Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. október 2019 06:00 Bandarísku hersveitirnar yfirgefa Sýrland í gær en mikil reiði ríkir meðal Kúrda vegna þess. Nordicphotos/Getty Bandarísku hersveitirnar sem staðsettar hafa verið í norðurhluta Sýrlands voru í gær fluttar yfir landamærin til Íraks. Um eitt hundrað brynvarðir bílar og flutningabílar fluttu hermennina. Reiðir íbúar á yfirráðasvæði Kúrda köstuðu skemmdum ávöxtum og grænmeti í bílalestina. Reuters-fréttastofan hafði eftir Mark Esper, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, að til greina komi að hafa hluta hersveitanna nálægt olíulindum í norðausturhluta Sýrlands. Þar gætu þær aðstoðað sveitir Kúrda við að verja lindirnar fyrir mögulegum árásum liðsmanna Íslamska ríkisins. Breski miðilinn The Guardian hefur eftir hinum 56 ára gamla verslunareiganda Khalil Omar að fólk sé mjög reitt og hafi rétt á því vegna framferðis Bandaríkjamanna. „Við sendum börnin okkar til að berjast með þeim gegn ISIS og svo yfirgefa þeir okkur. Það verður erfitt að jafna sig á þessum svikum og ég vona að við munum þetta í framtíðinni.“ Donald Trump sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu aldrei lofað Kúrdum því að vera á svæðinu í 400 ár til að vernda þá. Tímabundnu fimm daga vopnahléi á svæðinu lýkur í kvöld. Erdogan Tyrklandsforseti mun í dag ræða stöðuna á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Erdogan hefur sagt að innrás Tyrkja í Sýrland muni halda áfram eftir að vopnahléinu lýkur. Markmið Tyrkja er að koma á öryggissvæði á 440 kílómetra löngum kafla á landamærunum. Átök síðustu tveggja vikna eru að mati bresku mannréttindastofnunarinnar SOHR talin hafa kostað 120 óbreytta borgara lífið og um 470 liðsmenn hersveita Kúrda. Tyrknesk stjórnvöld halda því hins vegar fram að 765 hryðjuverkamenn hafi fallið en engir óbreyttir borgarar. Þá hafa um 300 þúsund manns yfirgefið heimili sín og hafa margir Kúrdar flúið yfir landamærin til Íraks. UNICEF greinir frá því að vatnsdælustöðin A’llouk sem sér um 400 þúsund manns fyrir hreinu vatni hafi nú verið óvirk á aðra viku eftir innrás Tyrkja. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Esper segir að hersveitir Bandaríkjanna verði áfram í Sýrlandi Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíuakrar muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið. 21. október 2019 22:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Bandarísku hersveitirnar sem staðsettar hafa verið í norðurhluta Sýrlands voru í gær fluttar yfir landamærin til Íraks. Um eitt hundrað brynvarðir bílar og flutningabílar fluttu hermennina. Reiðir íbúar á yfirráðasvæði Kúrda köstuðu skemmdum ávöxtum og grænmeti í bílalestina. Reuters-fréttastofan hafði eftir Mark Esper, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, að til greina komi að hafa hluta hersveitanna nálægt olíulindum í norðausturhluta Sýrlands. Þar gætu þær aðstoðað sveitir Kúrda við að verja lindirnar fyrir mögulegum árásum liðsmanna Íslamska ríkisins. Breski miðilinn The Guardian hefur eftir hinum 56 ára gamla verslunareiganda Khalil Omar að fólk sé mjög reitt og hafi rétt á því vegna framferðis Bandaríkjamanna. „Við sendum börnin okkar til að berjast með þeim gegn ISIS og svo yfirgefa þeir okkur. Það verður erfitt að jafna sig á þessum svikum og ég vona að við munum þetta í framtíðinni.“ Donald Trump sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu aldrei lofað Kúrdum því að vera á svæðinu í 400 ár til að vernda þá. Tímabundnu fimm daga vopnahléi á svæðinu lýkur í kvöld. Erdogan Tyrklandsforseti mun í dag ræða stöðuna á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Erdogan hefur sagt að innrás Tyrkja í Sýrland muni halda áfram eftir að vopnahléinu lýkur. Markmið Tyrkja er að koma á öryggissvæði á 440 kílómetra löngum kafla á landamærunum. Átök síðustu tveggja vikna eru að mati bresku mannréttindastofnunarinnar SOHR talin hafa kostað 120 óbreytta borgara lífið og um 470 liðsmenn hersveita Kúrda. Tyrknesk stjórnvöld halda því hins vegar fram að 765 hryðjuverkamenn hafi fallið en engir óbreyttir borgarar. Þá hafa um 300 þúsund manns yfirgefið heimili sín og hafa margir Kúrdar flúið yfir landamærin til Íraks. UNICEF greinir frá því að vatnsdælustöðin A’llouk sem sér um 400 þúsund manns fyrir hreinu vatni hafi nú verið óvirk á aðra viku eftir innrás Tyrkja.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Esper segir að hersveitir Bandaríkjanna verði áfram í Sýrlandi Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíuakrar muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið. 21. október 2019 22:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30
Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24
Esper segir að hersveitir Bandaríkjanna verði áfram í Sýrlandi Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíuakrar muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið. 21. október 2019 22:45