Viljum við spilla meiru? Tryggvi Felixson skrifar 24. október 2019 07:00 Í anddyri Norræna hússins má nú sjá sýningu á fjölmörgum ljósmyndum af náttúruperlum sem þegar hafa verið eyðilagðar eða eru í bráðri hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Er næsta víst að margir eiga erfitt með að trúa eigin augum, þegar þeir sjá þau svæði sem eru nú í hættu. Viljum við virkilega spilla þeim? Þeim má enn bjarga. En þá þarf að stöðva þau öfl og sérhagsmuni sem vilja halda áfram á virkjunarbraut. Sýningin heitir „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Tilefnið er 50 ára afmæli Landverndar en sýningin er haldin í samstarfi við Ólaf Sveinsson kvikmyndagerðarmann, sem jafnframt er sýningarstjóri, og stóran hóp ljósmyndara. Í Landvernd eru í dag yfir 6.000 félagar og um 40 aðildarfélög. Það er traust undirstaða sem byggt verður á til að efla náttúru- og umhverfisvernd á næstu árum. Ekki veitir af. Auk ljósmynda er stór snertiskjár í anddyri Norræna hússins með Náttúrukorti Framtíðarlandsins sem veitir yfirsýn yfir þau svæði á Íslandi þar sem virkjanir hafa verið byggðar, fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða nýta á annan hátt ásamt ítarlegum upplýsingum. Á stóru tjaldi í ráðstefnu-, tónleika- og bíósal Norræna hússins eru sýndar fjórar stuttar kvikmyndir, þrjár eftir Ólaf Sveinsson sem hann gerði sérstaklega fyrir sýninguna og eru tengdar baráttunni gegn Kárahnjúkavirkjun, þar af ein um Ómar Ragnarsson. Sú fjórða fjallar um fyrirhugaða Hvalárvirkjun á Ströndum. Í barnabókasafni í kjallara Norræna hússins þar sem gengið er í gegnum bókasafnið sjálft hefur verið hengdur upp fjöldi mynda af dýrum sem lifa villt í náttúru Íslands. Myndirnar eru heillandi og höfða ekkert síður til fullorðinna en barna og verða vonandi til að opna augu fleiri fyrir þeirri fegurð sem býr í fánu landsins og horfa á náttúruna, jafnt lifandi sem dauða, sem eina heild. Átökin um nýtingu auðlinda Íslands hafa staðið í áratugi og virðast engan enda ætla að taka. Mikil verðmæti hafa glatast vegna virkjana og ef við spornum ekki við glatast enn meira. Verðmætur náttúruarfur komandi kynslóða er í hættu. Framleiðsla rafmagns er nú þegar fimmfalt meiri en þarf til að mæta almennri eftirspurn. Þrátt fyrir það renna út sífellt fleiri rannsóknarleyfi fyrir virkjanir stórar sem smáar. Á sama tíma virðist sem þær stofnanir sem eiga að fylgja eftir lögum um vernd náttúru og víðerna vanti úrræði til að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á náttúru landsins. Stjórnvöld eru eins og þríhöfða þurs; einn segist leggja áherslu á náttúruvernd, annar vill efla ferðaþjónustu sem byggir tilveru sína á náttúruarfi þjóðarinnar en sá þriðji veitir orkufrekum, mengandi fyrirtækjum rausnarlega fyrirgreiðslu. Sýningin stendur til 17. nóvember er opin alla daga frá kl. 10.00 til 17.00.Höfundur er formaður Landverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tryggvi Felixson Umhverfismál Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í anddyri Norræna hússins má nú sjá sýningu á fjölmörgum ljósmyndum af náttúruperlum sem þegar hafa verið eyðilagðar eða eru í bráðri hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Er næsta víst að margir eiga erfitt með að trúa eigin augum, þegar þeir sjá þau svæði sem eru nú í hættu. Viljum við virkilega spilla þeim? Þeim má enn bjarga. En þá þarf að stöðva þau öfl og sérhagsmuni sem vilja halda áfram á virkjunarbraut. Sýningin heitir „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Tilefnið er 50 ára afmæli Landverndar en sýningin er haldin í samstarfi við Ólaf Sveinsson kvikmyndagerðarmann, sem jafnframt er sýningarstjóri, og stóran hóp ljósmyndara. Í Landvernd eru í dag yfir 6.000 félagar og um 40 aðildarfélög. Það er traust undirstaða sem byggt verður á til að efla náttúru- og umhverfisvernd á næstu árum. Ekki veitir af. Auk ljósmynda er stór snertiskjár í anddyri Norræna hússins með Náttúrukorti Framtíðarlandsins sem veitir yfirsýn yfir þau svæði á Íslandi þar sem virkjanir hafa verið byggðar, fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða nýta á annan hátt ásamt ítarlegum upplýsingum. Á stóru tjaldi í ráðstefnu-, tónleika- og bíósal Norræna hússins eru sýndar fjórar stuttar kvikmyndir, þrjár eftir Ólaf Sveinsson sem hann gerði sérstaklega fyrir sýninguna og eru tengdar baráttunni gegn Kárahnjúkavirkjun, þar af ein um Ómar Ragnarsson. Sú fjórða fjallar um fyrirhugaða Hvalárvirkjun á Ströndum. Í barnabókasafni í kjallara Norræna hússins þar sem gengið er í gegnum bókasafnið sjálft hefur verið hengdur upp fjöldi mynda af dýrum sem lifa villt í náttúru Íslands. Myndirnar eru heillandi og höfða ekkert síður til fullorðinna en barna og verða vonandi til að opna augu fleiri fyrir þeirri fegurð sem býr í fánu landsins og horfa á náttúruna, jafnt lifandi sem dauða, sem eina heild. Átökin um nýtingu auðlinda Íslands hafa staðið í áratugi og virðast engan enda ætla að taka. Mikil verðmæti hafa glatast vegna virkjana og ef við spornum ekki við glatast enn meira. Verðmætur náttúruarfur komandi kynslóða er í hættu. Framleiðsla rafmagns er nú þegar fimmfalt meiri en þarf til að mæta almennri eftirspurn. Þrátt fyrir það renna út sífellt fleiri rannsóknarleyfi fyrir virkjanir stórar sem smáar. Á sama tíma virðist sem þær stofnanir sem eiga að fylgja eftir lögum um vernd náttúru og víðerna vanti úrræði til að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á náttúru landsins. Stjórnvöld eru eins og þríhöfða þurs; einn segist leggja áherslu á náttúruvernd, annar vill efla ferðaþjónustu sem byggir tilveru sína á náttúruarfi þjóðarinnar en sá þriðji veitir orkufrekum, mengandi fyrirtækjum rausnarlega fyrirgreiðslu. Sýningin stendur til 17. nóvember er opin alla daga frá kl. 10.00 til 17.00.Höfundur er formaður Landverndar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun