Marcelo fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2019 23:30 Marceloa með Meistaradeildarbikarinn. vísir/getty Marcelo, leikmaður Real Madrid, fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Real Madrid tryggði sér þá þriðja Evrópumeistaratitilinn í röð með 3-1 sigri á Liverpool. „Ég gat ekki andað. Þetta var í búningsherberginu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ skrifar Marcelo í pistli á The Players Tribune. Þrátt fyrir að vera að spila sinn fjórða úrslitaleik í Meistaradeildinni á fimm árum leið Marcelo afar illa í aðdraganda leiksins gegn Liverpool í Kænugarði. „Það var eins og eitthvað væri fast í brjóstinu á mér, þessi mikli þrýstingur. Ég er ekki að tala um stress. Það er eðlilegt í fótbolta. Þetta var eitthvað annað. Mér leið eins og ég væri að kafna,“ skrifar Brassinn. „Þetta byrjaði allt kvöldið fyrir leikinn. Ég gat ekki borðað, ekki sofið. Ég hugsaði bara um leikinn. Fyrir nokkrum árum skammaði konan mín mig svo mikið fyrir að naga neglurnar að ég hætti því. En þegar ég vaknaði fyrir leikinn gegn Liverpool voru neglurnar farnar.“ Þrátt fyrir mikla vanlíðan spilaði Marcelo leikinn sem Madrídingar unnu eins og áður sagði. „Ég hef aldrei fundið fyrir meiri pressu. Kannski finnst fólki það skrítið. Við vorum búnir að vinna tvo titla í röð. Allir aðrir en stuðningsmenn okkar vildu að Liverpool myndu vinna. Hvert var vandamálið?“ skrifar Marcelo. „Þegar þú getur náð svona sögulegum áfanga finnurðu fyrir pressunni. En þarna fann ég virkilega fyrir henni. Ég hafði aldrei fengið svona ofsakvíða og vissi ekki hvað var í gangi. Ég íhugaði að tala við lækni en var að hræddur um að hann myndi ekki leyfa mér að spila. Ég varð að spila.“ Marcelo hefur alls fjórum sinnum orðið Evrópumeistari með Real Madrid. Hann kom til liðsins frá Fluminense í Brasilíu fyrir tólf árum.Pistil Marcelos má lesa með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira
Marcelo, leikmaður Real Madrid, fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Real Madrid tryggði sér þá þriðja Evrópumeistaratitilinn í röð með 3-1 sigri á Liverpool. „Ég gat ekki andað. Þetta var í búningsherberginu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ skrifar Marcelo í pistli á The Players Tribune. Þrátt fyrir að vera að spila sinn fjórða úrslitaleik í Meistaradeildinni á fimm árum leið Marcelo afar illa í aðdraganda leiksins gegn Liverpool í Kænugarði. „Það var eins og eitthvað væri fast í brjóstinu á mér, þessi mikli þrýstingur. Ég er ekki að tala um stress. Það er eðlilegt í fótbolta. Þetta var eitthvað annað. Mér leið eins og ég væri að kafna,“ skrifar Brassinn. „Þetta byrjaði allt kvöldið fyrir leikinn. Ég gat ekki borðað, ekki sofið. Ég hugsaði bara um leikinn. Fyrir nokkrum árum skammaði konan mín mig svo mikið fyrir að naga neglurnar að ég hætti því. En þegar ég vaknaði fyrir leikinn gegn Liverpool voru neglurnar farnar.“ Þrátt fyrir mikla vanlíðan spilaði Marcelo leikinn sem Madrídingar unnu eins og áður sagði. „Ég hef aldrei fundið fyrir meiri pressu. Kannski finnst fólki það skrítið. Við vorum búnir að vinna tvo titla í röð. Allir aðrir en stuðningsmenn okkar vildu að Liverpool myndu vinna. Hvert var vandamálið?“ skrifar Marcelo. „Þegar þú getur náð svona sögulegum áfanga finnurðu fyrir pressunni. En þarna fann ég virkilega fyrir henni. Ég hafði aldrei fengið svona ofsakvíða og vissi ekki hvað var í gangi. Ég íhugaði að tala við lækni en var að hræddur um að hann myndi ekki leyfa mér að spila. Ég varð að spila.“ Marcelo hefur alls fjórum sinnum orðið Evrópumeistari með Real Madrid. Hann kom til liðsins frá Fluminense í Brasilíu fyrir tólf árum.Pistil Marcelos má lesa með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti