Heitir fundarlaunum vegna innbrotsins í Vallarási Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2019 14:14 Þórdís hefur heitið fundarlaunum en tölvan sem hvarf í innbrotinu er dóttur hennar ómetanleg. Vísir greindi í gær frá innbroti í Vallarási sem átti sér stað í vikunni. Þórdís Árnadóttir birti Facebookfærslu þar sem hún benti á rapparann Gísla Pálma og unga konu sem væru þau sem hún fullyrti að væru þau seku. Þórdís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun, en hún hefur þó tekið þá færslu út. Það segist hún hafa gert vegna þess að hún vilji fá frið og hún vilji gefa lögreglunni svigrúm til að rannsaka málið. Hins vegar er ekkert að frétta frá lögreglu og því hefur Þórdís nú gripið til þess ráðs að heita fundarlaunum, einkum vegna þess að meðal þess sem hvarf í innbrotinu er tölva að gerðinni Macbook 13. Bráðnauðsynleg dóttur hennar. Þórdís hefur birt færslu á Facebooksíðu sinni þar sem hún auglýsir eftir henni:Á sunnudagskvöld var brotist inn í íbúð þar sem dóttir mín og systir hennar voru gestkomandi í og tölvunni hennar og skólatösku var stolið. Í skólatöskunni var pennaveski með vasareikni og minnislykli...þar sem ritgerðirnar hennar eru geymdar. Við ætlum að borga fundarlaun þeim sem finnur þetta dót og skilar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Áríðandi er að tölvan skili sér. Í henni eru verkefni sem hún þarf. Tölvan er af gerðinni Macbook 13" Góð fundarlaun í boði. Þórdís segist aðspurð ekki hafa heyrt neitt frá Gísla Pálma né neinum öðrum tengdum ef því er að skipta ef frá er talið það að rapparinn gerði lítið úr þessum ásökunum á hennar Facebooksíðu, eins og Vísir greindi frá í gær. Þórdís segir dóttur sína miður sín vegna þessa. Vísir hefur enn ekki náð tali af Gísla Pálma vegna þessa.Rannsókn miðar hægt en örugglega Málið má heita athyglisvert í ljósi þess að fá dæmi eru um að nafngreindir aðilar séu sakaðir um afbrot með svo beinum hætti opinberlega. En, með samfélagsmiðlum má búast við því að slíkum málum fjölgi sem setur bæði lögreglu og fjölmiða, að ónefndum dómsstólum, í nýja stöðu. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið sé í ferli og ekki sé hægt að upplýsa nákvæmlega um hvar það er statt. „Við erum komin skrefinu lengra í málinu. Skref fyrir skref hægt en örugglega.“ Málið er hins vegar ekki komið á þann stað enn að nokkur hafi verið yfirheyrður. Lögreglumál Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Vísir greindi í gær frá innbroti í Vallarási sem átti sér stað í vikunni. Þórdís Árnadóttir birti Facebookfærslu þar sem hún benti á rapparann Gísla Pálma og unga konu sem væru þau sem hún fullyrti að væru þau seku. Þórdís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun, en hún hefur þó tekið þá færslu út. Það segist hún hafa gert vegna þess að hún vilji fá frið og hún vilji gefa lögreglunni svigrúm til að rannsaka málið. Hins vegar er ekkert að frétta frá lögreglu og því hefur Þórdís nú gripið til þess ráðs að heita fundarlaunum, einkum vegna þess að meðal þess sem hvarf í innbrotinu er tölva að gerðinni Macbook 13. Bráðnauðsynleg dóttur hennar. Þórdís hefur birt færslu á Facebooksíðu sinni þar sem hún auglýsir eftir henni:Á sunnudagskvöld var brotist inn í íbúð þar sem dóttir mín og systir hennar voru gestkomandi í og tölvunni hennar og skólatösku var stolið. Í skólatöskunni var pennaveski með vasareikni og minnislykli...þar sem ritgerðirnar hennar eru geymdar. Við ætlum að borga fundarlaun þeim sem finnur þetta dót og skilar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Áríðandi er að tölvan skili sér. Í henni eru verkefni sem hún þarf. Tölvan er af gerðinni Macbook 13" Góð fundarlaun í boði. Þórdís segist aðspurð ekki hafa heyrt neitt frá Gísla Pálma né neinum öðrum tengdum ef því er að skipta ef frá er talið það að rapparinn gerði lítið úr þessum ásökunum á hennar Facebooksíðu, eins og Vísir greindi frá í gær. Þórdís segir dóttur sína miður sín vegna þessa. Vísir hefur enn ekki náð tali af Gísla Pálma vegna þessa.Rannsókn miðar hægt en örugglega Málið má heita athyglisvert í ljósi þess að fá dæmi eru um að nafngreindir aðilar séu sakaðir um afbrot með svo beinum hætti opinberlega. En, með samfélagsmiðlum má búast við því að slíkum málum fjölgi sem setur bæði lögreglu og fjölmiða, að ónefndum dómsstólum, í nýja stöðu. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið sé í ferli og ekki sé hægt að upplýsa nákvæmlega um hvar það er statt. „Við erum komin skrefinu lengra í málinu. Skref fyrir skref hægt en örugglega.“ Málið er hins vegar ekki komið á þann stað enn að nokkur hafi verið yfirheyrður.
Lögreglumál Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16