Bæta megi meðferð mála gegn lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. október 2019 08:00 Héraðssaksóknari segir það óheppilegt að brot lögreglumanna sem framin eru utan vinnutíma séu rannsökuð af lögreglustjóra eins og önnur brot. Þannig séu samstarfsmenn að rannsaka brot vinnufélaga. Fréttablaðið/Ernir Héraðssaksóknari telur vankanta vera á fyrirkomulagi rannsókna og saksóknar fyrir refsiverð brot lögreglumanna. Þetta kemur fram í umsögn héraðssaksóknara til allsherjar- og menntamálanefndar um tillögu Pírata um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Þeir þættir sem nefndir eru í umsögninni lúta að meginreglunni um hlutleysi og sjálfstæði ákæruvaldsins. Lögreglumenn hjá embætti héraðssaksóknara rannsaka bæði meint brot einstaklinga gegn valdstjórninni og kærur á hendur lögreglumönnum. „Það gerist oft að sama atvik leiðir til rannsóknar á meintu valdstjórnarbroti og rannsóknar á meintu broti lögreglu í starfi. Það getur verið óheppilegt,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, spurð nánar um umsögnina. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í alvarlegustu brotum á hegningarlögum svo sem manndráp og alvarleg líkamsárásarmál og kynferðisbrotamál. Slík mál eru rannsökuð af lögreglustjórum, hverjum í sínu umdæmi. „Lögreglumenn sem koma að þessum málum eru því oft vitni þegar málin fara fyrir dóm og kallar það á nokkur samskipti við lögreglumenn,“ segir Kolbrún. Hún bendir einnig á að brot lögreglumanna sem framin eru utan vinnutíma, séu rannsökuð af viðkomandi lögreglustjóra eins og önnur brot. „Það getur að sjálfsögðu verið óheppilegt að samstarfsmenn rannsaki brot vinnufélaga sinna,“ segir Kolbrún.Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari.vísir/vilhelmÍ tillögu Helga Hrafns Gunnarssonar um sjálfstætt eftirlit með lögreglu er lagt til að komið verði á fót sérstakri stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Stofnunin hefði það hlutverk að hefja athugun mála að eigin frumkvæði, taka við kærum einstaklinga sem telja lögreglu hafa brotið gegn réttindum sínum, rannsaka ætluð brot lögreglumanna í starfi, rannsaka tilkynningar um einelti og kynferðislega áreitni innan lögregluliða og rannsaka efni nafnlausra ábendinga innan lögreglu eða stjórnsýslu. Þá verði einnig kannað hvort slík stofnun gæti farið með ákæruvald í málum sem undir hana heyra. Aðspurð um ákæruvald hjá slíkri stofnun segist Kolbrún ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort slík leið væri heppileg. Það kalli á sérstaka skoðun en misjafnt sé á Norðurlöndum hvor leiðin sé farin. „Öll umræða um málaflokkinn er hins vegar af hinu góða enda miklir hagsmunir fólgnir í því að traust ríki um hann, bæði hjá borgurunum og eins hjá starfsmönnum lögreglu,“ segir Kolbrún. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi hefur nefnd um eftirlit með lögreglu einnig veitt umsögn um málið og telur nefndin að þörf sé fyrir öflugra eftirlit með lögreglu og ríkari og víðtækari rannsóknarheimildir en nefndin hefur nú. Í umsögninni segir að það myndi auka slagkraft nefndarinnar verulega „ef bæði lagaheimildir nefndarinnar og starfsumhverfi gerðu það kleift að hjá nefndinni væri starfandi rannsakandi sem kæmi að rannsókn þeirra mála sem nefndin hefði til meðferðar hverju sinni“. Hlutverk nefndarinnar er að koma kvörtunum vegna lögreglu í viðeigandi farveg og eftir atvikum koma með athugasemdir við afgreiðslu og meðferð mála. Nefndin hefur hins vegar engar sjálfstæðar rannsóknarheimildir og getur ekki beitt lögreglumenn eða lögreglustjóra viðurlögum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Héraðssaksóknari telur vankanta vera á fyrirkomulagi rannsókna og saksóknar fyrir refsiverð brot lögreglumanna. Þetta kemur fram í umsögn héraðssaksóknara til allsherjar- og menntamálanefndar um tillögu Pírata um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Þeir þættir sem nefndir eru í umsögninni lúta að meginreglunni um hlutleysi og sjálfstæði ákæruvaldsins. Lögreglumenn hjá embætti héraðssaksóknara rannsaka bæði meint brot einstaklinga gegn valdstjórninni og kærur á hendur lögreglumönnum. „Það gerist oft að sama atvik leiðir til rannsóknar á meintu valdstjórnarbroti og rannsóknar á meintu broti lögreglu í starfi. Það getur verið óheppilegt,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, spurð nánar um umsögnina. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í alvarlegustu brotum á hegningarlögum svo sem manndráp og alvarleg líkamsárásarmál og kynferðisbrotamál. Slík mál eru rannsökuð af lögreglustjórum, hverjum í sínu umdæmi. „Lögreglumenn sem koma að þessum málum eru því oft vitni þegar málin fara fyrir dóm og kallar það á nokkur samskipti við lögreglumenn,“ segir Kolbrún. Hún bendir einnig á að brot lögreglumanna sem framin eru utan vinnutíma, séu rannsökuð af viðkomandi lögreglustjóra eins og önnur brot. „Það getur að sjálfsögðu verið óheppilegt að samstarfsmenn rannsaki brot vinnufélaga sinna,“ segir Kolbrún.Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari.vísir/vilhelmÍ tillögu Helga Hrafns Gunnarssonar um sjálfstætt eftirlit með lögreglu er lagt til að komið verði á fót sérstakri stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Stofnunin hefði það hlutverk að hefja athugun mála að eigin frumkvæði, taka við kærum einstaklinga sem telja lögreglu hafa brotið gegn réttindum sínum, rannsaka ætluð brot lögreglumanna í starfi, rannsaka tilkynningar um einelti og kynferðislega áreitni innan lögregluliða og rannsaka efni nafnlausra ábendinga innan lögreglu eða stjórnsýslu. Þá verði einnig kannað hvort slík stofnun gæti farið með ákæruvald í málum sem undir hana heyra. Aðspurð um ákæruvald hjá slíkri stofnun segist Kolbrún ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort slík leið væri heppileg. Það kalli á sérstaka skoðun en misjafnt sé á Norðurlöndum hvor leiðin sé farin. „Öll umræða um málaflokkinn er hins vegar af hinu góða enda miklir hagsmunir fólgnir í því að traust ríki um hann, bæði hjá borgurunum og eins hjá starfsmönnum lögreglu,“ segir Kolbrún. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi hefur nefnd um eftirlit með lögreglu einnig veitt umsögn um málið og telur nefndin að þörf sé fyrir öflugra eftirlit með lögreglu og ríkari og víðtækari rannsóknarheimildir en nefndin hefur nú. Í umsögninni segir að það myndi auka slagkraft nefndarinnar verulega „ef bæði lagaheimildir nefndarinnar og starfsumhverfi gerðu það kleift að hjá nefndinni væri starfandi rannsakandi sem kæmi að rannsókn þeirra mála sem nefndin hefði til meðferðar hverju sinni“. Hlutverk nefndarinnar er að koma kvörtunum vegna lögreglu í viðeigandi farveg og eftir atvikum koma með athugasemdir við afgreiðslu og meðferð mála. Nefndin hefur hins vegar engar sjálfstæðar rannsóknarheimildir og getur ekki beitt lögreglumenn eða lögreglustjóra viðurlögum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira