Heimsmeistari óánægður með að þurfa að sitja þjálfaranámskeið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2019 16:30 Jacobsen með heimsmeistarastyttuna. Danir unnu alla leiki sína á HM 2019. vísir/getty Þrátt fyrir að hafa gert danska karlalandsliðið í handbolta að heimsmeisturum í ársbyrjun á Nikolaj Jacobsen eftir að taka þjálfaragráðu sem gerir honum kleift að starfa við þjálfun á hæsta getustigi. Jacobsen hefur verið gert að klára EHF Pro License þjálfaragráðuna sem þjálfarar þurfa að hafa til að mega stýra liðum á stórmótum landsliða og í Meistaradeild Evrópu frá og með næsta tímabili. Jacobsen, og aðstoðarmaður hans með danska landsliðið, Henrik Kronborg, þurfa því að gjöra svo vel að setjast á skólabekk. Jacobsen hefur lítinn húmor fyrir því. „Árangurinn ætti að tala sínu máli. Stundum þurfa menn að horfa í gegnum fingur sér varðandi þá sem hafa þjálfað í mörg ár. Ég hef ekkert á móti því að klára verkefnin en mér finnst það frekar ýkt og smá vanvirðing að þurfa að sitja öll námskeiðin,“ sagði Jacobsen við Extra Bladet. „Það sem ég hef lært finnurðu ekki í bókum. Ég hef allt aðra þekkingu en kennararnir á námskeiðunum.“ Auk þess að hafa gert Dani að heimsmeisturum stýrði Jacobsen Rhein-Neckar Löwen til sigurs í þýsku úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Þá varð Aalborg danskur meistari undir hans stjórn. Misjafnt er milli landa hversu langan tíma það tekur að klára EHF Master Coach námið sem gerir þjálfurum kleift að taka EHF Pro License gráðuna. Í Þýskalandi tekur það aðeins en í Danmörku tekur það jafnan rúmlega eitt og hálft ár samkvæmt Extra Bladet. Jacobsen tók við danska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni fyrir tveimur árum. Þeir mætast á EM 2020 en Ísland og Danmörk eru saman í riðli ásamt Rússlandi og Ungverjalandi. Leikirnir í riðlinum fara fram í Svíþjóð. Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa gert danska karlalandsliðið í handbolta að heimsmeisturum í ársbyrjun á Nikolaj Jacobsen eftir að taka þjálfaragráðu sem gerir honum kleift að starfa við þjálfun á hæsta getustigi. Jacobsen hefur verið gert að klára EHF Pro License þjálfaragráðuna sem þjálfarar þurfa að hafa til að mega stýra liðum á stórmótum landsliða og í Meistaradeild Evrópu frá og með næsta tímabili. Jacobsen, og aðstoðarmaður hans með danska landsliðið, Henrik Kronborg, þurfa því að gjöra svo vel að setjast á skólabekk. Jacobsen hefur lítinn húmor fyrir því. „Árangurinn ætti að tala sínu máli. Stundum þurfa menn að horfa í gegnum fingur sér varðandi þá sem hafa þjálfað í mörg ár. Ég hef ekkert á móti því að klára verkefnin en mér finnst það frekar ýkt og smá vanvirðing að þurfa að sitja öll námskeiðin,“ sagði Jacobsen við Extra Bladet. „Það sem ég hef lært finnurðu ekki í bókum. Ég hef allt aðra þekkingu en kennararnir á námskeiðunum.“ Auk þess að hafa gert Dani að heimsmeisturum stýrði Jacobsen Rhein-Neckar Löwen til sigurs í þýsku úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Þá varð Aalborg danskur meistari undir hans stjórn. Misjafnt er milli landa hversu langan tíma það tekur að klára EHF Master Coach námið sem gerir þjálfurum kleift að taka EHF Pro License gráðuna. Í Þýskalandi tekur það aðeins en í Danmörku tekur það jafnan rúmlega eitt og hálft ár samkvæmt Extra Bladet. Jacobsen tók við danska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni fyrir tveimur árum. Þeir mætast á EM 2020 en Ísland og Danmörk eru saman í riðli ásamt Rússlandi og Ungverjalandi. Leikirnir í riðlinum fara fram í Svíþjóð.
Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira