Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Björn Þorfinnsson skrifar 31. október 2019 06:15 Jóna Guðrún Ólafsdóttir varð fyrir óskemmtilegri reynslu. Fréttablaðið/Ernir Síðastliðinn mánudag varð Jóna Guðrún Ólafsdóttir fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að sjá greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun upp á rúma milljón á heimabanka sínum. Kannaðist hún ekki við færslurnar sem voru vegna viðskipta við raftækjarisann Elko. Nánari athugun leiddi í ljós að dóttir hennar, sem er í mikilli neyslu, hafði náð að stofna reikning í hennar nafni á greiðslusmáforritinu Pei og gat þannig keypt raftæki fyrir alla upphæðina. „Að öllum líkindum hefur hún komist yfir lykilorðið mitt á Íslyklinum og það dugði til þess að stofna reikning í mínu nafni inni á þessu greiðsluforriti. Síðan fæ ég bara fjóra greiðsluseðla inn á heimabanka minn upp á rúma eina milljón króna samtals og hef fjórtán daga til að borga,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur verið opin með reynslu sína sem aðstandandi fíkils. Þá segist hún hafa lent í margs konar sambærilegum vandræðum vegna neyslu dóttur sinnar en iðulega taki fyrirtækin einhverja ábyrgð. Það sé þó ekki svo í tilviki Elko og Greiðslumiðlunar. „Dóttir mín náði rúmlega 300 þúsund krónum út af tékkareikningi mínum hjá Arion banka í sumar með því að nota gamalt lykilorð að reikningi. Bankinn gekkst við þeim mistökum og endurgreiddi mér upphæðina. Þá náði dóttir mín einnig að kaupa sér flugmiða til Spánar hjá Úrvali Útsýn en þar mætti ég miklum skilningi og kaupin gengu til baka,“ segir Jóna Guðrún. Sömu sögu sé ekki að segja af Elko og Greiðslumiðlun. „Viðmótið hjá báðum þessum fyrirtækjum er að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Nafn dóttur minnar kemur fram sem kaupandi að raftækjunum hjá Elko en reikningurinn er sendur á mig. Það kvikna engar spurningar þó að kona í annarlegu ástandi kaupi raftæki fyrir rúmlega milljón í fjórum ferðum og á reikning annars aðila,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur leitað ráðgjafar hjá lögfræðingi og hyggst kanna rétt sinn vegna málsins. Lögmaður Greiðslumiðlunar segir að fyrirtækið geti ekki tjáð sig um málefni einstakra viðskiptavina. Hann staðfestir að nóg sé að komast yfir lykilorð á Íslyklinum og kennitölur til þess að skrá sig inn á greiðslulausnina. „Það er raunveruleikinn í dag á þessum tímum rafrænna lausna. Það er mikilvægt að fólk passi upp á lykilorðin sín,“ segir Bjarni Þór Óskarsson lögmaður. Að hans sögn eru slík fjársvik í gegnum Pei afar sjaldgæf en þó hafi vissulega komið upp nokkur tilvik. „Það er eins og með allar greiðslulausnir, því miður reyna óprúttnir aðilar að hafa fé af fólki,“ segir Bjarni Þór. Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Síðastliðinn mánudag varð Jóna Guðrún Ólafsdóttir fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að sjá greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun upp á rúma milljón á heimabanka sínum. Kannaðist hún ekki við færslurnar sem voru vegna viðskipta við raftækjarisann Elko. Nánari athugun leiddi í ljós að dóttir hennar, sem er í mikilli neyslu, hafði náð að stofna reikning í hennar nafni á greiðslusmáforritinu Pei og gat þannig keypt raftæki fyrir alla upphæðina. „Að öllum líkindum hefur hún komist yfir lykilorðið mitt á Íslyklinum og það dugði til þess að stofna reikning í mínu nafni inni á þessu greiðsluforriti. Síðan fæ ég bara fjóra greiðsluseðla inn á heimabanka minn upp á rúma eina milljón króna samtals og hef fjórtán daga til að borga,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur verið opin með reynslu sína sem aðstandandi fíkils. Þá segist hún hafa lent í margs konar sambærilegum vandræðum vegna neyslu dóttur sinnar en iðulega taki fyrirtækin einhverja ábyrgð. Það sé þó ekki svo í tilviki Elko og Greiðslumiðlunar. „Dóttir mín náði rúmlega 300 þúsund krónum út af tékkareikningi mínum hjá Arion banka í sumar með því að nota gamalt lykilorð að reikningi. Bankinn gekkst við þeim mistökum og endurgreiddi mér upphæðina. Þá náði dóttir mín einnig að kaupa sér flugmiða til Spánar hjá Úrvali Útsýn en þar mætti ég miklum skilningi og kaupin gengu til baka,“ segir Jóna Guðrún. Sömu sögu sé ekki að segja af Elko og Greiðslumiðlun. „Viðmótið hjá báðum þessum fyrirtækjum er að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Nafn dóttur minnar kemur fram sem kaupandi að raftækjunum hjá Elko en reikningurinn er sendur á mig. Það kvikna engar spurningar þó að kona í annarlegu ástandi kaupi raftæki fyrir rúmlega milljón í fjórum ferðum og á reikning annars aðila,“ segir Jóna Guðrún. Hún hefur leitað ráðgjafar hjá lögfræðingi og hyggst kanna rétt sinn vegna málsins. Lögmaður Greiðslumiðlunar segir að fyrirtækið geti ekki tjáð sig um málefni einstakra viðskiptavina. Hann staðfestir að nóg sé að komast yfir lykilorð á Íslyklinum og kennitölur til þess að skrá sig inn á greiðslulausnina. „Það er raunveruleikinn í dag á þessum tímum rafrænna lausna. Það er mikilvægt að fólk passi upp á lykilorðin sín,“ segir Bjarni Þór Óskarsson lögmaður. Að hans sögn eru slík fjársvik í gegnum Pei afar sjaldgæf en þó hafi vissulega komið upp nokkur tilvik. „Það er eins og með allar greiðslulausnir, því miður reyna óprúttnir aðilar að hafa fé af fólki,“ segir Bjarni Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira