” Hafið þið einhverntímann hugsað til baka? Örugglega. Hvað hugsið þið þegar þið yngri útgáfan af ykkur kemur upp í hugann? Ég velti því stundum fyrir mér hvað varð um þennan óheflaða unga einstakling með risa drauma og beittan vilja til að gera bara nákvæmlega það sem honum þóknaðist. Það hljómar kannski eins og vandræði að ungur einstaklingur geri það sem honum þóknast. Það er einhver millivegur þarna. Eina sem ég veit er að í dag er ég miklu varkárari og meðvitaðri um ásetninginn minn í lífinu. Það er meiri efi og meiri hógværð. Það er gott að hafa hógværð og það er gott að vera varkár. En ekki ef það er ávallt að koma í veg fyrir að fólk geri það sem það dreymir um að gera. Það getur fylgt ungdóminum að dreyma stórt, sækjast í tækifærin og svífast einskis. Ég sakna þess. Á einhverjum tímapunkti þá hvarf öryggið og efinn tók við. Álit annarra fór að skipta meira máli og orðsporið. Ekki misskilja mig. Ég er ekki með þráhyggju gagnvart hinum 18 ára mér. Ég var duglegur að koma mér í vandræði og gerði hluti án þess að hugleiða afleiðingarnar. En ég get ekki annað en hugsað: Hvaðan kom þetta öryggi og „attitude”? Og af hverju er ég ekki með það lengur? Það gæti verið að maður einfaldlega þroskist upp úr öllum ýktum hegðunarmynstrum en ég tel að sumt sem einkenndi okkur sem unglingar/ungmenni séu einkenni sem við megum ekki sleppa alveg. Undanfarið hef ég verið að kafa svolítið til baka og reyna að finna þennan einstakling sem var svo fullur af orku og öryggi. Ég var örugglega óþolandi fyrir suma en ég held að það sé allt í lagi að vera bara pínu óþolandi fyrir suma svo lengi sem maður er að fylgja hjartanu og eltast við sína drauma. Því til þess að komast nær sínum markmiðum þá verður maður að fara svolítið blátt áfram, eins og sem börn, unglingar og ungmenni gera. Það er einmitt þetta sem maður er að sjá í ungu fólki í dag, framkvæmdagleðin og þvílíkan eldmóð gagnvart því sem það hefur ástríðu fyrir. Ég er að finna hann aftur, mjög meðvitað að sjálfsögðu, í dag. Ég er rólega en örugglega að ganga á móti átján ára mér með lófann á lofti. Í næstu viku ætla ég svo sannarlega út fyrir rammann og gera hluti á sýningu sem átján ára ég hefði ekki átt í neinum vandræðum með. Ef þið fólk vill komast að því hvað það er þá er hægt að mæta á Hard Rock í Halloween danspartý næsta fimmtudag kl. 20. Þá er svo sannarlega tækifæri fyrir alla að seilast eftir sínum innri hömlulausa karakter - því ef ekki núna - þá hvenær?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun