Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 09:12 Einn hinna ákærðu mætir hér í dómsal við þingfestingu málsins í september. Þeir þrír sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í júní. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á átta og hálfu kílói af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði annars vegar og kannabisræktun í Þykkvabæ hins vegar. Þrír aðrir voru ákærðir fyrir aðild að kannabisræktuninni. Þau hafa játað aðild að málinu og fengu skilorðsbundna dóma á dögunum. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða árið 2007 sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Fram kom við fyrirtöku málsins á dögunum að Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, óttaðist að fyrrnefndir þrír gætu samræmt framburð sinn ef þeir heyrðu hvað hinir hefðu að segja í dómssal. RÚV greindi frá því á mánudag að Alvar og Einar Jökull hefðu verið þöglir sem gröfin í skýrslutökum hjá lögreglu og litlu svarað um ásakanir á hendur sér. Hafa verjendur bent á að erfitt sé fyrir þá að svara fyrir ásakanir þegar ákæra í peningaþvættisanga málsins sé ekki komin fram. Svör við spurningum varðandi amfetamínframleiðsluna geti verið notuð gegn þeim í peningaþvættismálinu hvenær svo sem það kemur til kasta dómstóla. Óvænt útspil varð í málinu í síðustu viku þegar greint var frá því að fram hefði stigið karlmaður sem játaði alla sök í málinu. Sá hefur verið yfirheyrður af lögreglu en framburður hans engu breytt hvað saksókn varðar í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tjáði Vísi í síðustu viku að ákæra í málinu væri studd gögnum sem bentu til sektar ákærðu. Þó taldi hún líklegt að einstaklingurinn sem steig fram yrði kallaður fyrir sem vitni við aðalmeðferð málsins sem fyrirhuguð er um mánaðamótin. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á átta og hálfu kílói af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði annars vegar og kannabisræktun í Þykkvabæ hins vegar. Þrír aðrir voru ákærðir fyrir aðild að kannabisræktuninni. Þau hafa játað aðild að málinu og fengu skilorðsbundna dóma á dögunum. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða árið 2007 sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Fram kom við fyrirtöku málsins á dögunum að Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, óttaðist að fyrrnefndir þrír gætu samræmt framburð sinn ef þeir heyrðu hvað hinir hefðu að segja í dómssal. RÚV greindi frá því á mánudag að Alvar og Einar Jökull hefðu verið þöglir sem gröfin í skýrslutökum hjá lögreglu og litlu svarað um ásakanir á hendur sér. Hafa verjendur bent á að erfitt sé fyrir þá að svara fyrir ásakanir þegar ákæra í peningaþvættisanga málsins sé ekki komin fram. Svör við spurningum varðandi amfetamínframleiðsluna geti verið notuð gegn þeim í peningaþvættismálinu hvenær svo sem það kemur til kasta dómstóla. Óvænt útspil varð í málinu í síðustu viku þegar greint var frá því að fram hefði stigið karlmaður sem játaði alla sök í málinu. Sá hefur verið yfirheyrður af lögreglu en framburður hans engu breytt hvað saksókn varðar í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tjáði Vísi í síðustu viku að ákæra í málinu væri studd gögnum sem bentu til sektar ákærðu. Þó taldi hún líklegt að einstaklingurinn sem steig fram yrði kallaður fyrir sem vitni við aðalmeðferð málsins sem fyrirhuguð er um mánaðamótin.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira