Maður grunaður um sleitulausa brotahrinu í gæsluvarðhald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 18:32 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir manni sem grunaður er um fjölmörg brot, þar með talið meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot. Lögreglan segir að brotahrina mannsins hafi verið sleitulaus á undanförnum vikum. Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn fyrr í mánuðinum í tengslum við rannsókn lögreglu er varði meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot þegar hin meintu brot voru nýafstaðin. Lögreglan kom á vettvang meintra brota og hitt þar fyrir brotaþola, sem hafi verið í miklu uppnámi og mjög óttasleginn. Í úrskurðinum segir að í skráningarkerfi lögreglu komi fram að lögreglan hafi ítrekað haft afskipti af manninum undanfarnar vikur. Segja megi „að brotahrina hans hafi verið sleitulaus“ frá ákveðnum tímapunkti sem er ekki tilgreindur í úrskurðinum. Síðan þá hafi minnst tíu mál á hendur manninum komið á borð lögreglu. Þá séu ótaldar tilkynningar til lögreglu á sama tímabili er varði eignaspjöll, brennu og hótanir. Þá hafi hann einnig verið kærður í sex skipti fyrir of hraðan akstur og í eitt skipti fyrir ölvunarakstur. Í úrskurðinum segir einnig að við uppflettingu í lögreglukerfi um manninn komi fram að hannsé hættulegur einstaklingur og gæta verði varúðar í samskiptum við hann, enda hafi hann ráðist að lögreglumönnum. Mál gegn manninum eru til rannsóknar hjá þremur lögregluembættum auk þess að fyrir Landsrétti voru lögð fram gögn frá Evrópulögreglunni um sakaferil mannisns. Þar kemur meðal annars fram að hann hefur hlotið refsidóma vegna vopnalaga-, líkamsárása- og ránsbrota. Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst ítrekað sekur um háttsemi sem varði allt að sex ára fangelsi. Það hafi verið mat lögreglustjóra að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi á meðan málum hans sé ekki lokið. Því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 15. nóvembers og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í dag. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir manni sem grunaður er um fjölmörg brot, þar með talið meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot. Lögreglan segir að brotahrina mannsins hafi verið sleitulaus á undanförnum vikum. Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn fyrr í mánuðinum í tengslum við rannsókn lögreglu er varði meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot þegar hin meintu brot voru nýafstaðin. Lögreglan kom á vettvang meintra brota og hitt þar fyrir brotaþola, sem hafi verið í miklu uppnámi og mjög óttasleginn. Í úrskurðinum segir að í skráningarkerfi lögreglu komi fram að lögreglan hafi ítrekað haft afskipti af manninum undanfarnar vikur. Segja megi „að brotahrina hans hafi verið sleitulaus“ frá ákveðnum tímapunkti sem er ekki tilgreindur í úrskurðinum. Síðan þá hafi minnst tíu mál á hendur manninum komið á borð lögreglu. Þá séu ótaldar tilkynningar til lögreglu á sama tímabili er varði eignaspjöll, brennu og hótanir. Þá hafi hann einnig verið kærður í sex skipti fyrir of hraðan akstur og í eitt skipti fyrir ölvunarakstur. Í úrskurðinum segir einnig að við uppflettingu í lögreglukerfi um manninn komi fram að hannsé hættulegur einstaklingur og gæta verði varúðar í samskiptum við hann, enda hafi hann ráðist að lögreglumönnum. Mál gegn manninum eru til rannsóknar hjá þremur lögregluembættum auk þess að fyrir Landsrétti voru lögð fram gögn frá Evrópulögreglunni um sakaferil mannisns. Þar kemur meðal annars fram að hann hefur hlotið refsidóma vegna vopnalaga-, líkamsárása- og ránsbrota. Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst ítrekað sekur um háttsemi sem varði allt að sex ára fangelsi. Það hafi verið mat lögreglustjóra að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi á meðan málum hans sé ekki lokið. Því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 15. nóvembers og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í dag.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent