Gagnrýnin kom Trump á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2019 18:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. Þetta sagði Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins í dag. Mulvaney sagði einnig að Trump teldi sig enn vera í þeim bransa að taka vel á móti fólki. Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við að halda fundinn í Doral-klúbbnum og sagði ástæðuna vera „geðsjúkt og órökrétt mótlæti Demókrata og fjölmiðla“.Í viðtali á Fox í dag sagði Mulvaney að mótætið hefði komið forsetanum á óvart. Hann hafi viljað taka á móti stærstu þjóðarleiðtogum heims og halda mikla hátíð. Trump hafi verið sannfærður um að það væri hægt í Doral.Mulvaney bætti við að hann teldi ákvörðunina rétta. G7-ríkin eru, auk Bandaríkjanna, Bretland, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan og Þýskaland. Áðurnefnd gagnrýni sneri að mestu leyti að því að stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar embættismönnum og kjörnum fulltrúum að taka við fé frá erlendum aðilum eða hinu opinbera í Bandaríkjunum án samþykkis þingsins. Gagnrýnin kom þó ekki eingöngu frá Demókrötum og fjölmiðlum. Hún kom einnig frá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Only on FOX News Sunday: Mick Mulvaney reacts to the president's decision to scrap the G7 summit at his Doral resort: "At the end of the day he (the President) still considers himself to be in the hospitality business." Exclusively on FOX News Sunday. Check your local listings. pic.twitter.com/vYfJCwPtJK — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) October 20, 2019 Alla forsetatíð Trump hefur hann verið gagnrýndur vegna áframhaldandi reksturs hans. Meðal annars ferðast hann reglulega til klúbba sem hann á og ver fríum þar og helgum, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið. Alls hefur hann farið rúmlega 300 sinnum til eigin fyrirtækja, samkvæmt Politico, sem vísar í opinberar tölur frá Hvíta húsinu.Þá hafa erlendir erindrekar gist á hótelum hans, eins og í Washington DC. Tæknilega séð gæti það verið að taka við greiðslu frá erlendum aðilum og hinu opinbera, samkvæmt gagnrýnendum hans, og hafa mál verið höfðuð gegn honum vegna þessa. Rannsókn Demókrata vegna mögulegrar ákæru gegn Trump fyrir embættisbrot snýr meðal annars að því hvort Trump sé að græða á forsetaembættinu. Til stóð að fulltrúadeild Bandaríkjaþings myndi greiða atkvæði um ályktunartillögu sem ætlað var að fordæma ákvörðun Trump að halda G7-fundinn í Miami. Búið er að hætta við þá atkvæðagreiðslu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. Þetta sagði Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins í dag. Mulvaney sagði einnig að Trump teldi sig enn vera í þeim bransa að taka vel á móti fólki. Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við að halda fundinn í Doral-klúbbnum og sagði ástæðuna vera „geðsjúkt og órökrétt mótlæti Demókrata og fjölmiðla“.Í viðtali á Fox í dag sagði Mulvaney að mótætið hefði komið forsetanum á óvart. Hann hafi viljað taka á móti stærstu þjóðarleiðtogum heims og halda mikla hátíð. Trump hafi verið sannfærður um að það væri hægt í Doral.Mulvaney bætti við að hann teldi ákvörðunina rétta. G7-ríkin eru, auk Bandaríkjanna, Bretland, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan og Þýskaland. Áðurnefnd gagnrýni sneri að mestu leyti að því að stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar embættismönnum og kjörnum fulltrúum að taka við fé frá erlendum aðilum eða hinu opinbera í Bandaríkjunum án samþykkis þingsins. Gagnrýnin kom þó ekki eingöngu frá Demókrötum og fjölmiðlum. Hún kom einnig frá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Only on FOX News Sunday: Mick Mulvaney reacts to the president's decision to scrap the G7 summit at his Doral resort: "At the end of the day he (the President) still considers himself to be in the hospitality business." Exclusively on FOX News Sunday. Check your local listings. pic.twitter.com/vYfJCwPtJK — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) October 20, 2019 Alla forsetatíð Trump hefur hann verið gagnrýndur vegna áframhaldandi reksturs hans. Meðal annars ferðast hann reglulega til klúbba sem hann á og ver fríum þar og helgum, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið. Alls hefur hann farið rúmlega 300 sinnum til eigin fyrirtækja, samkvæmt Politico, sem vísar í opinberar tölur frá Hvíta húsinu.Þá hafa erlendir erindrekar gist á hótelum hans, eins og í Washington DC. Tæknilega séð gæti það verið að taka við greiðslu frá erlendum aðilum og hinu opinbera, samkvæmt gagnrýnendum hans, og hafa mál verið höfðuð gegn honum vegna þessa. Rannsókn Demókrata vegna mögulegrar ákæru gegn Trump fyrir embættisbrot snýr meðal annars að því hvort Trump sé að græða á forsetaembættinu. Til stóð að fulltrúadeild Bandaríkjaþings myndi greiða atkvæði um ályktunartillögu sem ætlað var að fordæma ákvörðun Trump að halda G7-fundinn í Miami. Búið er að hætta við þá atkvæðagreiðslu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira