Lögðu á Lækjartorgi til að geta rokið í útköll Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2019 08:45 Lögreglubílarnir fimm vöktu athygli vegfarenda í miðborginni í gær, enda ekki ætlast til þess að bílum sé lagt á Lækjartorgi. Vísir/kjartan Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerir ekki athugasemd við að fimm lögreglubílum hafi verið lagt fyrir utan húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg í gær. Þar höfðu tugir lögreglumanna safnast saman til að sýna starfsbróður sínum stuðning, sem sýknaður var af ákæru um brot í starfi. Útkallsbílunum fimm var lagt á göngusvæðið á Lækjartorgi meðan dómsuppkvaðning stóð yfir. Þar er alla jafna ólöglegt að leggja bífreiðum, að frátöldum veitingavögnum sem hafa til þess tilskilin leyfi. Samkvæmt 108 grein umferðarlaga er óheimil „stöðvun eða lagning ökutækis á gangstétt, gangstíg, umferðareyjum og svipuðum stöðum,“ og nemur sektin við brotinu 20 þúsund krónum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Vísir/vilhelmSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún telji bílunum hafa verið lagt með þessum hætti til að bregðast við hugsanlegum útköllum. Gerð sé krafa um að lögreglumenn geti brugðist fljótt við þegar kallið kemur. Margir þeirra lögreglumanna sem mættu í héraðsdóm hafi verið á vakt á sama tíma og þeir hlýddu á dómsuppkvaðninguna yfir kollega sínum. Þeir hafi verið búnir talstöðvum og því hafi verið hægt að ná í þá. Sigríður segir því engar athugasemdir hafa verið gerðar við mætingu lögreglumannanna. „Á meðan þú ert með talstöðina og ert ekki að vanrækja skyldur þínar,“ segir Sigríður í samtali við Morgunblaðið og bætir við að dómsuppsaga taki alla jafna ekki langan tíma. Dómsuppsaga gærdagsins tók um 10 mínútur. Auk lögreglubílanna fimm vakti talsverða athygli að lögreglumennirnir í dómsalnum voru klæddir í einkennisbúninga sína. Það mega þeir aðeins gera ef þeir eru við skyldustörf. Sigríður Björk segist þó ekki geta útilokað að einhverjir þessara lögreglumanna hafi verið á frívakt, án þess þó að vita til þess að nokkur þeirra hafi brotið reglur um einkennisklæðnað. Dómsmál Lögreglan Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerir ekki athugasemd við að fimm lögreglubílum hafi verið lagt fyrir utan húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg í gær. Þar höfðu tugir lögreglumanna safnast saman til að sýna starfsbróður sínum stuðning, sem sýknaður var af ákæru um brot í starfi. Útkallsbílunum fimm var lagt á göngusvæðið á Lækjartorgi meðan dómsuppkvaðning stóð yfir. Þar er alla jafna ólöglegt að leggja bífreiðum, að frátöldum veitingavögnum sem hafa til þess tilskilin leyfi. Samkvæmt 108 grein umferðarlaga er óheimil „stöðvun eða lagning ökutækis á gangstétt, gangstíg, umferðareyjum og svipuðum stöðum,“ og nemur sektin við brotinu 20 þúsund krónum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.Vísir/vilhelmSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún telji bílunum hafa verið lagt með þessum hætti til að bregðast við hugsanlegum útköllum. Gerð sé krafa um að lögreglumenn geti brugðist fljótt við þegar kallið kemur. Margir þeirra lögreglumanna sem mættu í héraðsdóm hafi verið á vakt á sama tíma og þeir hlýddu á dómsuppkvaðninguna yfir kollega sínum. Þeir hafi verið búnir talstöðvum og því hafi verið hægt að ná í þá. Sigríður segir því engar athugasemdir hafa verið gerðar við mætingu lögreglumannanna. „Á meðan þú ert með talstöðina og ert ekki að vanrækja skyldur þínar,“ segir Sigríður í samtali við Morgunblaðið og bætir við að dómsuppsaga taki alla jafna ekki langan tíma. Dómsuppsaga gærdagsins tók um 10 mínútur. Auk lögreglubílanna fimm vakti talsverða athygli að lögreglumennirnir í dómsalnum voru klæddir í einkennisbúninga sína. Það mega þeir aðeins gera ef þeir eru við skyldustörf. Sigríður Björk segist þó ekki geta útilokað að einhverjir þessara lögreglumanna hafi verið á frívakt, án þess þó að vita til þess að nokkur þeirra hafi brotið reglur um einkennisklæðnað.
Dómsmál Lögreglan Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15
Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28