Afvopnaði nemanda og gaf honum faðmlag Sylvía Hall skrifar 20. október 2019 12:14 Myndbandsupptaka hefur verið birt af atvikinu. Skjáskot Þann 17. maí á þessu ári gekk hinn átján ára gamli Angel Granados-Diaz inn í kennslustofu í Parkrose framhaldsskólanum vopnaður haglabyssu. Diaz hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum um nokkurt skeið og ætlaði sér að fremja sjálfsvíg. Keanon Lowe, knattspyrnuþjálfari skólans og öryggisvörður, var fljótur til og afvopnaði nemandann. Hann segist hafa séð svipinn á Diaz og áttað sig á því að um alvöru skotvopn væri að ræða. „Eðlisávísunin tók yfir,“ sagði Lowe í samtali við blaðamenn en óhætt er að segja að hann hafi með þessu náð að afstýra því sem var yfirvofandi. Í nýlegri myndbandsupptöku úr öryggismyndavélum skólans hefur málið komist í hámæli á ný þar sem viðbrögð Lowe hafa vakið mikla athygli. Þegar Lowe hafði afvopnað Diaz fór fylgdi hann honum út úr kennslustofunni og fram á gang. Með skotvopnið í annarri höndinni tók hann utan um drenginn og gaf honum faðmlag. Á meðan kom annar maður hlaupandi og tók skotvopnið í burtu. Í fyrstu virðist Diaz vera hikandi og reynir að komast undan faðmlaginu en Lowe gefur sig ekki og heldur þéttingsfast um nemandann. Á endanum lætur Diaz undan og faðmar hann til baka í nokkurn tíma þar til þeir hverfa af því svæði sem myndavélin nær til. Eftir atvikið í maí lýsti Lowe því að hann hefði átt tilfinningaríka stund með nemandanum. Eftir að hann hefði afvopnað nemandann hafi þeir staðið tveir saman. „Þetta var tilfinningaríkt fyrir hann, þetta var tilfinningaríkt fyrir mig. Á þessari stundu fann ég fyrir samkennd. Oft á tíðum, sérstaklega þegar þú ert ungur, þá áttar þú þig ekki á því hvað þú ert að gera fyrr en það er afstaðið.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Þann 17. maí á þessu ári gekk hinn átján ára gamli Angel Granados-Diaz inn í kennslustofu í Parkrose framhaldsskólanum vopnaður haglabyssu. Diaz hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum um nokkurt skeið og ætlaði sér að fremja sjálfsvíg. Keanon Lowe, knattspyrnuþjálfari skólans og öryggisvörður, var fljótur til og afvopnaði nemandann. Hann segist hafa séð svipinn á Diaz og áttað sig á því að um alvöru skotvopn væri að ræða. „Eðlisávísunin tók yfir,“ sagði Lowe í samtali við blaðamenn en óhætt er að segja að hann hafi með þessu náð að afstýra því sem var yfirvofandi. Í nýlegri myndbandsupptöku úr öryggismyndavélum skólans hefur málið komist í hámæli á ný þar sem viðbrögð Lowe hafa vakið mikla athygli. Þegar Lowe hafði afvopnað Diaz fór fylgdi hann honum út úr kennslustofunni og fram á gang. Með skotvopnið í annarri höndinni tók hann utan um drenginn og gaf honum faðmlag. Á meðan kom annar maður hlaupandi og tók skotvopnið í burtu. Í fyrstu virðist Diaz vera hikandi og reynir að komast undan faðmlaginu en Lowe gefur sig ekki og heldur þéttingsfast um nemandann. Á endanum lætur Diaz undan og faðmar hann til baka í nokkurn tíma þar til þeir hverfa af því svæði sem myndavélin nær til. Eftir atvikið í maí lýsti Lowe því að hann hefði átt tilfinningaríka stund með nemandanum. Eftir að hann hefði afvopnað nemandann hafi þeir staðið tveir saman. „Þetta var tilfinningaríkt fyrir hann, þetta var tilfinningaríkt fyrir mig. Á þessari stundu fann ég fyrir samkennd. Oft á tíðum, sérstaklega þegar þú ert ungur, þá áttar þú þig ekki á því hvað þú ert að gera fyrr en það er afstaðið.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira