Reyndi að heimsækja forseta Brasilíu skömmu fyrir morðið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. október 2019 06:45 Bolsonaro tók myndbandið upp á hótelherbergi í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Nordicphotos/Getty Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, réðst á fjölmiðla í gær með gífurlegri heift eftir að greint var frá því að annar tveggja grunaðra morðingja Marielle Franco hefði komið við á heimili hans fyrir morðið. Franco, sem var vinstrisinnuð stjórnmálakona í Rio de Janeiro, var skotin til bana þann 14. mars á síðasta ári. Hún var einna þekktust fyrir að gagnrýna lögregluna fyrir að beita ofbeldi og drápum án dóms og laga. Þeir grunuðu eru báðir lögreglumenn. „Skítseiðin ykkar, drullusokkarnir ykkar! Þetta mun ekki festast við mig!“ sagði forsetinn í myndbandsupptöku á samfélagsmiðlasíðu sinni eldsnemma í gærmorgun, en hann var þá á hóteli í Sádi-Arabíu. Fréttin hafði birst í sjónvarpsþættinum Jornal Nacional á TV Globo kvöldið áður enn það er langlífasti og virtasti fréttaþáttur í Brasilíu. Alls var upptaka forsetans 23 mínútur og á köflum æpti hann og var nálægt gráti. „Ég ætti ekki að missa stjórn á skapi mínu. Ég er forseti lýðveldisins. En ég játa að ég er kominn á fremsta hlunn,“ sagði Bolsonaro. „Það sem þið gerðuð var glæpsamlegt, að birta svona sögu á besta tíma í sjónvarpinu.“ Sakaði hann jafnframt fréttamennina um að vera óþjóðrækna. Í frétt Jornal Nacional kom fram að hinum grunaða, Elcio Queiroz, hefði verið hleypt inn á heimili forsetans verðandi klukkan 5.10 sama dag og Franco var myrt. Bolsonaro var þá þingmaður í Rio de Janeiro fylki og bjó í glæsihýsi við ströndina. Við hliðið sagði Queiroz verðinum að hann ætlaði að hitta Bolsonaro en hinn síðarnefndi var þá í erindagjörðum í höfuðborginni Brasilíu. Ónefndur maður, sem vörðurinn taldi vera Bolsonaro, sagði verðinum að hleypa Queiroz inn. Einhverra hluta vegna ók Queiroz þá í burtu og fór að heimili Ronnie Lessa, sem einnig er grunaður um morðið. Bolsonaro lét ekki aðeins gamminn geisa á samfélagsmiðlum heldur beitti hann embættismönnum sínum fyrir sig. Augusto Heleno, herforingi og yfirmaður öryggismála, sagði í gær að fréttin hefði verið tilraun til að hvetja til uppþota og ofbeldis, líkt og sjá mætti í Chile og fleiri löndum rómönsku Ameríku. Þá sagði Frederick Wassef, lögmaður forsetans, að fréttin væri hreinn uppspuni. Stjórnarandstæðingar í Brasilíu hafa hins vegar kallað eftir rannsókn á málinu og hneyksluðust jafn framt á framkomu forsetans í myndbandinu. Brasilía Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, réðst á fjölmiðla í gær með gífurlegri heift eftir að greint var frá því að annar tveggja grunaðra morðingja Marielle Franco hefði komið við á heimili hans fyrir morðið. Franco, sem var vinstrisinnuð stjórnmálakona í Rio de Janeiro, var skotin til bana þann 14. mars á síðasta ári. Hún var einna þekktust fyrir að gagnrýna lögregluna fyrir að beita ofbeldi og drápum án dóms og laga. Þeir grunuðu eru báðir lögreglumenn. „Skítseiðin ykkar, drullusokkarnir ykkar! Þetta mun ekki festast við mig!“ sagði forsetinn í myndbandsupptöku á samfélagsmiðlasíðu sinni eldsnemma í gærmorgun, en hann var þá á hóteli í Sádi-Arabíu. Fréttin hafði birst í sjónvarpsþættinum Jornal Nacional á TV Globo kvöldið áður enn það er langlífasti og virtasti fréttaþáttur í Brasilíu. Alls var upptaka forsetans 23 mínútur og á köflum æpti hann og var nálægt gráti. „Ég ætti ekki að missa stjórn á skapi mínu. Ég er forseti lýðveldisins. En ég játa að ég er kominn á fremsta hlunn,“ sagði Bolsonaro. „Það sem þið gerðuð var glæpsamlegt, að birta svona sögu á besta tíma í sjónvarpinu.“ Sakaði hann jafnframt fréttamennina um að vera óþjóðrækna. Í frétt Jornal Nacional kom fram að hinum grunaða, Elcio Queiroz, hefði verið hleypt inn á heimili forsetans verðandi klukkan 5.10 sama dag og Franco var myrt. Bolsonaro var þá þingmaður í Rio de Janeiro fylki og bjó í glæsihýsi við ströndina. Við hliðið sagði Queiroz verðinum að hann ætlaði að hitta Bolsonaro en hinn síðarnefndi var þá í erindagjörðum í höfuðborginni Brasilíu. Ónefndur maður, sem vörðurinn taldi vera Bolsonaro, sagði verðinum að hleypa Queiroz inn. Einhverra hluta vegna ók Queiroz þá í burtu og fór að heimili Ronnie Lessa, sem einnig er grunaður um morðið. Bolsonaro lét ekki aðeins gamminn geisa á samfélagsmiðlum heldur beitti hann embættismönnum sínum fyrir sig. Augusto Heleno, herforingi og yfirmaður öryggismála, sagði í gær að fréttin hefði verið tilraun til að hvetja til uppþota og ofbeldis, líkt og sjá mætti í Chile og fleiri löndum rómönsku Ameríku. Þá sagði Frederick Wassef, lögmaður forsetans, að fréttin væri hreinn uppspuni. Stjórnarandstæðingar í Brasilíu hafa hins vegar kallað eftir rannsókn á málinu og hneyksluðust jafn framt á framkomu forsetans í myndbandinu.
Brasilía Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira