Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2019 20:30 Móðir situr uppi með milljón króna skuld eftir að dóttir hennar stofnaði til umtalsverða viðskipta með hjálp Íslykils. Þjóðskrá mælist til þess að fyrirtæki bjóði viðskiptavinum sínum ekki upp á að nota einfaldan íslykil til að stofna til fjárhagsskuldbindinga. Fjallað var um málið fyrst í Fréttablaðinu í morgun. Dóttir Jónu Guðrúnar Ólafsdóttir, sem er í mikilli neyslu, náði að skrá sig inn á íslykil móður sinnar eftir að hafa reynt 7-8 sinnum að giska á rétt leyniorð. Eftir að hafa aflað sér auðkennið stofnaði hún reikning á greiðsluappinu Pei sem hún notaði til að versla fyrir milljón krónur hjá raftækjaversluninni Elko. Jóna Guðrún uppgötvaði þetta á mánudag og setti sig í samband Greiðslumiðlun, sem á Pei, sem gaf þau svör að viðskiptin væru alfarið á ábyrgð Jónu. „Ég fæ aldrei tilkynningu um að hún hafi verið að reyna að komast þar inn. Það er undarlegt, maður er þarna með símanúmer og tölvupóstfang en fær enga tilkynningu. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Ég fæ þau svör frá Greiðslumiðlun að ég eigi að borga þetta og ég var mjög reið þegar ég talaði við þau, eðlilega, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona reikning.“Hafði lokað á öll önnur auðkenni Jóna er ósátt við að hægt sé að nota svo óörugga leið til að stofna til reikningsviðskipta. Hún hafði skipt um öll önnur lykilorð og auðkenni. „Maður heldur að maður sé öruggur en þá finnur hún einhverja margra ára gamalt greiðsluform, sem ég hélt að væri ekki greiðsluform. Ég hélt að þetta væri bara auðkenni inn í mínar síður hjá sjúkrasamlagi, enda hef ég ekki notað þetta í mörg ár. Ég er alveg viss um að það er fullt af fólki sem er ekki að nota íslykilinn sinn lengur,“ segir Jóna. Mæla með styrktum Íslykli Íslykillinn er á vegum Þjóðskrár en þar fengust þau svör að ekki sé mælst til þess að fyrirtæki notist við einfaldan íslykil þegar stofnað er til reikningsviðskipta. Þjóðskrá býður upp á áhættumat fyrir fyrirtækin til að velja viðeigandi leið til auðkenningar. Hægt er að velja einfaldan Íslykil, styrktan Íslykil og rafrænt skilríki. Þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga er mælst til þess að fyrirtæki styðjist að lágmarki við styrktan Íslykil þar sem einnig þarf að auðkenna sig með sms-kóða. Inni á Íslyklinum er það þannig að tuttugu tilraunir eru veittar við innskráningu. Ef rétt lykilorð er ekki slegið inn í tuttugustu tilraun er reikningnum lokað. Þeir sem það reyna skilja eftir sig slóð sem er hægt að rekja. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir tilfelli Jónu Guðrúnar gefa tilefni til endurskoðunar á ferlinu. „Þegar svona tilvik kemur upp þá staldra náttúrlega allir við og við förum yfir okkar skilmála, verkferla og uppsetningu á hlutunum almennt séð,“ segir Margrét. Hjá Greiðslumiðlun fengust þau svör að fyrirtækið hafi lokað fyrir Íslykil tímabundið á meðan áreiðanleiki og öryggi innskráningaraðferðarinnar er skoðaður. Netöryggi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
Móðir situr uppi með milljón króna skuld eftir að dóttir hennar stofnaði til umtalsverða viðskipta með hjálp Íslykils. Þjóðskrá mælist til þess að fyrirtæki bjóði viðskiptavinum sínum ekki upp á að nota einfaldan íslykil til að stofna til fjárhagsskuldbindinga. Fjallað var um málið fyrst í Fréttablaðinu í morgun. Dóttir Jónu Guðrúnar Ólafsdóttir, sem er í mikilli neyslu, náði að skrá sig inn á íslykil móður sinnar eftir að hafa reynt 7-8 sinnum að giska á rétt leyniorð. Eftir að hafa aflað sér auðkennið stofnaði hún reikning á greiðsluappinu Pei sem hún notaði til að versla fyrir milljón krónur hjá raftækjaversluninni Elko. Jóna Guðrún uppgötvaði þetta á mánudag og setti sig í samband Greiðslumiðlun, sem á Pei, sem gaf þau svör að viðskiptin væru alfarið á ábyrgð Jónu. „Ég fæ aldrei tilkynningu um að hún hafi verið að reyna að komast þar inn. Það er undarlegt, maður er þarna með símanúmer og tölvupóstfang en fær enga tilkynningu. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Ég fæ þau svör frá Greiðslumiðlun að ég eigi að borga þetta og ég var mjög reið þegar ég talaði við þau, eðlilega, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona reikning.“Hafði lokað á öll önnur auðkenni Jóna er ósátt við að hægt sé að nota svo óörugga leið til að stofna til reikningsviðskipta. Hún hafði skipt um öll önnur lykilorð og auðkenni. „Maður heldur að maður sé öruggur en þá finnur hún einhverja margra ára gamalt greiðsluform, sem ég hélt að væri ekki greiðsluform. Ég hélt að þetta væri bara auðkenni inn í mínar síður hjá sjúkrasamlagi, enda hef ég ekki notað þetta í mörg ár. Ég er alveg viss um að það er fullt af fólki sem er ekki að nota íslykilinn sinn lengur,“ segir Jóna. Mæla með styrktum Íslykli Íslykillinn er á vegum Þjóðskrár en þar fengust þau svör að ekki sé mælst til þess að fyrirtæki notist við einfaldan íslykil þegar stofnað er til reikningsviðskipta. Þjóðskrá býður upp á áhættumat fyrir fyrirtækin til að velja viðeigandi leið til auðkenningar. Hægt er að velja einfaldan Íslykil, styrktan Íslykil og rafrænt skilríki. Þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga er mælst til þess að fyrirtæki styðjist að lágmarki við styrktan Íslykil þar sem einnig þarf að auðkenna sig með sms-kóða. Inni á Íslyklinum er það þannig að tuttugu tilraunir eru veittar við innskráningu. Ef rétt lykilorð er ekki slegið inn í tuttugustu tilraun er reikningnum lokað. Þeir sem það reyna skilja eftir sig slóð sem er hægt að rekja. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir tilfelli Jónu Guðrúnar gefa tilefni til endurskoðunar á ferlinu. „Þegar svona tilvik kemur upp þá staldra náttúrlega allir við og við förum yfir okkar skilmála, verkferla og uppsetningu á hlutunum almennt séð,“ segir Margrét. Hjá Greiðslumiðlun fengust þau svör að fyrirtækið hafi lokað fyrir Íslykil tímabundið á meðan áreiðanleiki og öryggi innskráningaraðferðarinnar er skoðaður.
Netöryggi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira