Fundur G7 verður ekki haldinn á golfklúbbi Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 11:59 Donald Trump tilkynnti í gær að G7 fundurinn yrði ekki haldinn á golfklúbbnum National Doral, sem er í eigu hans. getty/Tom Pennington Donald Trump er hættur við að halda næsta fund leiðtoga G7 ríkjanna í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu hans. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Trump tilkynnti þetta á laugardagskvöld eftir að hann var ásakaður um að nota forsetasætið til að auðgast með því að halda alþjóðlega fundinn á einkaklúbbnum sem er í eigu fjölskyldu hans. „Vegna fjölmiðla og tilgangslausrar andstöðu Demókrata, munum við ekki lengur íhuga að halda G7 fundinn á Trump National Doral í Miami árið 2020,“ skrifaði forsetinn á Twitter. Hann sagði að stjórn hans „muni hefja leit að öðrum stað, þar á meðal Camp David, tafarlaust.“I thought I was doing something very good for our Country by using Trump National Doral, in Miami, for hosting the G-7 Leaders. It is big, grand, on hundreds of acres, next to MIAMI INTERNATIONAL AIRPORT, has tremendous ballrooms & meeting rooms, and each delegation would have... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2019.....its own 50 to 70 unit building. Would set up better than other alternatives. I announced that I would be willing to do it at NO PROFIT or, if legally permissible, at ZERO COST to the USA. But, as usual, the Hostile Media & their Democrat Partners went CRAZY! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2019....Therefore, based on both Media & Democrat Crazed and Irrational Hostility, we will no longer consider Trump National Doral, Miami, as the Host Site for the G-7 in 2020. We will begin the search for another site, including the possibility of Camp David, immediately. Thank you! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2019 Ákvörðun Trumps hefur vakið upp spurningar um stöðu Mick Mulvaney, starfsmannastjóra hans, en hann sagði á blaðamannafundi á fimmtudag, þar sem hann tilkynnti að Doral yrði fyrir valinu, að staðsetningin væri „besta staðsetningin“ fyrir fundinn. Þá sagði Mulvaney að Hvíta húsið hefði komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa heimsótt tíu staðsetningar út um allt land. Á blaðamannafundinum sagði hann einnig að Trump hafi tryggt aðstoð Bandaríkjanna í Úkraínu í skiptum fyrir rannsókn Úkraínu á Demókrötum í forsetakosningunum 2016. Mulvaney hélt því síðar fram að ummæli hans um málið hafi verið tekin úr samhengi.Taktlaust að halda fundinn á einkaklúbbi forsetans Trump er fyrsti þjóðarleiðtoginn sem hefur opinberlega talað um ákvörðun sína um staðsetningu á G7 fundinum en í ágúst talaði hann um að staðsetningin væri ofarlega í huga og sagði kosti staðarins meðal annars vera gæði húsnæðisins og hversu nálægt klúbburinn væri alþjóðlega flugvellinum í Miami. Hann var harðlega gagnrýndur af Demókrötum fyrir athugasemdirnar en þeir sögðu athugasemdirnar uggandi og bæru vott um að hann hygðist nýta stöðu sína til að hagnast persónulega. Gagnrýnin minnkaði ekki þegar hann sagði að hann myndi tryggja að fundurinn yrði haldinn á kostnaðarverði, en hann neitaði að birta fjármálaupplýsingar. Noah Bookbinder, framkvæmdarstjóri Citizens for Responsibility and Ethics í Washington sagði að ákvörðun Trumps á laugardag marki það að hann hafi „gert sér grein fyrir að staðsetningin væri óviðeigandi en það hafi verið furðulegt að forsetinn hafi nokkurn tímann haldið að þetta væri viðeigandi eða að hann kæmist upp með þetta.“ Klukkutíma áður en Trump tilkynnti breytingarnar fordæmdi forsetaframbjóðandinn Joe Biden áætlanir Trumps um að halda fundinn á Doral. „Að halda G7 fundinn á hóteli í eigu Trumps? Forseti ætti aldrei að geta notað embætti til að auðgast,“ sagði fyrrverandi varaforsetinn. Á fimmtudag sagði Mulvaney það úr myndinni að fundurinn yrði haldinn á Camp David, sem er sumarbústaður forsetans, og sagð: „Mér skilst að fólk sem hefur verið á fundi þar þótti það hræðilegur staður til að halda G7 fundinn.“ Hann bætti því við að staðurinn væri of lítill og of afskekktur fyrir alþjóðlega fundinn. Mulvaney sagði að staðir á Hawaii og í Utah hafi verið skoðaðir. Ekki er víst hvort þeir staðir komi til greina fyrir fundinn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump 17. október 2019 18:08 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Donald Trump er hættur við að halda næsta fund leiðtoga G7 ríkjanna í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu hans. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Trump tilkynnti þetta á laugardagskvöld eftir að hann var ásakaður um að nota forsetasætið til að auðgast með því að halda alþjóðlega fundinn á einkaklúbbnum sem er í eigu fjölskyldu hans. „Vegna fjölmiðla og tilgangslausrar andstöðu Demókrata, munum við ekki lengur íhuga að halda G7 fundinn á Trump National Doral í Miami árið 2020,“ skrifaði forsetinn á Twitter. Hann sagði að stjórn hans „muni hefja leit að öðrum stað, þar á meðal Camp David, tafarlaust.“I thought I was doing something very good for our Country by using Trump National Doral, in Miami, for hosting the G-7 Leaders. It is big, grand, on hundreds of acres, next to MIAMI INTERNATIONAL AIRPORT, has tremendous ballrooms & meeting rooms, and each delegation would have... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2019.....its own 50 to 70 unit building. Would set up better than other alternatives. I announced that I would be willing to do it at NO PROFIT or, if legally permissible, at ZERO COST to the USA. But, as usual, the Hostile Media & their Democrat Partners went CRAZY! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2019....Therefore, based on both Media & Democrat Crazed and Irrational Hostility, we will no longer consider Trump National Doral, Miami, as the Host Site for the G-7 in 2020. We will begin the search for another site, including the possibility of Camp David, immediately. Thank you! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2019 Ákvörðun Trumps hefur vakið upp spurningar um stöðu Mick Mulvaney, starfsmannastjóra hans, en hann sagði á blaðamannafundi á fimmtudag, þar sem hann tilkynnti að Doral yrði fyrir valinu, að staðsetningin væri „besta staðsetningin“ fyrir fundinn. Þá sagði Mulvaney að Hvíta húsið hefði komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa heimsótt tíu staðsetningar út um allt land. Á blaðamannafundinum sagði hann einnig að Trump hafi tryggt aðstoð Bandaríkjanna í Úkraínu í skiptum fyrir rannsókn Úkraínu á Demókrötum í forsetakosningunum 2016. Mulvaney hélt því síðar fram að ummæli hans um málið hafi verið tekin úr samhengi.Taktlaust að halda fundinn á einkaklúbbi forsetans Trump er fyrsti þjóðarleiðtoginn sem hefur opinberlega talað um ákvörðun sína um staðsetningu á G7 fundinum en í ágúst talaði hann um að staðsetningin væri ofarlega í huga og sagði kosti staðarins meðal annars vera gæði húsnæðisins og hversu nálægt klúbburinn væri alþjóðlega flugvellinum í Miami. Hann var harðlega gagnrýndur af Demókrötum fyrir athugasemdirnar en þeir sögðu athugasemdirnar uggandi og bæru vott um að hann hygðist nýta stöðu sína til að hagnast persónulega. Gagnrýnin minnkaði ekki þegar hann sagði að hann myndi tryggja að fundurinn yrði haldinn á kostnaðarverði, en hann neitaði að birta fjármálaupplýsingar. Noah Bookbinder, framkvæmdarstjóri Citizens for Responsibility and Ethics í Washington sagði að ákvörðun Trumps á laugardag marki það að hann hafi „gert sér grein fyrir að staðsetningin væri óviðeigandi en það hafi verið furðulegt að forsetinn hafi nokkurn tímann haldið að þetta væri viðeigandi eða að hann kæmist upp með þetta.“ Klukkutíma áður en Trump tilkynnti breytingarnar fordæmdi forsetaframbjóðandinn Joe Biden áætlanir Trumps um að halda fundinn á Doral. „Að halda G7 fundinn á hóteli í eigu Trumps? Forseti ætti aldrei að geta notað embætti til að auðgast,“ sagði fyrrverandi varaforsetinn. Á fimmtudag sagði Mulvaney það úr myndinni að fundurinn yrði haldinn á Camp David, sem er sumarbústaður forsetans, og sagð: „Mér skilst að fólk sem hefur verið á fundi þar þótti það hræðilegur staður til að halda G7 fundinn.“ Hann bætti því við að staðurinn væri of lítill og of afskekktur fyrir alþjóðlega fundinn. Mulvaney sagði að staðir á Hawaii og í Utah hafi verið skoðaðir. Ekki er víst hvort þeir staðir komi til greina fyrir fundinn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump 17. október 2019 18:08 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump 17. október 2019 18:08
Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00