Klopp hótar því að Liverpool neiti að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 09:00 Jürgen Klopp. Getty/Laurence Griffiths Liverpool komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit deildabikarins eftir sigur á Arsenal í ótrúlegum tíu marka leik á Anfield. Eftir leikinn fór Jürgen Klopp að tala um mögulegt skróp sinna manna í næstu umferð. Liverpool lenti margoft undir í leiknum, þar á meðal 3-1 og 4-2 en ungir leikmenn liðsins neituðu að gefast upp og liðinu tókst að tryggja sér vítakeppni. Liverpool skoraði úr öllum vítum sínum og vann sér sæti í næstu umferð. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tefldi fram varaliði í leiknum í gær og eftir hann talaði hann um möguleikann á því að mæta ekki í leikinn í átta liða úrslitunum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Það kemur í ljós í dag hverjum Liverpool mætir í átta liða úrslitunum.Jurgen Klopp says Liverpool might not be able to play their Carabao Cup quarter-final. Full story: https://t.co/NGftVkP94Kpic.twitter.com/pe5FCbr0pT — BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2019 Það er mikið að gera hjá Liverpool, ekki síst í desember, þar sem átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að vera spiluð. Það þekkja allir leikjaálagið í ensku úrvalsdeildinni yfir hátíðirnar en áður en kemur að því þá þarf Liverpool að ferðast til Katar til þess að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að fara fram í vikunni sem byrjar mánudaginn 16. desember. Liverpool liðið flýgur til Katar 18. desember og þarf að ferðast meira en ellefu þúsund kílómetra fram og til baka til þess að komast þangað. Liverpool spilar tvo leiki í heimsmeistarakeppninni, undanúrslitaleik og svo leik um gullið eða bronsið. Jürgen Klopp var skýrmæltur eftir leikinn og talaði hreint út eftir sigurinn á Arsenal. „Ef þeir finna ekki nýjan og ásættanlegan tíma fyrir leikinn okkar, ekki klukkan þrjú um nóttina á jóladag, þá munum við ekki spila þennan leik,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið. „Þú þarft að hugsa um þessa hluti. Ef menn setja leikjadagskrána þannig upp að eitt lið geti ekki spilað alla leikina, þá þurfa menn að hugsa sinn gang. Vonandi byrja menn að gera og vonandi strax núna,“ sagði Klopp. „Við ætlum ekki að verða fórnarlamb vandamálsins. Við spiluðum þennan leik og vildum vinna. Ef þeir finna ekki betri leiktíma fyrir leikinn í átta liða úrslitunum þá fara mótherjar okkar bara áfram í næstu umferð eða Arsenal fær að spila leikinn,“ sagði Klopp. Það eru þegar sjö leikir á dagskránni hjá Liverpool í desembermánuði en við það bætist umræddur leikur í átta liða úrslitum deildabikarsins og svo leikur um sæti í heimsmeistarakeppni félagsliða. Það á enn eftir að færa einn deildarleik Liverpool vegna ferðarinnar til Katar því liðið átti að mæta West Ham 20. desember.Carabao Cup quarters: Dec 17 & 18 Club World Cup semis: Dec 18 'If they can't find the proper date for us then we can't play the game and we don't go through' Was Liverpool's win over Arsenal all for nothing? #LFC#LIVARS#CarabaoCuphttps://t.co/vAiZtE1Y1U — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 31, 2019 Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Liverpool komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit deildabikarins eftir sigur á Arsenal í ótrúlegum tíu marka leik á Anfield. Eftir leikinn fór Jürgen Klopp að tala um mögulegt skróp sinna manna í næstu umferð. Liverpool lenti margoft undir í leiknum, þar á meðal 3-1 og 4-2 en ungir leikmenn liðsins neituðu að gefast upp og liðinu tókst að tryggja sér vítakeppni. Liverpool skoraði úr öllum vítum sínum og vann sér sæti í næstu umferð. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tefldi fram varaliði í leiknum í gær og eftir hann talaði hann um möguleikann á því að mæta ekki í leikinn í átta liða úrslitunum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Það kemur í ljós í dag hverjum Liverpool mætir í átta liða úrslitunum.Jurgen Klopp says Liverpool might not be able to play their Carabao Cup quarter-final. Full story: https://t.co/NGftVkP94Kpic.twitter.com/pe5FCbr0pT — BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2019 Það er mikið að gera hjá Liverpool, ekki síst í desember, þar sem átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að vera spiluð. Það þekkja allir leikjaálagið í ensku úrvalsdeildinni yfir hátíðirnar en áður en kemur að því þá þarf Liverpool að ferðast til Katar til þess að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að fara fram í vikunni sem byrjar mánudaginn 16. desember. Liverpool liðið flýgur til Katar 18. desember og þarf að ferðast meira en ellefu þúsund kílómetra fram og til baka til þess að komast þangað. Liverpool spilar tvo leiki í heimsmeistarakeppninni, undanúrslitaleik og svo leik um gullið eða bronsið. Jürgen Klopp var skýrmæltur eftir leikinn og talaði hreint út eftir sigurinn á Arsenal. „Ef þeir finna ekki nýjan og ásættanlegan tíma fyrir leikinn okkar, ekki klukkan þrjú um nóttina á jóladag, þá munum við ekki spila þennan leik,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið. „Þú þarft að hugsa um þessa hluti. Ef menn setja leikjadagskrána þannig upp að eitt lið geti ekki spilað alla leikina, þá þurfa menn að hugsa sinn gang. Vonandi byrja menn að gera og vonandi strax núna,“ sagði Klopp. „Við ætlum ekki að verða fórnarlamb vandamálsins. Við spiluðum þennan leik og vildum vinna. Ef þeir finna ekki betri leiktíma fyrir leikinn í átta liða úrslitunum þá fara mótherjar okkar bara áfram í næstu umferð eða Arsenal fær að spila leikinn,“ sagði Klopp. Það eru þegar sjö leikir á dagskránni hjá Liverpool í desembermánuði en við það bætist umræddur leikur í átta liða úrslitum deildabikarsins og svo leikur um sæti í heimsmeistarakeppni félagsliða. Það á enn eftir að færa einn deildarleik Liverpool vegna ferðarinnar til Katar því liðið átti að mæta West Ham 20. desember.Carabao Cup quarters: Dec 17 & 18 Club World Cup semis: Dec 18 'If they can't find the proper date for us then we can't play the game and we don't go through' Was Liverpool's win over Arsenal all for nothing? #LFC#LIVARS#CarabaoCuphttps://t.co/vAiZtE1Y1U — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 31, 2019
Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira