Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. október 2019 13:22 Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Vísir/getty Íbúar á landsbyggðinni sem telja mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu en slúðrið er áhrifaþáttur á búsetuánægju fólks. Þetta er niðurstaða rannsóknar um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. „Rannsóknin mín er partur af verkefni sem Byggðastofnun er með um búferlaflutninga innan landsbyggðar. Ég er að vinna doktorsverkefni um búsetu ungra kvenna á landsbyggðinni og þar er einn af þeim áhrifaþáttum sem ég er að skoða er slúður,“ Gréta Bergrún segir að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar sé furðulegt hversu lítið slúður hafi verið rannsakað hingað til. „Þetta er í fyrsta skiptið sem verið er að skoða þetta. Við finnum þarna marktæk tengsl við það að þeim sem finnst mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu. Við sýnum fram á það núna að þetta er einn þáttur sem skiptir máli og hefur áhrif á búsetuánægju fólks.“ Í rannsókninni er sjónum sérstaklega beint að konum. „Það sem ég er að skoða gagnvart konum er hvort þetta beinist harðar gegn þeim og hafi öðruvísi áhrif á konur heldur en karla. Ég er til dæmis að skoða drusluskömmun og fleira.“Hefur eitthvað slíkt komið í ljós?„Í þeim viðtölum sem ég hef verið að taka þá er það bara þannig að konur verða frekar fyrir drusluskömmun frekar en karlar. Þetta er náttúrulega gömul saga og ný – við vitum það - og ekkert séríslenskt fyrirbrigði en það kannski hefur þau áhrif að þú ert þá frekar að fara úr þorpinu eða þá þeir sem fara með eitthvað orðspor á bakinu að þeir snúa síður til baka,“ segir Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi við Háskólann á Akureyri en hún flytur fyrirlestur um rannsóknina á Þjóðarspeglinum sem hefst á morgun. Hér er hægt að skoða veglega dagskrá Þjóðarspegilsins í ár. Byggðamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íbúar á landsbyggðinni sem telja mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu en slúðrið er áhrifaþáttur á búsetuánægju fólks. Þetta er niðurstaða rannsóknar um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. „Rannsóknin mín er partur af verkefni sem Byggðastofnun er með um búferlaflutninga innan landsbyggðar. Ég er að vinna doktorsverkefni um búsetu ungra kvenna á landsbyggðinni og þar er einn af þeim áhrifaþáttum sem ég er að skoða er slúður,“ Gréta Bergrún segir að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar sé furðulegt hversu lítið slúður hafi verið rannsakað hingað til. „Þetta er í fyrsta skiptið sem verið er að skoða þetta. Við finnum þarna marktæk tengsl við það að þeim sem finnst mikið slúðrað um sig eru marktækt líklegri til að flytja í burtu. Við sýnum fram á það núna að þetta er einn þáttur sem skiptir máli og hefur áhrif á búsetuánægju fólks.“ Í rannsókninni er sjónum sérstaklega beint að konum. „Það sem ég er að skoða gagnvart konum er hvort þetta beinist harðar gegn þeim og hafi öðruvísi áhrif á konur heldur en karla. Ég er til dæmis að skoða drusluskömmun og fleira.“Hefur eitthvað slíkt komið í ljós?„Í þeim viðtölum sem ég hef verið að taka þá er það bara þannig að konur verða frekar fyrir drusluskömmun frekar en karlar. Þetta er náttúrulega gömul saga og ný – við vitum það - og ekkert séríslenskt fyrirbrigði en það kannski hefur þau áhrif að þú ert þá frekar að fara úr þorpinu eða þá þeir sem fara með eitthvað orðspor á bakinu að þeir snúa síður til baka,“ segir Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi við Háskólann á Akureyri en hún flytur fyrirlestur um rannsóknina á Þjóðarspeglinum sem hefst á morgun. Hér er hægt að skoða veglega dagskrá Þjóðarspegilsins í ár.
Byggðamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira