Væru beljur sérstök þjóð... Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 23. október 2019 11:00 Mál málanna eru loftslagsmál. Öll ríki í heiminum velta þessu fyrir sér enda er sjálf plánetan í húfi. Næstu 30 árin mun mannkyninu fjölga um 2 milljarða einstaklinga, úr tæpum 8 milljörðum manns í tæpa 10 milljarða. Til að mæta þeirri fjölgun, sem nemur tæplega öllum núverandi íbúafjölda Kína og Indlands, þarf heilmikla viðbótarfæðu. 1. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er talið nauðsynlegt að Vesturlandabúar neyti frekar fæðu úr jurtaríkinu til þess að sporna við loftslagsbreytingum enda er kjötneysla orðin of mikil. 2. Þar kemur einnig fram að um fjórðungur allrar losunar gróðurhúsalofttegunda megi rekja til matvælaframleiðslu og landnýtingar henni tengt. Af losun vegna matvælaframleiðslu eru um 60% vegna dýraafurða. 3. Væru kýr sérstök þjóð væru þær í þriðja sæti yfir mestu framleiðendur gróðurhúsloftstegunda samkvæmt The Economist, á eftir Kína og Bandaríkjunum. 4. Eigi að ná loftslagsmarkmiðum er því nauðsynlegt að draga úr neyslu dýraafurða. Það hefur aukist að fólk tileinki sér grænmetis- og grænkeramataræði (vegan) en sums staðar er kjötneysla að aukast, eins og í Kína. 5. Gríðarleg notkun á vatni fylgir iðulega kjötframleiðslu ásamt mikilli landnýtingu, eyðingu skóga og náttúrulegs umhverfis. Bætt auðlindanýting og lægra kolefnisspor vegna innfluttra matvæla er því stór hluti af nauðsynlegri neyslubreytingu mannkyns. 6. Ýmislegt annað en aðgerðir gegn hamfarahlýnun og bætt nýting auðlinda mælir með aukinni neyslu á grænkerafæði. Má þar nefna heilsufarsástæður en ég vil einnig draga fram siðferðisrök, ekki síst í ljósi dýravelferðar en aðbúnaðar húsdýra er oft skelfilegur við fjöldaframleiðslu þessara dýra. 7. Dýravelferð og hagsmunir neytenda eru eitt af hlutverkum hins opinbera. 8. Hið opinbera hefur einnig margs konar skyldum að gegna þegar kemur að framboði og eftirspurn eftir matvælum. Stjórnvöld styrkja ýmsa matvælaframleiðslu með beinum og óbeinum hætti en þau gegna einnig veigamiklu hlutverki þegar kemur að fræðslu um neyslu matvæla, vörumerkingum, tollum, bættu heilsufari og lýðheilsu. Þá standa stjórnvöld einnig fyrir innkaupum á fæði, eins og í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. 9. Þótt valfrelsi neytenda verði áfram fyrir hendi þá er augljóst að óbreytt neyslumynstur gengur ekki til lengdar. Þar á meðal er mjög mikilvægt að huga miklu betur að velferð dýra.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Loftslagsmál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Mál málanna eru loftslagsmál. Öll ríki í heiminum velta þessu fyrir sér enda er sjálf plánetan í húfi. Næstu 30 árin mun mannkyninu fjölga um 2 milljarða einstaklinga, úr tæpum 8 milljörðum manns í tæpa 10 milljarða. Til að mæta þeirri fjölgun, sem nemur tæplega öllum núverandi íbúafjölda Kína og Indlands, þarf heilmikla viðbótarfæðu. 1. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er talið nauðsynlegt að Vesturlandabúar neyti frekar fæðu úr jurtaríkinu til þess að sporna við loftslagsbreytingum enda er kjötneysla orðin of mikil. 2. Þar kemur einnig fram að um fjórðungur allrar losunar gróðurhúsalofttegunda megi rekja til matvælaframleiðslu og landnýtingar henni tengt. Af losun vegna matvælaframleiðslu eru um 60% vegna dýraafurða. 3. Væru kýr sérstök þjóð væru þær í þriðja sæti yfir mestu framleiðendur gróðurhúsloftstegunda samkvæmt The Economist, á eftir Kína og Bandaríkjunum. 4. Eigi að ná loftslagsmarkmiðum er því nauðsynlegt að draga úr neyslu dýraafurða. Það hefur aukist að fólk tileinki sér grænmetis- og grænkeramataræði (vegan) en sums staðar er kjötneysla að aukast, eins og í Kína. 5. Gríðarleg notkun á vatni fylgir iðulega kjötframleiðslu ásamt mikilli landnýtingu, eyðingu skóga og náttúrulegs umhverfis. Bætt auðlindanýting og lægra kolefnisspor vegna innfluttra matvæla er því stór hluti af nauðsynlegri neyslubreytingu mannkyns. 6. Ýmislegt annað en aðgerðir gegn hamfarahlýnun og bætt nýting auðlinda mælir með aukinni neyslu á grænkerafæði. Má þar nefna heilsufarsástæður en ég vil einnig draga fram siðferðisrök, ekki síst í ljósi dýravelferðar en aðbúnaðar húsdýra er oft skelfilegur við fjöldaframleiðslu þessara dýra. 7. Dýravelferð og hagsmunir neytenda eru eitt af hlutverkum hins opinbera. 8. Hið opinbera hefur einnig margs konar skyldum að gegna þegar kemur að framboði og eftirspurn eftir matvælum. Stjórnvöld styrkja ýmsa matvælaframleiðslu með beinum og óbeinum hætti en þau gegna einnig veigamiklu hlutverki þegar kemur að fræðslu um neyslu matvæla, vörumerkingum, tollum, bættu heilsufari og lýðheilsu. Þá standa stjórnvöld einnig fyrir innkaupum á fæði, eins og í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. 9. Þótt valfrelsi neytenda verði áfram fyrir hendi þá er augljóst að óbreytt neyslumynstur gengur ekki til lengdar. Þar á meðal er mjög mikilvægt að huga miklu betur að velferð dýra.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar