Heimsmeistari óánægður með að þurfa að sitja þjálfaranámskeið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2019 16:30 Jacobsen með heimsmeistarastyttuna. Danir unnu alla leiki sína á HM 2019. vísir/getty Þrátt fyrir að hafa gert danska karlalandsliðið í handbolta að heimsmeisturum í ársbyrjun á Nikolaj Jacobsen eftir að taka þjálfaragráðu sem gerir honum kleift að starfa við þjálfun á hæsta getustigi. Jacobsen hefur verið gert að klára EHF Pro License þjálfaragráðuna sem þjálfarar þurfa að hafa til að mega stýra liðum á stórmótum landsliða og í Meistaradeild Evrópu frá og með næsta tímabili. Jacobsen, og aðstoðarmaður hans með danska landsliðið, Henrik Kronborg, þurfa því að gjöra svo vel að setjast á skólabekk. Jacobsen hefur lítinn húmor fyrir því. „Árangurinn ætti að tala sínu máli. Stundum þurfa menn að horfa í gegnum fingur sér varðandi þá sem hafa þjálfað í mörg ár. Ég hef ekkert á móti því að klára verkefnin en mér finnst það frekar ýkt og smá vanvirðing að þurfa að sitja öll námskeiðin,“ sagði Jacobsen við Extra Bladet. „Það sem ég hef lært finnurðu ekki í bókum. Ég hef allt aðra þekkingu en kennararnir á námskeiðunum.“ Auk þess að hafa gert Dani að heimsmeisturum stýrði Jacobsen Rhein-Neckar Löwen til sigurs í þýsku úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Þá varð Aalborg danskur meistari undir hans stjórn. Misjafnt er milli landa hversu langan tíma það tekur að klára EHF Master Coach námið sem gerir þjálfurum kleift að taka EHF Pro License gráðuna. Í Þýskalandi tekur það aðeins en í Danmörku tekur það jafnan rúmlega eitt og hálft ár samkvæmt Extra Bladet. Jacobsen tók við danska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni fyrir tveimur árum. Þeir mætast á EM 2020 en Ísland og Danmörk eru saman í riðli ásamt Rússlandi og Ungverjalandi. Leikirnir í riðlinum fara fram í Svíþjóð. Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa gert danska karlalandsliðið í handbolta að heimsmeisturum í ársbyrjun á Nikolaj Jacobsen eftir að taka þjálfaragráðu sem gerir honum kleift að starfa við þjálfun á hæsta getustigi. Jacobsen hefur verið gert að klára EHF Pro License þjálfaragráðuna sem þjálfarar þurfa að hafa til að mega stýra liðum á stórmótum landsliða og í Meistaradeild Evrópu frá og með næsta tímabili. Jacobsen, og aðstoðarmaður hans með danska landsliðið, Henrik Kronborg, þurfa því að gjöra svo vel að setjast á skólabekk. Jacobsen hefur lítinn húmor fyrir því. „Árangurinn ætti að tala sínu máli. Stundum þurfa menn að horfa í gegnum fingur sér varðandi þá sem hafa þjálfað í mörg ár. Ég hef ekkert á móti því að klára verkefnin en mér finnst það frekar ýkt og smá vanvirðing að þurfa að sitja öll námskeiðin,“ sagði Jacobsen við Extra Bladet. „Það sem ég hef lært finnurðu ekki í bókum. Ég hef allt aðra þekkingu en kennararnir á námskeiðunum.“ Auk þess að hafa gert Dani að heimsmeisturum stýrði Jacobsen Rhein-Neckar Löwen til sigurs í þýsku úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Þá varð Aalborg danskur meistari undir hans stjórn. Misjafnt er milli landa hversu langan tíma það tekur að klára EHF Master Coach námið sem gerir þjálfurum kleift að taka EHF Pro License gráðuna. Í Þýskalandi tekur það aðeins en í Danmörku tekur það jafnan rúmlega eitt og hálft ár samkvæmt Extra Bladet. Jacobsen tók við danska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni fyrir tveimur árum. Þeir mætast á EM 2020 en Ísland og Danmörk eru saman í riðli ásamt Rússlandi og Ungverjalandi. Leikirnir í riðlinum fara fram í Svíþjóð.
Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira